Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 16

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 16
40 L Æ K N A B L A Ð I Ð plastík er gerð, ef sú aðgerð er valin. Ad 7. Sjúkdómur, sem helzt virkur eða verður virkur á ný undir thoracoplastík er algeng ástæða til resectionar og var sér- staklega fyrst eftir að farið var að gera resectio. Sjúklingarnir hafa þá áframhaldandi jákvætt sputum. Cavernur sjást oft illa á venjulegri röntgenmynd í samanþjöppuðu lunga undir thoracoplastík og eru þá sneið- myndir mjög gagnlegar og jafn- vel bronchografia í sunmm til- fellum. Þessir sjúklingar eru auðvitað umhverfi sínu mjög hættulegir vegna smits. Sé langt um liðið síðan plas- tíkin var gerð fæst lítill viðbót- arcollaps, þótt reynt sé að betr- umbæta hana með því að taka fleiri rif eða gera anterior plas- tík, ef þegar hefur verið gerð plastík subtotalis eða posterolat- eralis. Resectio er því venjulega það eina, sem getur bjargað þessum sjúklingum, en oft er þeim vart treystandi í aðgerð, þar sem margir hverjir eru hálfgerðir andardráttaraum- ingjar. Þeir þola þó aðgerðirn- ar oft furðu vel. Cavernostomia pneumolysis extrapleuralis með „plombage" undir plastíkinni hefir einnig verið reynt, en hef- ir gefið slæma raun. Resectio er mjög erfið hjá þessum sjúkling- um, það er erfitt að komast í gegnum rifjaskjöldinn og erfitt að fá nægjanlegt athafnasvæði við losun líffæranna inn við hilus. Ad 8. Það hefir verið nokkuð á reiki, hvað það er, sem kallað er tuberculoma. Á röntgenmynd kemur það oftast í ljós sem vel afmarkaður kringlóttur, jafn- þéttur skuggi, sem getur verið hvar sem er í lunganu, en er oft- ar í efri hlutanum. Pathologisk- anatomiskt getur verið um að ræða gamla cavernu, sem hefir fyllst af uppþornuðum ystingi eða um samruna margra smá- foci, með ystingi í miðju. Af- markaður paremchym-focus, hvort sem er eftir fyrstu sýk- ingu eða endursýkingu, getur því komið fram sem tubercul- oma. Mjög oft eru engin ein- kenni um virkan sjúkdóm og enginn uppgangur og jafnvel þótt nokkur uppgangur sé get- ur hann verið neikvæður við ein- falda skoðun, en magaskolvatn þá stundum jákvætt. Tubercul- in-próf er jákvætt, oftastnær, en það segir ekki mikið. Það er oft erfitt að greina þetta þar sem það getur líkst bæði prím- erum og secunderum æxlum í lunga. Sneiðmyndir eru hér mjög þýðingarmiklar og geta sýnt smávegis kölkun eða litla cavernu vegna dreps í miðju. Pneumothorax verkar ekki nærri alltaf vel á tuberculoma. Thoracoplastík gefur vissulega möguleika á bata, en skerðir ó- þarflega mikið starfsþol lung- ans og talsvert ber á því, að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.