Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 40
26 L Æ K N A B L A Ð 1 i) TlfOllVALD MADSEA 18. febr. 1870 - 14. apríl 1957 Fyrverandi forstöðumaður Statens Seruminstitut í Khöfn, dr. med. Thorvald Madsen, lézt 14. apríl s. 1. Hann var staddur í fermingarveizlu tvi- hurasystkina dóttur sinnar, hafði leikið við hvern sinn fing- ur og haldið ræðu fyrir hörn- unum, en er liann var að fara um kvöldið hné hann skyndi- lega niður og var örendur. Dr. Madsen var um marga áratugi einn þeirra lækna sem har liið bezta í menningu Dan- merkur út um heim allan. Hann var ekki nema 14 ára þegar mikið læknaþing var lialdið í Kaupmannahöfn, þar sem Past- eur og Lister voru mættir. Past- eur gerði þar grein fyrir bólu- setningum sínum gegn hunda- æði. Thorvald Madsen gleypti í sig allt sem blöðin fluttu um þessa vísindagrein og virðist þá hafa ákveðið að verða læknir. Sá ásetningur stóð óhagganleg- ur úr því, og á stúdentsárum sínum kynntist hann próf. Carl Jul. Salomonsen, sem varð fyrsti prófessor Dana í bakterio- logi. Honum leizt svo vel á þenn- an unga stúdent, að hann hað liann að koma til sin að af- loknu námi, því að hann vildi fá liann fyrir aðstoðarmann, og þegar Madsen hafði lokið lækn- isprófi 23 ára gamall, réð liann sig fvrst sem sveitalækni upp í sveit, í eitt ár, til þess að kynn- ast læknisstarfinu, en síðan réðst hann aðstoðarmaður á sýklarannsóknarstofnun þá sem nýlega hafði verið komið upp við háskólann. Á þeim árum birti hann rit- gerð með Svante Arrhenius um lögmál þau sem sýklavöxturinn fvlgir og sýndu þeir fram á hvernig sömu náttúrulögmál gilda i hinum litla heimi sýkl- anna eins og þeirri fysisku ver- öld sem við þekkjum. Var þetta mjög merkileg ritgerð, sem átti eftir að koma að gagni rúmum aldarfjórðungi seinna, þegar nánar var farið að rannsaka fysiska eiginleika sýklanna. Fram að aldamótum var Tliorvald Madsen aðstoðarmað- ur próf. Salomonsens og komst þar í kynni við marga af lielztu brautryðjendum sýklafræðinn- ar, þegar þeir lieimsóttu Salo- monsen i Khöfn. Þar liitti hann Pasteur, Ehrlich og von Beln- ing, en einnig menn eins og próf. Virchow frá Berlín. Behring fékk Nóbelsverðlaun

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.