Læknablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 82
LÆKNABLAÐIÐ
176
er til varnar sterku sólarljósi. Eink-
um er ljóshærðum og bláeygðum
hættara við slæmum áhrifum sólar-
ljóss, en dökkhærðum og brúneygð-
um. Hins vegar er húðkrabbi álíka
algengur á þöktum svæðum líkam-
ans hjá negrum og hvitum mönnum.
Þegar árið 1928 var framkallaður
húðkrabbi hjá músum með útfjólu-
bláum geislum.
Algengasta tegund húðkrabba-
meins er carcinoma basocellulare,
eða 80%, og þessi tegund er lang-
samlega algengust á efri hluta and-
lits frá nefi til eyrna. Fyrsta ein-
kenni er þykknun á húðinni, sem er
að útliti eins og vaxkennd papula
með upphækkuðum köntum og smá
hrúðri í miðjunni. Carcinoma squa-
mocellulare kemur gjarnan út frá
vörtum, keratosis eða sári. Þessi
tegund gefur miklu fremur útsæði
til eitla en áðurnefnd tegund, sem
fyrst og fremst vex per eontinuita-
tem í dýpri vefi. Próf til smásjár-
skoðunar skal taka með skörpum
hníf djúpt niður í æxlið og og út
í heilbrigðan vef.
Að lokum ræðir höfundur um
lækningu, þar sem hann hvetur til
mikillar varkárni við geislalækn-
ingu, einkum þar sem brjósk er
undir, þar eð brjóskið getur verið
fullt eins viðkvæmt fyrir geislum
og æxlið sjálft. Hefur þá lækning-
in í för með sér drep, sem langan
tíma tekur að græða, er mjög sárs-
aukafullt og veldur varanlegum lýt-
um. Þó verður ekki hjá þvi komizt
að beita þessari lækningaraðferð
við tilfelli, sem seint koma til lækn-
inga. Við byrjunartilfelli, sem ekk-
ert útsæði hafa sent frá sér, mælir
höfundur með því að gerð sé við-
tæk excisio og samtímis transplan-
tatio. Verður þá að taka 1—2 cm
af heilbrigðum vef í kringum æxlið.
Getur hann um 24 tilfelli, sem þessa
meðferð hlutu. Gréru þau öll per
primam, ekkert afturhvarf hefur
orðið eftir 2—5 ára athugunartima,
og í öllum tifellum er um fullkom-
inn ,,kosmetiskan“ árangur að ræða.
(G. Snœdal).
Reykingar og fyrirmálsfæðingar.
(Thc Practitioner júlí 1957, siðu 107.)
W. J. Simpson, læknir, hefur skýrt
frá þvi, — i ameriska tímaritinu um
fæðingarhjálp og kvenlækningar
(American Journal of Obstetrics and
Gynecology, april 1957, 73, 808) —
a'ð fyrirmálsburður sé mun algeng-
ari hjá þeim konum, sem reykja, en
hinum, sem reykja ekki. Hann grein-
ir milli hóflegra reykinga, 1 til 10
vindlingar á dag og mikilla reyk-
inga, yfir 10 vindlingar á dag. At-
luigun lians tekur til 7499 kvenna.
5 118 reyktu ekki, 1 472 reyktu í
hófi og 909 reyktu mikið. Konur
þessar fæddu í þremur sjúkrahús-
um: tveimur einkasjúkrahúsum og
einu héraðssjúkrahúsi. 1 öllum jjrem
sjúkrahúsunum var tala fyrirmáls-
burða hærri hjá þeim konum, sem
reyktu, en hinum, sem reyktu ekki.
í einkasjúkrahúsunum voru hundr-
aðstölur fyrirmálsburða 0,10% og
5,21% hjá þeim, sem reyktu ekki,
en 12,13% og 10,50% hjá þeim kon-
um, sem reyktu. Tilsvarandi tölur
í liéraðssjúkrahúsinu voru 7,77%
fyrir jjær, sem ekki reyktu og 11,48%
fyrir hinar, sem reyktu. Munurinn
er talfræðilega mikilvægur, cinkum
í einkasjúkrahúsunum. Einnig kom
í ljós að fjöldi fyrirmálsburða óx
að sama skapi sem fjöldi þeirra
vindlinga, er konurnar reyktu á
dag.
8. 8. 1957.
Brynj. Dagsson.
(Þýtt og endursagt).
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.