Bændablaðið - 01.08.2013, Side 4

Bændablaðið - 01.08.2013, Side 4
4 Fréttir Ný Nautaskrá komin út NJF, sem eru samtök norræns og baltnesks búvísindafólks, stendur árlega fyrir fjölda áhugaverðra ráðstefna og vinnufunda. Tilgangur samtakann er meðal annars að leiða áhuga- og fagfólk í landbúnaði saman. Á þessum ráðstefnum eða vinnufundum skapast einstakir möguleikar á því að skapa góð tengsl þvert yfir landamæri á milli bænda, ráðunauta, dýralækna, kennara og fólks í rannsóknum. Nú hefur stjórn samtakanna tekið ákvörðun um að efla enn frekar starfsemina með því að bjóða styrki til námsmanna sem leggja það á sig að vera með erindi eða kynningu á ráðstefnu á vegum samtakanna. Hægt er að sækja um allt að 5.000 sænskra króna í styrk en skilyrði fyrir styrkveitingu er að umsækjandi sé félagi í NJF. Þá má geta þess að Íslandsdeild NJF hefur úthlutað 4-6 ferða styrkjum (kr. 100.000) á hverju ári til félagsmanna sem hyggjast sækja námskeið á vegum samtakanna. Á dagskrá NJF á næstunni er fjöldi áhugaverðra ráðstefna s.s. um lífræna búskaparhætti, um rannsóknir í loðdýrarækt og um vistvæna hreindýraræktun svo dæmi séu tekin. Á heimasíðu samtakanna, www. njf.nu, er hægt að kynna sér nánar starfsemina og það fjölbreytta framboð af ráðstefnum og vinnufundum sem samtökin standa fyrir á sviði búvísinda. Ef þú ert ekki þegar félagi í Íslandsdeild NJF þá getur þú gerst félagi með því að senda tölvupóst á Snorra Sigurðsson ritara samtakanna: sns@vfl.dk. Bráðabirgðaákvæði um jarðræktarstyrki vegna kalskemmda Bændur á kalsvæðum fá 60 þúsund króna viðbótargreiðslu á hvern endurræktaðan hektara Bændur, sem urðu fyrir tjóni vegna kalskemmda í vor, fá 60 þúsund krónur í styrk frá hinu opinbera til viðbótar hefðbundnum jarðræktarstyrk sem er á bilinu 12 til 17 þúsund á hvern endurræktaðan hektara. Þetta kemur fram í nýjum reglum um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða sem nýlega voru birtar á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Í reglunum er kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði en þar má m.a. finna upplýsingar um framlög til sáningar í ræktunarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt er ætluð til fóður- eða matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Bráðbirgðaákvæði er um styrki til bænda vegna kalskemmda á síðustu mánuðum. Meðal skilyrða fyrir úthlutun er að viðurkennd úttekt hafi farið fram vorið 2013. Framlag á hvern hektara fyrir hvert bú er kr. 17 þúsund á ha. frá 1-30 ha. og kr. 12 þúsund á ha. frá 30-60 hektara ræktun. Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Heildarflatarmál ræktunarinnar verður að vera a.m.k. 2 ha og uppskera er kvöð. Framlög til hreinsunar affalls- skurða geta numið kr. 125 þúsund á hvern kílómetra en þau eru veitt ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar. Í reglunum kemur fram að árlega skuli allt að 10 milljónir króna renna til hreinsunar affallsskurða. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt en um hana eru nýjar verklagsreglur sem sömuleiðis eru kynntar á vef BÍ. Til að standast úttekt þarf m.a. að liggja fyrir viðurkennt túnkort af ræktarlandinu. Sauðfjársetrið á Ströndum Íslandsmót í hrútadómum – Málþing um þjóðtrú haldið 7.9.´13 Ráðstefnur um lífræna búskaparhætti og rannsóknir í loðdýrarækt NJF-félagar fá stuðning til þátttöku Út er komin ný nautaskrá, minni að umfangi en áður. Tekin var ákvörðun um að kynna einungis ný reynd naut úr árgangi 2007, en láta kynningu úr fyrri skrá duga fyrir eldri nautin. Nálægt áramótum kemur út önnur nautaskrá og þá veglegri með kynningu á öllum þeim nautum sem þá verða í dreifingu. Í skránni eru upplýsingar um sex naut, þau Sand 07014 frá Skeiðháholti á Skeiðum, Rjóma 07017 frá Heggsstöðum í Andakíl, Dúllara 07024 frá Villingadal í Eyjafjarðarsveit, Húna 07041 frá Syðra-Hóli i Skagabyggð, Topp 07046 frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi og Lög 07047 frá Egilsstöðum á Héraði. Einn þeirra, Lögur 07047 undan Laska 00010 frá Dalbæ I í Hrunamannahreppi er valinn sem nautsfaðir. Aðrir nautsfeður eru Baldi 06010 frá Baldursheimi, Hörgársveit, Kambur 06022 frá Skollagróf, Hrunamannahreppi og Hjarði 06029 frá Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þá er jafnframt í skránni farið yfir þann feril sem gildir um kaup nautastöðvarinnar á kálfum frá bændum og fóðrun þeirra heima á búunum. Einnig eru þar töflur um hæstu gildi kynbótamats hjá nautum fyrir einstaka eiginleika og yfirlit úr kúaskoðun um hæð kvígna undan þessum sex nautum. Á baksíðunni er í lokin saman- dregið yfirlit um kynbótamat allra þeirra reyndu nauta sem nú eru í boði frá stöðinni. Nautaskráin er send öllum kúabændum en hún er líka aðgengileg á PDF á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Til að mæta tjóni vegna kalskemmda fá bændur aukna jarðræktarstyrki í ár. Hér er Magnús Aðalsteinsson hjá GK-verktökum að plægja akur í Garðsvík á Svalbarðsströnd þann 7. maí sl. Eins og sjá má voru fjallshlíðarnar alhvítar. Mynd / MÞÞ „Mér finnst þetta ansi hreint dýr flutningur,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, en hann pantaði pakkdós í drifskaft í Ford Econoline-bifreið sína. Pöntunina gerði hann í gegnum Jeppasmiðjuna Ljónsstöðum við Selfoss, en eigendur hennar pöntuðu pakkdósina frá Bandaríkjunum og fengu senda þaðan. Reikningur frá Jeppasmiðjunni fyrir pakkdósina og sendingu frá Bandaríkjunum og til Selfoss var upp á 1.686 krónur. Frá Ljónsstöðum var pakkdósin send heim til Bergvins að Áshóli í Grýtubakkahreppi og rukkaði Íslandspóstur sem sá um flutninginn 996 krónur fyrir, en pakkinn var 87 grömm að þyngd. Vel í lagt að rukka um þúsund krónur fyrir frá Selfossi og heim til mín, þetta verð slagar upp í heildarverðið á henni frá Bandaríkjunum og hingað til lands,“ segir Bergvin sem þó kvaðst hafa greitt sendingar gjaldið möglunarlaust, enda vanhagaði hann um þetta varastykki í bíl sinn. „Ég spurði ekki einu sinni hvernig verðlagningu er háttað hjá Íslandspósti, líklega hef ég verið ég var alveg orðlaus.“ /MÞÞ Nær þúsund krónur kostar að senda 87 gramma pakka milli landshluta Bergvin Jóhannssyni þótti nokkuð dýrt að greiða nær þúsund krónur fyrir Mynd / MÞÞ Nautaskrá Nautastöð BÍSumar 2013 Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá fyrir lamba- og kindakjöt vegna slátrunar á komandi hausti. Slátrun hefst miðvikudaginn 21. ágúst en samfelld slátrun hefst 10. september. Samkvæmt útreikningum Landssamtaka sauðfjárbænda verður vegið meðalverð SS til bænda í haust rúmar 579 kr./kg fyrir lambakjöt. Það er um 7 prósenta hækkun frá verði ársins 2012, að meðtöldum uppbótargreiðslum sem greiddar voru fyrr á þessu ári. Meðalverð til bænda fyrir lambakjöt á landinu öllu var 543 kr./kg í fyrra og þar af uppbótargreiðslur 15 kr./kg. Landssamtök sauðfjárbænda munu ekki gefa út viðmiðunarverð í ár líkt og tíðkast hefur hin síðari ár. Ástæðan er núverandi markaðsaðstæður, innanlands sem erlendis, segir í bókun stjórnar LS frá síðasta fundi. Áður höfðu Kjötafurðastöð KS og Sláturhús KVH birt verðskrá, eins og greint var frá í síðasta Bændablaði, og er hækkun SS áþekk þeirri sem tilkynnt var um hjá þeim fyrirtækjum Lækkun á verði fyrir fullorðið fé Verð fyrir annað kindakjöt lækkar hjá SS með svipuðum hætti og hjá KKS og SKVH, eða um 30 prósent. Meðalverðið verður samkvæmt sömu forsendu og að ofan um 176 kr./kg en landsmeðaltalið í fyrra var 252 kr./kg. Aðrir á svipuðum slóðum birt verðskrár sínar. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjalla- lambs á Kópaskeri, segir að þar á bæ séu menn ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig verðskrá fyrirtækisins komi til með að líta út en það muni gerast snemma í ágúst. Aðspurður segir Björn Víkingur að ekki sé mikið svigrúm til hækkana úti á markaði en oftar en ekki verið með hærri verðskrá Sala hefur verið eilítið dræmari hjá Fjallalambi frá síðustu sláturtíð en árin á undan. Kemur það ekki síst til vegna minni sölu á erlenda markaði en einnig hefur verið minni sala innan lands. Því munu verða ein- hverjar birgðir eftir hjá fyrirtækinu við upphaf sláturtíðar nú, en stefnt er að því að hún hefjist 11. september næstkomandi. Hjá SAH Afurðum á Blönduósi er stefnt að því að klára vinnu við verðskrá seinnipartinn í næstu viku. Einhver hækkun er í spilunum þar en búið að vinna verðskrá en að sögn Þórðar Pálssonar framkvæmdastjóra má búast við að afurðaverð frá fyrirtækinu verði á svipuðum nótum og það sem kynnt hefur verið. Sig- mundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska segir að unnið sé að verðskrá og hún verði kynnt á næstu dögum. Um verði að ræða svipaðar kynnt. /fr Sláturleyfishafar í startholunum Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppá- komur og viðburðir. Fram undan er stærsti viðburður ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 17. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Þæfð ull frá Siglufirði og hagleiksmaður frá Hólmavík Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi tvær sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Önnur er listsýning á þæfðum myndum eftir listakonuna Margréti Steingrímsdóttir frá Siglufirði og hin er sögusýning sem fjallar um hagleiksmanninn Þorstein Magnússon á Hólmavík. Ný sýning í safninu og málþing Safnið er opið alla daga frá 10- 18 út ágústmánuð og um helgar í septem ber. Í haust er stefnt að frekari viðburðum og fyrirlestrum, m.a. sviðaveislu. Þann 7. septem- ber verður líka opnuð ný sérsýning skriftina Álagablettir. Í tengslum við opnunina verður málþing um þjóðtrú og er dagsetningin 7-9-13 sérstak- lega valin með viðfangsefnið í huga. Hrútaþukl og keppni í sauðfjárdómum vekur alltaf mikla kátínu. Mynd / Sauðfjársetrið

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.