Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 9 þar sjást normalt, eða við aðr- ar sjúklegar brejúingar en can- cer? Þar koma til greina all- mörg sérkenni og hefir Herbut flokkað þau á eftirfarandi hátt (12): 1) Anisonucleosis: Stærðar- breytileiki kjarnans miðað við kjarna samsvarandi normal fruma er eitt liið algengasta ein- kenni illkynja fruma, og þýð- ingarmikið. 2) Hyperkrómasia: Kj arnar illkynja fruma litast yfirleitt dekkri en samsvarandi normal kjarnar. Stundum eru kjarnarn- ir allir svo dökkir, að erfitt er að greina innri gerð þeirra. Oft- ar er þó um að ræða óeðlilega skipan cliromatinsins, sem hrúgast saman í stóra klumpa eða þá að kjarnahimnan verð- ur óeðlilega þykk og áberandi. Dr. Graham telur að breytingar á chromatingerð kjarnans sé hið þýðingarmesta einkenni um ill- kynja vöxt (13). 3) Lögunaróregla: Breytingar á lögun og formi kjarnans eru afar algengar. Getur kjarninn tekið á sig hinar ólíkustu mynd- h', en í öðrum tilfellum er frá- vikið frá normal lögun aðeins óverulegt. 4) Stækkun nucleoli: Breyt- ingar á stærðarhlutfalli nucleo- lus og kjarna er fremur sjald- gseft að sjá, en sé greinileg stækkun á nucleoli fyrir hendi í mörgum frumanna, þá hefir það mikla diagnostiska þýð- ingu. 5) Mitosis: Venjulega finnst fjölgun á kjarnaskiptingum í illkynja vef, en þessa gætir ekki svo mjög i útstrokssýni og er yfirleitt ekki talið mikilsvert einkenni um illkynja vöxt. (i) Fleirkjarna frumur; Það er ekki óalgengt að sjá marga kjarna í cancerfrumum, en slíkt liefir því aðeins þýðingu fyrir greiningu illkynja meina, að kjarnarnir séu misstórir, ó- líkir að lögun eða litist mis- sterkt. Frymishreytingar liafa minni diagnostiska þýðingu en kjarna- hreytingarnar, enda þótt slikar breytingar sjáist iðulega. Þeim má aðallega skipta í fjóra flokka: 1) Anisocytosis: Illkynja frumur stækka oft að mun frá því sem normalt er. 2) Polymorphiú: Breytileiki í lögun og gerð illkynja fruma er algengur, en þó eiga ekki öll ill- kynja æxli samstöðu hvað það snertir. Stundum gera vart við sig frumur af sérstæðum gerð- um, er vekja sterkan grun um ákveðin æxli. 3) Litunarafbrigði: Frymið getur litazt eðlilega, en alloft koma þó fram annarlegar hreyt- ingar við litun og verður frym- ið þá gjarna mislitt, eða ein- litast á sérkennandi hátt. 4) Vacuolisation: Aukin hólu-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.