Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 38

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 38
24 LÆKNABLAÐIÐ um. Phenylhydantoin og myso- lin má líka nota saman með ágætum. Eins og gefur að skilja erverra að nota saman lyf, sem öll hafa sefandi verkun (my- solin, mesantoin, fenemal). Sé um lireint petit mal að ræða eru reynd einhver lyfin úr oxazolidin flokknum, eða Prenderol ásamt efnum, sem dreifa verkun þess. Sé hins vegar um hvort tveggja að ræða hjá sama sjúkl. getur vandazt málið, því þau efnin, sem verka hezt á hvort um sig, geta gert hina myndina verri (plienylhydan- toin getur æst upp petit mal, tridion hins vegar grand mal og jafnvel framkallað það, lejmist það með petit mal). Við psvkomotoriska epilepsi mun helzt að reyna phenyl- hydantoin eða mysolin. Phen- uron þyrði ég ekki að ráðleggja neinum, nema þá í ýtrustu neyð, væri útilokað að beita kirurgiskri meðferð. Við fokal og Jackson’s ejii- lepsi mun hezt að reyna fyrst phenylhydantoin eða fenemal og mysolin. Mesantoin getur líka komið til greina. Þar sem augljósar eða sennilegar vef- rænar breytingar eru fyrir hendi má reyna Gemonil (sem er barbiturat). Við vegetativ, eða autonom, thalamo-hvpothalamus, eða diencephal epilepsi má nota plienylhydantoin, fenemal eða mysolin. Sé sjúklingurinn einkenna- laus mvndi maður kannske freistast til að minnka við hann lyf, sé hann á mjög stór- um skömmtum. Séu hins vegar engin merki um eiturverkanir og sé sjúkl. óþægindalaus, eða -litill, er engin ástæða til þess og ekki er neitt slíkt gerlegt án þess að laka heilarit, því verið getur að þar sjáist epileptisk truflun, þó það gefi ekki klin- isk einkenni og væri þá frekar ástæða til þess að aulca skammtinn heldur en hitt (shr. það sem sagt var liér að fram- an)-. Svo kemur aftur liitt vanda- málið, hvenær á að hætta gjöf krampastillandi lyfja. Það er því miður ekki svo oft, sein þarf að gera það upp við sig, en flestir eru sammála um, að þá skuli sjúkl. hafa verið án klinislcra einkenna í a. m. k. 3 — sumir segja 5 ár, heilarit sé eðlilegt og lyfjagjöf sé hætt sinám saman, helzt skipti sá tími mánuðum, og fylgst sé með sjúkl. með heilaritum. Eg vil leyfa mér að síðustu að laka hér upp næstum orð- rétt niðurstöður Meyer Perl- stein í grein hans um epilepsi meðferð i heftinu The Medical Glinics of North America í marz 1954. 1. Fenemal er ákjósanlegast

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.