Læknablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 77
L Æ K N A B L A Ð I Ð
171
Allir eru sammála um að ]vað
séu sárafá lilfelli af cliorio-
carciuoma, sem lifa lengur en
6 mánuði, ef þau ekki læknast
alveg af sjúkdómnum. Af þeim
sem dóu, höfðu aðeins tvö til-
felli lifað lengur en ár, en í
þremur af 16 tilfellum, sem
lifðu, voru ekki liðnir nema 6
mánuðir frá meðferð. Sé þeim
sleppt, verða 13 læknuð til-
felli af 74, eða 17.5%, en sé
þessum þrem tilfellum bætt við
þau sem læknuðust, verður
heildarlækning 21.6%.
Menn hafa brotið heilann um
það, hvers vegna þetta il'l-
kynjaða æxli nái fótfesíu í
vefjum líkamans. Það sem að-
skilur það frá öðrum illkynja
meinum er uppruni þess. Það
er að uppruna frá einstaklingi,
fóstrinu, sem hefur tekið sér
bólfestu í vefjum annars ein-
staklings, móðurinnar. Það er
lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði, að
vefur úr æðahelg (chorion)
herst um ,æðar hverrar móður
á meðgöngutímanum, og
hjaðnar niður jafnharðan og
eggið deyr eða legið tæmir sig.
Dr. Acosta-Sison segir frá
tveim tvíhura fósturlátum, þar
sem annað eggið virtist eðli-
legt en í hinu var blöðrufóstur
og choriocarcinoma. í þriðja
iilfellinu fann liann blöðru-
fóstur og choriocarcinoma í
öðru egginu, en í hinu eðlilegt
lifandi harn og eðlilega fvlgju.
Di. Greenhill fann bita úr
fylgju í legi með kjötæxli, 18
mánuðum eftir fæðingu. Enn
einn höfundur, dr. Ries, fann
fvlgjutotur í æðum legs, sem
lekið var 18 árum eftir fæð-
ingu. Augljógt er að þessi ill-
kynjaði vaxtarhæfileiki hlýtur
að vera í sjálfum chorionfrum-
unum. Þó fvlgjan vaxi inn i
sjálft vöðvalag legsins, eins og
skeður við fastgróna fylgju
(placenta accreta), þá kemur
ekkert oftar fyrir choriocarci-
noma. Utanlegsþykktir, sem oft
koma ekki til aðgerða, valda
ekkert frekar þessum illkynj-
aða vexti.
Eins og þegar er sagt, kemur
þetta æxli mjög sjaldan fyrir,
en þó virðist vera mjög mikill
munur á tíðni þes's, og er það
mjög mikið algengara í hinum
fjarlægari Austurlöndum,
einkum á Filippseyjum og í
Hong Kong. Á Yesturlöndum
er talið að choriocarcinoma
komi fvrir í einu tilfelli hjá
hverjum 50 000 til 100 000
barnshafandi kvenna. Algeng-
asl er að það myndist eftir
blöðrufóstur, sem talið er að
komi við eitt af hverjum 2500
fósturlátum, en að choriocarci-
noma komi einu sinni fyrir eða
tvisvar af 100 blöðrufóstrum.
í Hong Kong (dr. King) hefur
blöðrufóslur fundizt einu sinni
af hverjum 530 fóstrum, og
clioriocarcinoma eitt tilfelli af
hverjum 3708 harnsþykktum.
Þessar tölur eru byggðar á