Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 37

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 37
L Æ Iv N A B L A Ð IÐ 61 stundum verið breytileg. Mikið af „spikefocusum“ hjá börnum hafa tilhneigingu til að hvei’fa með aldrinum, eða til að flytj- ast fram, einkum í lobus tem- poralis. Ber að taka tillit til þessa, ef hugsað er til kirugiskra aðgerða. Meira en helmingur af sjúk- lingum með epilepsi hafa foc- us framantil í lobus temporalis. Þessir sjúklingar fá köst, sem oft eru með margbreytilegum einkennum, motoriskum, sensor- iskum, visceral og psykiskum. Þetta er nú ýmist kallað ant- eriortemporal epilepsi eða psykomotor epilepsi, sem því miður tákna ekki alveg það sama, því að psykomotor epil- epsi getur átt upptök annars staðar. Á milli kastanna er hægt að búast við, að 30% sjúkling- anna hafi óeðlilegt heilarit í vöku, en yfir 80% í svefni, eftir því, sem Gibbs telur, sem rann- sakað hefir þessa tegund floga- veiki manna mest. Með heilaritinu er hægt að sjá, hvað skeður við epilepsi, og stundum hvar, en hversvegna er afar erfitt að segja. Fyrirferðaraukningar inni í hauskúyunni. Við aðra neurologiska og neurokirurgiska sjúkdóma sjást iðulega ýmsar breytingar í heilariti, sem veita viðbótar- upplýsingar við sjúkdómsgrein- ingu, þó að þær séu ekki sér- kennilegar. Ef heilaritið er ekki eðlilegt, getur verið um að ræða staðbundnar eða dreifðar breyt- ingar, djúpar eða við yfirborðið, breytingar, sem koma í hviðum, eða sem eru stöðugt viðloðandi. Af þessum breytingum er hægt að álykta um truflun á hinni eðlilegu starfsemi heilans, og einstöku sinnum að geta sér til um, hvers konar sjúklegar breytingar sé um að ræða. Sem dæmi má nefna, að við rýrnun á cortex sjást oftar hægar bylgj- ur og lágar en við æxli sjást hægar og stórar bylgjur. Einnig má nefna, að við astrocytom sjást helmingi oftar „spikes“ og hvassar bylgjur heldur en við gliom og meningeom. Með því að endurtaka heilarit, má fylgj- ast með hvort um sé að ræða vaxandi breytingar. Hversu miklar og áberandi breytingar sjást í heilaritinu við ýmsa slíka sjúkdóma, eins og æxli; fer eftir því, hve hratt- vaxandi æxlið er, og hvar það situr. Æxli, sem sitja nálægt cortex á convexitetinu valda greinilegustum breytingum, en acusticus-neurinom valda oft engum breytingum eða mjög litl- um. Æxlin sjálf eru elektriskt inaktiv, en valda hins vegar truflun á aðliggjandi vefjum, sem þau þrýsta á, og þess vegna koma fram óeðlilegar bylgjur í heilaritinu. Æxli, sem ekki þrýsta öðrum vefjum beinlínis frá t. d. meinvörp, geta þess

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.