Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 20132 Fréttir Alifugla- og svínarækt skapa um 1.500 störf sem dreifast víða um landið. Þessar tvær greinar standa undir um helmingi framleiðslu þess kjöts sem neytt er í landinu og eru mikilvægur hlekkur, bæði í íslenskum landbúnaði og atvinnu- efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í auglýsingu sem Félag kjúklingabænda og Svínaræktarfélag Íslands sendu frá sér á dögunum en auglýsingin var birt undir yfirskriftinni „Í sannleika sagt um kjúklinga- og svínakjöt.“ Tilefni auglýsingarinnar er umræða síðustu vikna um búgreinarnar tvær en sú umræða hefur ekki síst verið leidd af talsmönnum Samtaka versl- unar og þjónustu (SVÞ). Alifugla- og svínabændur telja umræðuna vill- andi, fullyrðingar misvísandi og oft rangar. Á aðalfundi SVÞ 21. mars síðastliðinn sagði formaðurinn, Margrét Kristmannsdóttir, að alifugla- og svínarækt væri iðnaðarframleiðsla sem ætti lítið skylt við landbúnað. „Við viljum að hætt verði að slá skjaldborg utan um laumufarþega innan bændastéttarinnar s.s alifugla- og svínaræktendur,“ sagði Margrét í ræðu sinni. Þá hvöttu kaupmenn til þess að tollar á innflutt matvæli yrðu afnumdir í því skyni að lækka verðlag. Var það gert með því að bjóða vörur til sölu í Melabúðinni í eina klukkustund á þeim verðum sem kaupmenn töldu að væru raunhæf, væru tollar, innflutningsgjöld og innflutningshöft afnumin. Margrét sagði við það tækifæri að það væri í góðu lagið þó að drægi úr kaupum á íslenskum landbúnaðarafurðum. Tekjumissir ríkissjóðs, væru tollar og vörugjöld afnumin, myndi jafnast út með því að neysla á öðrum varningi sem bæri hærri virðisaukaskatt myndi aukast. Nefndi hún fatnað sérstaklega í þessum efnum. Margrét lagði þó ekki fram útreikninga máli sínu til stuðnings. „Það borgar sig að versla á Íslandi“ Forsvarsmenn alifuglabænda og svínabænda hafa bent á að fyrir síðustu jól hleyptu SVÞ af stokk- unum átaki undir yfirskriftinni „Það borgar sig að versla á Íslandi“. Því skjóti skökku við að samtökin höggvi nú í íslenska alifugla- og svínarækt sem skapi atvinnu, spari gjaldeyri og séu mikilvægur þáttur í þjónustu við íslenska neytendur og verslunina. Neytendur og atvinnulífið séu hluti af sömu keðjunni, eins og kom fram í átaki SVÞ, og þar séu íslenskir bændur og matvælaframleiðendur ekki undanskildir. Félag kjúklingabænda sendi frá sér yfirlýsingu 1. apríl sl. þar sem málflutningur Margrétar og SVÞ var gagnrýndur. Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að gæði íslensks alifugla- og svínakjöts og kröfur um framleiðsluaðferðir í greinunum séu með þeim mestu sem gerast í heiminum. Fjöldi fólks hafi þá atvinnu sína af alifuglarækt og afleiddum störfum. Málflutningur SVÞ sé villandi en ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur þegar talað sé um að lækka megi verð á svínakjöti og kjúklingum með því að gefa innflutning frjálsan. Ummæli framkvæmdastjórans byggja á fordómum Við þessari yfirlýsingu brást Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ í samtali við Morgunblaðið og endurtók að þar á bæ teldu menn kjúklinga- rækt iðnaðarframleiðslu. „Þetta er að mestu leyti innflutt fóður. Við segjum að þetta sé að mestu leyti innflutt vinnuafl sem vinnur við þessar greinar. Það er ekki með nokkru móti hægt að leggja þessa starfsemi að jöfnu við þennan hefðbundna gamla íslenska landbúnað.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar, gagnrýndi orð Andrésar um innflutt vinnuafl harðlega og taldi að hann ætti að biðjast afsökunar á þeim. Ummælin byggðu á alvarlegum fordómum í garð erlends starfsfólks hér á landi. Athyglisvert væri að ummælin kæmu úr þessari átt þar sem verslun og þjónusta hefðu í talsverðum mæli þurft að treysta á innflutt vinnuafl, ekki síður en umræddar búgreinar. Út í bláinn að tala um einungis nokkra tugi starfa Áfram hélt hnútukastið í fjöl- miðlum er Andrés svaraði og sagði Aðalstein taka orð sín úr samhengi. Í það sinn hélt Andrés því einnig fram að aðeins væri um nokkra tugi starfa að ræða í greinunum. Það hafa alifugla- og svínaræktendur nú bent á að sé fjarri sannleikanum. Sveinn Jónsson framkvæmda- stjóri Matfugls, eins af þremur sláturleyfishöfum í alifuglaslátrun á landinu, sagði t.a.m. í samtali við Bændablaðið að aðeins hjá hans fyrirtæki störfuðu um 150 manns við slátrun, úrvinnslu, sölu og dreifingu. Þá væri eftir að telja þá bændur sem ræktuðu kjúklinginn sem slátrað væri hjá fyrirtækinu. Því væri út í bláinn að tala um að einungis nokkrir tugir starfa væru í greinunum. Margir framleiðendur Sveinn benti jafnframt á að það væri ekki rétt sem SVÞ hafi haldið fram, að aðeins tveir framleiðendur stæðu fyrir 95 prósent af alifuglaframleiðslu á landinu. Þrír sláturleyfishafar væru starfandi í greininni, Matfugl, Reykjagarður og Ísfugl. Bak við þá væru bændur víða um land sem ýmist framleiddu fyrir fyrirtækin eða legðu inn hjá þeim sína fugla. „Þetta er eins og að segja að Norðlenska, SS og Kaupfélag Skagfirðinga væru þrír framleið- endur á lambakjöti í landinu. Það dettur hins vegar engum í hug að halda slíku fram,“ sagði Sveinn og bætti því við að málflutningur SVÞ hefði komið illa við starfsfólk Matfugls, því þætti að sér vegið. Svínakjöt og fuglakjöt halda neysluverðsvísitölu niðri Hörður Harðarsson, svína- bóndi í Laxárdal og formaður Svínaræktarfélags Íslands, tekur í sama streng og Sveinn. Á landinu séu ellefu starfandi svínaræktendur sem reki bú á hátt í tuttugu stöðum. Þar sé verið að veita fjölda fólks atvinnu, sem og í slátrun og úrvinnslu en þrír sláturleyfishafar á fjórum stöðum slátra svínum. Hörður bendir jafn- framt á að stór hluti svínafóðurs sé innlent korn. Til að mynda sé allt upp í 80 prósent fóðurs á hans búi íslenskt bygg og íslenskt hveiti. Þá bendir Hörður á að frá því í janúar 2008 hafi vísitala neyslu- verðs hækkað um 45 prósent. Á sama tímabili hafi svínakjöt hækkað um 15 prósent og fuglakjöt um 33 prósent. Hins vegar hafi föt hækkað um 75 prósent og raftæki um tæp 72 prósent. „Ekki eru tollar að þvælast fyrir þar,“ sagði Hörður. /fr Sjúkdómastaða íslenskra búfjár- stofna er í mörgu tilliti einstök og er auðlegð sem ber að verja með öllum tiltækum ráðum. Þá er meiri áhætta á að sýkjast af innfluttum matvælum en inn- lendum matvælum. Þetta kom fram á fjölmennum hádegisfundi Bændasamtaka Íslands 3. apríl sl. um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Á fundinum höfðu fram- sögu þeir Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. Vilhjálmur spurði hvort smitsjúk- dómastöðu íslensks búfjár væri ógnað af innflutningi á hráu kjöti en Karl fjallaði um innflutt matvæli og sýkingarhættu. Vilhjálmur sagði sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna í mörgu tilliti einstaka og auðlegð sem bæri að verja með öllum tiltækum ráðum. Hann benti á að einn þáttur í því að verja þá stöðu væri að sem minnst væri flutt inn af hráum ómeðhöndluðum dýraafurðum sem mögulega gætu borið með sér smit. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, sagði sýkingaráhættu bæði tengda innlendum og innfluttum afurðum en innflutt matvæli valda nú þegar hópsýkingum á Íslandi. Hann sagði líkurnar aukast við aukinn inn- flutning á fersku kjöti og tiltók sér- staklega ýmsar sýklalyfjaónæmar bakteríur sem væru alvarleg ógn við lýðheilsu í heiminum nú um stundir. Megum ekki láta blekkjast af gróðahyggju Augljóst var af viðbrögðum fundar- gesta að erindi þeirra Vilhjálms og Karls sýndu fram á alvarleika máls- ins. Níels S. Olgeirsson formaður Matvís, félags iðnaðarmanna í mat- væla- og veitingagreinum, sagði m.a. í samtali við Bændablaðið að hann teldi ekki stætt á því að krefjast þess að flytja inn hrátt kjöt til landsins í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum. „Ekki bara værum við að setja búfjárstofn- ana í hættu heldur einnig lýðheilsu landsmanna. Við þurfum að fara mjög varlega í þessum efnum og við megum ekki láta þrönga sérhags- munahópa sem hafa skammtíma gróðahyggju að markmiði ráða för.“ Sigurður Sigurðarson, fyrr verandi dýralæknir sauðfjár- og nautgripa- sjúkdóma, sat einnig fundinn, en Sigurður er einna fróðastur Íslendinga um baráttu gegn riðuveiki og öðrum sauðfjár sjúkdómum. „Það er ekki smekklegt að reyna að gera lítið úr hættunni sem stafar af innflutningi á hráum kjöti með því að tala um að það sé annað sem skapi hættu, s.s. komur ferðamanna, eins og einn fundarmanna gerði í umræðunum eftir framsögur,“ sagði Sigurður og vísaði þar til orða Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Sigurður sagði fundinn hafa verið afar gagnlegan og lagði áherslu á að sitt mat væri að berjast yrði gegn innflutningi á hráu kjöti með öllum ráðum. /fr Sjá nánar á bls. 12 Góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna ber að verja með öllum tiltækum ráðum Talsmenn SVÞ segja alifugla- og svínabændur laumufarþega innan bændastéttar og vilja afnema tolla: Villandi umræða um alifugla- og svínarækt – forsvarmenn búgreinanna segja samtökin fara með rangt mál og finnst að starfsfólki sínu vegið Í kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis kemur fram að flokk- urinn vilji lækka tolla og vörugjöld sem muni leiða til lægra vöruverðs og aukinnar samkeppni. Innan landbúnaðargeirans hafa menn sett spurningamerki við þessa stefnu, ekki síst í ljósi málflutnings Samtaka verslunar og þjónustu upp á síðkastið en samtökin vilja að tollar á innflutt matvæli verði felldir niður. Slíkt gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska búvöruframleiðslu. Einar Kristinn Guðfinnsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að ekki sé stefnt að því að lækka tolla á innfluttar búvörur sem séu í samkeppni við inn- lenda framleiðslu. „Ég fullyrði að við munum ekki standa að tollalækkunum sem veikja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Við höfum alltaf fylgt þeirri stefnu að standa vörð um íslenskan landbúnað.“ Einar segir hins vegar að mark- miðið sé að lækka tolla og aðflutn- ingsgjöld á vörum sem keypt eru í miklu mæli erlendis, til að stuðla að því að sú verslun flytjist til landsins. „Augljóst dæmi um þetta væru til dæmis föt. Það er ljóst að ríkið hefur ekki tekjur af slíkri verslun en fengi hins vegar tekjur ef hún flyttist til landsins, byggi hér til veltu og ný störf.“ Það vekur hins vegar athygli að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti eftirfarandi færslu inn á Facebook-síðu sína 30. mars síðastliðinn: „Flott framtak hjá Melabúðinni. Það þarf að taka vöru- gjöld, tolla og skatta til endurskoð- unar og lækka.“ Með færslunni birti Bjarni frétt um að Melabúðinn hygðist bjóða matvörur á stórlækkuðu verði sem kaupmenn töldu að mætti ná með því að fella niður tolla og vöru- gjöld. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu fréttarinnar. /fr Frambjóðendur í ræðuþjálfun Frambjóðendur í Norðvestur- kjördæmi verða vel undirbúnir undir setu á næsta þingi svo framarlega að þeir njóti trausts kjósenda tilað komaast þar inn fyrir dyr. Alþjóðlegu samtökunum POWERtalk hafa nefnilega sent þeim boð á ræðunámskeið sem haldið verður á Patreksfirði um næstu helgi. ,,Okkur langar með þessu móti að leggja okkur að mörkum til frambjóðenda og vinna saman að betri vinnubrögðum á Alþingi,“ segir Þórunn Pálmadóttir, landsforseti POWERtalk á Íslandi. Frá hádegisfundi Bændasamtaka Íslands þann 3. apríl síðastliðinn um þá Mynd / HKr. Ný Valtra N103 Fyrir áramót kynnti Valtra glænýja gerð af hinni vinsælu N línu sem fengið hefur tegundarheitið N103 og er 111 hestöfl að því er segir í fréttatil- kynningu frá Jötunn Vélum. Meðal spennandi nýjunga í þessari vél má helst nefna glænýja þriggja strokka Valtra-dísilvél með fjórum ventlum á strokk og Common rail-eldsneytiskerfi sem gerir mót- orinn samtímis mjög öflugan og sparneytin. Síðan má nefna glænýja hönnun á húddi vélarinnar sem nú er niðursveigt fram sem eykur útsýni stjórnandans til muna, sem skiptir miklu við vinnu með ámoksturs- tækjum. Fyrstu vélarnar af þessari gerð eru væntanlegar til landsins í lok maí og verð þeirra er frá kr. 9.250.000 + vsk. Sjálfstæðisflokkurinn: Vill tollalækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.