Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 32

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 32
56 LÆKNABLAÐIÐ miklu meiri hjá börnum en full- orðnum. Það er því augljóst, að þegar dæma skal heilarit er æskilegt og oft nauðsynlegt að hafa ýmsar anamnestiskar og kliniskar upplýsingar um sjúk- linginn eins og þegar teknar eru röntgen myndir. Upptaka heilaritsins fer fram á þann hátt, að festar eru elek- tróður á höfuðið svarandi til helztu svæða á yfirborði heilans á tilsvarandi staði hægra og vinstra megin. Þessar elektróð- ur eru síðan tengdar við EEG*- tækið, sem er magnarimeðsjálf- ritandi pennum, sem magnar spennusveiflurnar í heilanum allt að 10 milljón sinnum. Elek- tróðufjöldinn sem notaður er, er nokkuð mismunandi, víðast 10 —20. Að jafnaði er skráð í 1 klst. frá hverjum sjúkling. Með- an á rannsókninni stendur á sjúklingurinn að liggja máttlaus með lokuð augu og ekki hugsa um neitt sérstakt. Það eiga helzt ekki að vera liðnar meira en 1— 2 klst. frá síðustu máltíð, og ef hægt er á sjúklingurinn að hafa verið meðalalaus í 3 sólarhringa * elektroenceplialogram. áður en rannsóknin er fram- kvæmd í fyrsta sinn. Þetta eru þau skilyrði, sem miðað er við, þegar heilariti er lýst, ef annað er ekki tekið fram. Eðlilegt heilarit. Þegar meta skal, hvort heila- rit sé eðlilegt eða ekki þarf að taka tillit til bylgjutíðni, lögun- ar og stærðar (amplitudu), hvort tíðnin sé regluleg, og hvort symmetri sé á milli hem- isfera með tilliti til þessara at- riða. I eðlilegu heilariti hjá full- orðnum manni ber mest á svo- kölluðum afla bylgjum, sem hafa tíðnina 8—12/ sek. og eru 25— 100 mikrovolt. Þessar bylgjur eru mest áberandi postcentralt og mynda þar dominant rytma heilaritsins, sem ekki á að breyt- ast um meira en 1 bylgju til eða frá á sek. Þessar bylgjur hverfa eða minnka, þegar augun eru opnuð og við aðra skynertingu eða ef hugsað er um eitthvað á- kveðið efni. Þessar bylgjur eru venjulega symmetriskar frá báðum hemisferum. I eðlilegu heilariti er venjulega einnig I /y q /\/V\/\ÍV\fvuAíWWW^ i wT't/ó i yf\AM/WWV^^ 1. mynd. Eðlilegt heilarit hjá fullorðnum. H = hægri, V = vinstri, M = mið, F = frontal, AT = anterior temporal, PT = posterior temporal, O = occipital.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.