Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 34

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 34
20 L Æ K N A B I, A Ð I Ð Árið 1944 kom enn nýr flokk- ur efna til sögunnar. Everett og Richards skrifuðu í Journal of Pharmacology & Experimental Therapy um efni, sem stillti pentazol-krampa hjá dýrum og væri lítið toxiskt. Það var 3,5,5 trimethyl oxazolidin-2,4- dion, síðar kallað Trídion. Við kliniska prófun kom það á dag- inn, að það verkaði illa á grand mal, en hetur á petit mal en vel flest annað, sem fram hafði komið. Síðar var sett saman annað efni þar sem settur var inn ethyl-hópur fyrir annan methyl-hópinn við nr. 5: Para- dion. Það hafði svipaðar verk- anir og Tridion, en heldur minni- Þykir það þó vel not- andi við petit mal, eða afhrigði af því ef Tridion bregst. — Skammtar eru þetta frá 15—30 clg. X 2—4 á dag. Stundum verður að fara hærra, en þá verður að vera vel á verði fyr- ir aukaverkunum eins og ljós- fælni, — sjúkl. finnst allt vera svo bjart, óskýrri sjón, ógleði, útþotum. Er þá ráðlegra að minnka skammtinn, svo ekki sé boðið lieim alvarlegri eitur- verkunum. Það, sem menn óttast mest er aplastisk anæm- ia. Þykir það því nauðsvnlegt að láta þá, sem eru í meðferð með Tridion eða Paradion fara i blóðrannsókn mánaðarlega, og fari granulocytar og throm- bocytar að lækka svo nokkru nemi verður að hætta lyfjagjöf- inni þegar í stað. Varast skyldi að nota Tridion, eða efni úr oxazolidin-flokki yfirleitt, með Mesantoin vegna sameiginlegra eiturverkana á blóðmvndina. Mun það alls staðar vera talið algjörlega kontraindicerað. — Dimedion er einnig efni í þess- um sama flokki. Hefur það svipaðar verkanir í svipuðum skömmtum. „Prenderor’-Squibb er enn eitt efni, sem verkar á petit mal. Það er 2,2-diethyI-l,3,- propandiol. Það er elcki vitað um neinar eiturverkanir af þessu efni, en það er dálítið erfitt í meðförum vegna þess Iive stutt verkandi það er. Hafa menn reynt að gefa með því efni, sem seinki bæði upptöku þess og útskilnaði, þ. e- a. s. dreifi verkuninni, t. d. mat- skeið af rjóma (32%), eða jafngildi þess af fitu eða olíu, með hverjum skammti. Önnur efni munu líka vera til, sem hafa þessa dreifandi verkun, eins og t. d. PVP, — polvvinyl- pvrrolidon í duft-formi, sem af mætti nola eina teskeið með hverjum skammti. Þetta efni væri að ýmsu leyti hið æski- legasta við petit mal, þó það hafi ekki eins sterkar verkanir og Tridion, vegna þess hve meinlausl það hefur reynzt. Venjulegur skammtur fyrir fullorðna er 1 gm. X 4 á dag. Ofl er það notað ásamt ein- hverju cfni úr oxazolidin

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.