Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ / troðnar slími, sem þrýstir kjarnanum að neðri kantinum. Frmnur frá endometrium sjásl normalt í vaginal-stroki aðeins meðan á menstruatio stendur og dagana þar á eftir. Þær geta þó fundizt allt til níunda dags í cyclus. Er þar bæði um að ræða stoðvefsfrumur og þekju- frumur. Auk áðurgreindra frumugerða finnast ýmsar aðrar tegundir í vaginal-stroki. Ber þar fyrst að nefna frumur úr blóðinu, bæði bvit og rauð blóðkorn. Af livít- um blóðkornum ber venjulega niest á flipkirndum hvítkorn- um. Ein er sú frumutegund, sem uft veldur erfiðleikum við greiningu á útstroki sem þessu, en það eru bistiocytar eða átu- frumur. Þær eru allmismun- undi að stærð, alll frá því að vera á stærð við livítt blóðkorn °g upp i stærð lítillar parabas- ulfrumu. Frymi þeirra er ljós- leitt, gjarna með bólum, eða froðukennt, dálitið basopliilt og frumumörkin óglögg. Kjarnarn- ir eru ýmist kringlóttir eða í- ójúgir, með skarpri kjarna- himnu og fínkornóttu cbroma- hni. Kjarninn er venjulega nokkuð randstæður (excentrisk- Ur). Stundum sjást í fryminu leifar af hvítum eða rauðum hlóðkornum eða aðrar frumu- leifar. Þá finnast og risafrum- Ur af þessari gerð með mörgum kjörnum. Loks kann maður að rekast á ýmis konar micro-organisma i legganga-stroki, eins og t. d. trichomonas vaginalis, monilia eða candida albicans, kúlusýkla og stafi, og af þeim síðasl nefndu fyrst og fremst bacillus Döderleini. Áður en rætt verður um tum- orfrumur, sem finnast í vagina, verður farið nokkrum orðum um aðferðina við að útbúa leg- gangastrok. Áhöld þau, sem til þarf, eru mjög einföld, eða glerpipa með áföstum gúmbelg. Belgnum er þrýst saman og pípunni síðan stungið inn i vagina og slím sogið úr fornix posterior, en pípan hreyfð til liliðanna fram og aftnr meðan sogið er. Síðan er blásið úr pípunni á venjulegt sýnisgler og slíminu dreift um glerið. Glerinu er svo samstund- is stungið niður í þar til ætlaða vökvablöndu og við það lieftur merkimiði. Það er mjög þýð- ingarmikið, að útstrokið nái ekki að þorna áður en það er fixerað. Vökvablandan, sem notuð er til að herða útstrokið, er jafnir hlutar af æther og 95% ethjdalcoholi. í þessum vökva þarf glerið að liggja a. m. k. eina klukkustund, en má að skaðlausu geymast í nokkra daga. Að svo búnu er útstrokið litað eftir aðferð Papanicolaou, en út í það verður ekki farið hér. Þessi aðferð til að ná vaginal-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.