Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1955, Side 40

Læknablaðið - 01.06.1955, Side 40
64 LÆKNABLAÐIÐ deprimeraðir, hvort tveggja innan eðlilegra marka. Hjá 40—50% agressiv psyko- patha hafa fundist breytingar í heilariti, sem oft hverfa með aldrinum, jafnframt því, sem þessir psykopathar verða ró- legir og skikkanlegir borgarar. Þessir psykopathar fremja venjulega illa yfirvegaða glæpi, sem komast fljótlega upp. Hins- vegar hefir „the successful criminal" eðlilegt heilarit. Ekki virðist vera neitt sam- band á milli gáfna og heilarits- ins, en sumir hafa þótzt sjá fylgni milli ákveðinna persónu- leika og atriða í heilaritinu, en mjög er það laust í reipunum. Hér að framan hefir lauslega verið rætt um eðlilegt heilarit og þær breytingar, sem sjást við ýmsa sjúkdóma. Þetta eru ein- kenni, sem búið er að rannsaka og lýsa ýtarlega á undanförnum áratugum. Menn vita hvað skeður, en ekki hvers vegna. P.hysiologia. Þekkingin á fysiologiskum grundvelli elektro-encephalo- gramsins er enn, þrátt fyrir miklar rannsóknir, mjög ófull- komin. Bylgjur heilaritsins eru mjög frábrugðnar aktionspotentiölum einstakra neurona. Bylgjur heilaritsins eru samhangandi, hægar, rythmiskar spennu- sveiflur, en spikepotentiöl neurona eru einstakar sjálf- stæðar afhleðslur. Bylgjur heilaritsins vara í 50—150 millisek. en einstök spike- potentiöl neurona ekki nema !/o—1 msek. Lengi var talið, að spennu- sveiflur þær, sem leiddar væru frá yfirborði heilans, væru summation af dálítið asyn- chron, allt eða ekki afhleðslum, cortical neurona, sem hefðu eig- in rythma. Á síðustu árum hafa menn skráð aktivitet einstakra neur- ona í cortex með microelekt- rodum, sem eru 1—25 micron í þvermál. 1 ljós hefir komið, að þau neuron, sem skráð hefir verið frá, gefa frá sér elektro- neg. spikes (skráð rétt utan við frumurnar), sem standa 0,5 —0,9 msek. og eru 30—5000 microvolt. Neuron, sem hafa spontant aktivitet, gefa frá sér 6—40 spikes á sek., oft með ó- reglulegu millibili. Flestir þess- ara neuronspikes virðast ekki standa í sambandi við hinar til- tölulegu hægu bylgjur heila- ritsins. Þeir hverfa fyrr við létta hypoxi og svæfingu en bylgjur heilaritsins. Það er því ósennilegt, að bylgjur heilarits- ins stafi frá summation af aktionspotentiölum einstakra neurona. Til að skýra fysiologi heilaritsins verður að gera ráð fyrir öðrum og hægari potent- ialbreytingum, eins og t. d. „synapspotentiölum", leiðslu í cortical dendritaplexusum, eða

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.