Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 44

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 44
68 LÆKNABLAÐIÐ meðal vistmanna á níunda ald- urstugnum og eldri, þar sem nær þriðjungur telst blindur. Ber þetta saman við fyrri at- huganir, að blint fólk hér á landi er lang flest í elztu ald- ursflokkunum. Þó ber þess að gæta, að einhverjir kynnu að vera á heimilinu, vegna þess að þeir eru blindir. Við skoðunina 1948, sem að ofan getur, voru 37 blindir af 212 vistmönnum yfir sextugt eða um 17%. Seinasti liðurinn í töflu 2 sýnir hlutfallstölu blindra í aldursflokkum á þeim tíma og sýna þessar tölur líka aukna blindutíðni með auknum aldri. Til samanburðar má getaþess, að á öllu landinu árið 1950 voru um 2,5% blindir af öllum íbúum 60 ára og eldri (2,3). Eftir sjónskerpu skiptast hin- ir blindu þannig (bezta sjón með gleri á betra auga): I. Greina ekki ljós .... 9 II. Greina hönd hreyfast til 1/60 Snellen....... 14 III. Meira en 1/60 til 6/60 Snellen ............... 15 Þeir, sem eru í þriðja flokkn- um, kallast starfsblindir eða sosialt blindir. Ef þeir á annað borð eru rólfærir, komast þeir flestir ferða sinna innanhúss, þar sem þeir eru kunnugir, en eiga bágt með að rata á ókunn- um stöðum vegna sjóndepru. Þeir eru og allir lesblindir. Eftir blinduorsökum skiptast hinir blindu þannig (aðalblindu- orsök): Glaucoma simplex (gláka) 18 Cataracta senilis (ský) .... 13 Deg. maculae senilis (rýrn- un á gula dílnum) ....... 4 Deg. retinae myopiae (ill- kynja nærsýni) .......... 1 Retinitis diabetica (sjónu- bólga af sykursýki) .... 1 Óþekkt orsök................ 1 Samtals 38 Glaucoma simplex. Þeir, sem blindast hafa af gláku, hafa orðið fyrir mestu sjóntapi. Sjö af þeim, greina enga birtu (glaucoma absolutum) og sjón hinna er orðin mjög léleg, eink- um vegna skerts sjónsviðs, sem fylgir þessum sjúkdómi. Einnig hafa nokkrir fengið meira eða minna ský á augastein (catar- acta), sem hefir aukið á sjón- depruna. Eiga því flestir hinna glákublindu mjög erfitt með að komast leiðar sinnar af þessum sökum. Af hinum 18 gláku- blindu höfðu 15 gengið undir skurðaðgerð, ýmist iridencleisis eða trepanatio aðgerðir. Sam- tals hafði verið gerð aðgerð á 23 augum og 2 höfðu verið tek- in (enucleatio) vegna sársauka. Cataracta senilis. Þeir, sem taldir eru blindir af þessum sjúkdómi, eru ekki nærri eins illa farnir. hvað sjónina snert-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.