Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1957, Page 30

Læknablaðið - 01.05.1957, Page 30
16 LÆKNABLAÐIÐ tíðni, 6/sek. Þessi mynd hefur verið kölluð „14&6/sek. posi- tive spikes“, oftast stytt til hag- ræðis: 14&6. Grand mal kemur fram hjá um 55% sjúkl., sem þessar af- löguðu svefnspólur sjást hjá, yfirlið lijá 30%, paresthesiae 15%, ofsa-reiði hjá 10%. Afar oft eru köstin samfara aura með vegetativ einkennum eins og svitakófum, litaskiptum, skjálfta, hjartslætti, hita, hyp- ertensio, og er það m. a. tekið sem sönnun um uppruna þess- arar myndar i thalamus eða hypothalamus. Sársauki getur komið fram bæði sem aura og ictal fyrirbrigði hjá þessum sjúkl., algengast i liöfði og hef- ur enda oft verið greint sem óvenjuleg migraene, taugagigt, eða hafi verið um sársauka i kviðarlioli að ræða hefur ver- ið greind botnlangabólga og meira að segja gerð appendec- tomia. Vitað er um sennilegan upp- runa sjúkdómsins hjá um 43% þessara sjúkl. og hastarlegt höfuð-trauma er algengara i sjúkrasögu þessara sjúkl., en nokkurra annarra epileptici (21%). Neurologisk einkenni má finna hjá um 20%. Sál- sýkiseinkenni eru talin algeng- ari hjá þessum sjúkl. en nokkr- um öðrum flokki flogaveikra, að undanskildum sjúkl. með foci i lob. temporalis. Þá sjúkl., sem fá ofsaleg reiðiköst telur Gibbs alveg sérlega hættulega, þeir séu miklu marlcvissari i reiði sinni og árásum en t. d. sjúkl. með psykomotor epi- lepsi. Fjórir af þeim sjúkl., sem hann rannsakaði höfðu framið morð í ofsa reiði. Eins og skilja má af hinu langa máli minu hér að fram- an (og hefur þó verið stildað á afar stóru), var ekki vanþörf á nýju hjálpartæki við grein- ingu flogaveiki. En heilarit er einnig gott lijálpartæki við meðferð flogaveiki, til þess að fylgjast með þvi hvernig miðar með að lieilaritið verði eðlilegt eða sem mest í þá áttina, en það getur oft átt alllangt í land, þó sæmilegur eða góður klin- iskur árangur virðist hafa náðst. Hins vegar er mjög fá- lítt að batnandi heilarit sé ekki samfara batnandi lieilsu sjúkl. Þannig er klinisk rannsókn og heilaritun fullkomnasta rannsókn, sem nú er hægt að framkvæma á flogaveikum, og má þá hvorugt án annars vera, ef vel á að vera. Mun ég þá snúa mér að lyfja- meðferð við flogaveiki. Þegar um er að ræða með- ferð við flogaveiki, þarf auð- vitað fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því, ef mögu- legt er, hver sé orsökin, hvort um sé að ræða kryptogenetiska epilepsi með meira og minna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.