Læknablaðið - 01.06.1955, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ
39
ef það hefði verið gert sem
fyrsta aðgerð.
Sjúkdómurinn tekur sig oftar
upp hjá þeim, sem gerð hefur
verið á thoracoplastík heldur en
þeim, sem eru reseceraðir. Þá
er og sjúkdómstíminn styttri hjá
þeim, sem hægt er að resecera
og komast þeir því fyrr til
starfa.
Ad 4. Ef sjúkdómsbreyting-
arnar eru það miklar, að stærri
eða minni lungnahlutar eru
eyddir, er talið sjálfsagt að
resecera, ef ástand sjúklings-
ins leyfir það að öðru leyti. Er
þá venjulega um að ræða öll
form sjúkdómsins, þ. e. cavern-
ur, fibrosis og ystingu eða nec-
rosis og oft bronchiectasis sec-
undaria og bronchostenosis.
Slíkar skemmdir falla illa sam-
an við collaps-aðgerðir og hætt
við að lengi myndu lifa bacterí-
ur í þess háttar vef og því eru
flestir nú, sem telja algert óráð
að nota collaps-aðgerðir, eink-
um þó ef allt lungað er undir-
lagt. Þeir sjúklingar, sem hafa
empyema eða fistula broncho-
pleuralis eru sérlega óheppileg-
ir fyrir collaps-aðgerðir, ef sam-
fara því er mikil skemmd í
iunga.
Ad 5. Bronchostenosis af völd-
um tub. endobronchialis með eða
án fibrosis, bronchiectasis og
atelectasis er nú almennt talin
ástæða til resectionar, en þó
ekki meðan um virka endobron-
chitis er að ræða.
Stundum er hægt að fá grun
um tub. endobronchialis út frá
kliniskum einkennum svo sem
geltandi hósta, staðbundnu
hvæsi (wheezing), mæði við og
við, sem auðvitað þyngir þá
sjúkdóminn enn meir. Það er
því bezt í þessum tilfellum að
gera resectio, ef sjúkdómurinn
er ekki alltof útbreiddur eða á-
stand sjúklingsins að öðru leyti
það lélegt, að ekki þyki ráðlegt
að skera. Ef svo er þá er reynd
streptomycin-PAS meðferð og
í langvinnum tilfellum með
mikið þrengdu opi, er reynt að
víkka þrengslin í gegnum bron-
choskop. Það er verkefni fram-
tíðarinnar, og hefur reyndar
verið reynt nú þegar, að skera
burt þrengslin og græða í eyð-
una (Gebauer 1950).
Ad 6. Það er því ekki því láni
að fagna, að allir sjúklingar,
sem verða neikvæðir eftir thor-
acoplastík verði alveg einkenna
lausir. Sumir hafa áframhald-
andi hósta, graftraruppgang, fá
hitaköst og haemoptysis. 1 þess-
umtilfellum er venjulega um að
ræða bronchiectasis secundaria,
sem getur verið staðbundin í
kringum aðalskemmdina eða
dreifð. Þetta þekkist auðveld-
lega á hinum mikla graftrarupp-
gangi, votum slímhljóðum og
ronchi. Bronchografia sýnir
okkur hve útbreidd ectasian er.
Það verður því að útiloka
bronchiectasis áður en thoraco-