Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 25

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 49 þrýstingspneumothorax, sem truflar starfsemi hins lungans og getur einnig haft slæm áhrif á hjartastarfsemina. Eftir hóstakast getur þrýst- ingurinn aðgerðarmegin lækkað svo mikið, að hitt lungað sogist yfir til þeirrar hliðar með legu- breytingu á miðmætinu. Loftið þrýstist út í thoraxvegginn og kemur fram sem subcutant emp- hysema. Einnig þetta getur truflað öndun og blóðrás. Aðeins þessi dæmi sýna ljóslega, hve nauðsynlegt er að fylgjast vel með þessum sjúklingum eftir aðgerð. Röntgenmyndir eru alltaf teknar „bedside“ aðgerðardag- inn og næstu daga, til þess að sýna ástand lungans skurðmeg- in. Bezt verður komið í veg fyrir aukakvilla post operationem, svo sem atelectasis og pneumonia með því að hindra að secretio safnist fyrir í barka og lungna- pípum. Þetta verður bezt gert með því að forðast óhóflega notkun narcotica, sem verka slævandi á öndunina. Það verð- ur að snúa sjúklingunum oft og örfa þá til djúprar öndunar og hósta, koma verður í veg fyrir paradoxal öndun. Gera má int- ercostal taugablock ef hósti er mjög sár og sjúga upp úr barka og lungnapípum ef ekki næst upp með hóstanum. Ef þykkt, seigt slím er í lungnapípunum hjálpar oft að láta sjúklingana anda að sér gufu og gefa expec- torantia. Endotracheal catheter aspir- atio (venjulega kallað TBT = tracheobronchial toilet) var inn- leidd af Height 1938. Sjúkl. var látinn vera í Fowlers stellingu og stinnu gúmmícatheter nr. 16 eða 18 rennt í gegnum nef og niður í barka og sett í samband við sog. Ef ekki tekst að ná slím- inu upp á þennan hátt er ekki hikað við að gera bronchoskopíu. Ef sjúklingarnir eru mjög votir eða ef þeir fá ödema laryngis eftir intubatio getur þurft að gera tracheotomiu. Hún minnk- ar dauða svæðið eða residual- loftið í öndunarvegunum og minnkar mótstöðuna bæði við inn- og útöndun. Þá er og hægt að halda barka og lungnapípum miklu hreinni á þennan hátt þar sem auðvelt er að soga upp með catheter í gegnum tracheotomi- pípuna. Við verkjum er gefið morfín, pethidin, dromeron eða dilaudid. Penicillin 300000 I.E. tvisvar á dag og streptomycin 0.5 gr. tvisvar á dag er gefið í nokkra daga eftir aðgerðina. Eftirmeð- ferð með berklalyfjum er svo hafin á ný eins fljótt og hægt er eftir aðgerðina, venjulega innan vikutíma. Er þá gefið streptom- ycin 1 gr. tvisvar í viku og PAS 12—18 gr. á dag eða I.N.H. 150 mg. 2—3 sinnum á dag. Parenteral vökva þarf venju- lega ekki að gefa nema aðgerð-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.