Læknablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 79
L Æ K X A B L A 1) I í)
173
getur náð 600 000 I. U. pr. liter
um nokkurn tíma. Úr því lækk-
ar hormoninnihald hl'óðsins
og þegar 100 dagar eru frá
seinustu tíðum mælist sjaldan
meir en 20 000 I. U. og helzt
gjarnan að meðaltali um 5 000
I. U. pr. líter Af 106 konum,
sem dr. Delfs mældi með svona
,.hioassay“, henli rannsóknin
lil þess að 18 hefðu blöðru-
fóstur, en grunur hafði verið
á því í ölhun tilfellunum.
Reyndist þqtta vera rctt i öll-
um 18 tilfellum. Hin 88 til-
fellin voru eðlileg fósturlát eða
eðlilegar barnsþykktir. Niður-
stöður dr. Delfs eru þær að
fyrstu 100 daga frá seinustu
tíðum væri ekki liægl að trevsta
hormonmælingum til ákvörð-
unar, en hins vegar gætu lág-
ar mælingar á hormonum á
þeim tíma, útilokað möguleika
á blöðrufós(tri.
A þeim sjúklingum, sem
höfðu blöðrufóstur, voru á-
framhaldandi gerðar hormon-
mælingar (bioassay), allt frá
einu ári og upp í 8 ár, til þess
að reyna að finna þau tilfelli,
sem voru verðandi choriocar-
cinoma. Þannig var fylgzt með
90 tilfellum, og í 76.5% voru
hormonmælingar orðnar nei-
kvæðar eftir 60 daga frá tæm-
iugu legsins, en 13.5% urðu
seinna peikvæðar. Orsökin fvr-
ir því hve hægt hormongildið
lækkaði var venjulega sú að
fósturlátin voru ófullkomin. I
8 tilfel'lum lækkaði hormon-
gildið ekki, og sjúkdómsein-
kenni voru grunsamleg, og var
legið þess vegna seinna lekið
með aðgerð. —
Revndust fimm vera með mola
destruens (invasive mole), en
3 með choriocarcinoma. Strax
eftir að öruggt var um blöðru-
fóstur, var í 9 tilfellum legið
allt tekið með aðgerð, en í einu
af þeim tilfellum kom fram
choriocarcinoma, er leiddi til
dauða. Af þessum 90 blöðru-
fóstrum dóu þrjú tilfelli, þ. e.
3.3%, en í 5 tilfellum myndað-
ist illkynjaður æxlisvöxtur, ]).
e. 5.5%. Dr. Delfs vill ráðleggja
að gera hormonmælingar á
tveggja vikna fresti fyrsta
mánuðinn, síðan mánaðarlega
þangað til mælingin er orðin
neikvæð. Úr því eru Iiormon
mæld annanhvern mánuð
]iangað til liðið er eitt ár frá
því blöðrufóslrið var tekið.
Komi fram nokkur sjúkleg ein-
kenni frá legi. er alltaf ráðlagt
að skafa það og rannsaka sem
nákvæmast, þó hormonpróf
sé ekki greinilega hækkað. Sé
liormongildið hækkað á að
taka legið, þó ekki séu önnur
finnanleg einkenni sjúkdóms-
ins.
Það koma einstöku sinnum
fyrir choriocarcinoma eftir
eðlilegar fæðingar eða venju-
leg' fósturlát, og er þá ekkert
sjúklegt einkenni, sem getur
vakið þann grun, fvrr en mis-