Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 20138
Fréttir
Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda haldinn í Hlíðarbæ:
Ef við berum gæfu til að mjaka hlutum til
betri vegar er ástæða til bjartsýni
– segir Trausti Þórisson, formaður félagsins
„Það er í raun margt sem brennur
á nautgriparæktinni. Sumt þokast
í rétta átt en annað ekki. Oft finnst
manni að góðir hlutir gerist of hægt
en ef við berum gæfu til að mjaka
hlutum til betri vegar er ástæða
til bjartsýni – enda nauðsynlegt
að hafa hana að leiðarljósi,“
sagði Trausti Þórisson bóndi á
Hofsá, formaður Félags eyfirskra
kúabænda, á aðalfundi félagsins
sem haldinn var í Hlíðarbæ.
Náttúruöflin minna
reglulega á sig
Trausti kom víða við í skýrslu sinni,
en í upphafi ræddi hann náttúruöflin
og hvernig þau með reglulegu millibili
minna rækilega á sig með tilheyrandi
skakkaföllum í búskapnum.
„Vel og snemma voraði árið 2012
og litu tún vel út og sáning var með
fyrra fallinu. Miklir og langvinnir
þurrkar herjuðu síðan á tún og akra
víða hér norðanlands og var uppskera
með minna móti þar sem jarðvegur er
þunnur. Þar að auki setti hausthret strik
í reikninginn þar sem bændur misstu
bæði fé og stórgripi. Fyrir vikið var
búfé víða komið fyrr á fulla gjöf og
bætti það ekki ástandið,“ sagði Trausti.
Til að bæta gráu ofan á svart eru
miklar líkur á kali
Hann nefndi að Bjargráðasjóður
hefði að vissu marki bætt mönnum
tjónið en eftir sæti að margir væru
tæpir með hey og hefðu þurft að
kaupa hey, mikið til af Vestur- og
Suðurlandi. Ekki væri á þessari
stundu vitað að hve miklu leyti bætur
fengjust úr Bjargráðasjóði, sem ekki
væri burðugur um þessar mundir.
Því betur hefði aukafjárveiting úr
ríkissjóði uppá 140 milljónir komið
svo hægt væri að bæta bændum
norðanlands tjón sem skapaðist af
hausthretinu. „Til að bæta gráu ofan
á svart eru líkur á kali miklar þar sem
svell hafa víða legið. Snjóalög út með
firði eru mikil og gæti rotkal orðið
þar sem harðfenni liggur á þíðri jörð.
Allt á þetta eftir að koma í ljós og
verðum við að vona að vel vori og
komandi sumar verði gott. Við eigum
það alveg inni hjá máttarvöldunum,“
sagði Trausti.
Ferðamenn eiga stóran þátt í
söluaukningu
Trausti fór yfir mjólkurframleiðslu
liðins ár sem var með ágætum miðað
við árin á undan og nam heildar-
innvigtun 125 milljónum lítra.
Innvigtun hjá MS Akureyri síðustu
12 mánuði var rúmir 38 milljónir
lítra, sem er aukning upp á 0,88 %
frá árinu á undan. Sala jókst í öllum
flokkum nema drykkjarmjólk og
sagði Trausti að vel horfði með
sölu á þessu ári, sérstaklega væri
áberandi hve mikið sala hefði
aukist á fitugrunni og líkur væru á
að jöfnuður myndi nást á árinu milli
sölu á fitu og próteini.
„Aukinn straumur ferðamanna
til landsins á stóran hlut að máli
í söluaukningunni og eru uppi
hugmyndir um að kynna íslenskar
mjólkurvörur sérstaklega fyrir
erlendum ferðamönnum sem hingað
koma,“ sagði Trausti.
Minni ásetningur nautkálfa getur
skapað skort eftir tvö ár
Framleiðsla og sala á nautakjöti
jókst töluvert á síðastliðinu ári,
verð til framleiðenda hækkaði ögn,
en Trausti sagði ástæðu til að hafa
áhyggjur af því að dregið hefði úr
ásetningi nautkálfa, sem myndi að
öllu óbreyttu leiða af sér skort á kjöti
innan tveggja ára. Við því þyrfti
endilega að bregðast en menn hefðu
gert sér vonir um að nefnd skipuð af
ráðherra árið 2011 til að skila tillögum
um innflutning á nýju erfðaefni til að
efla holdanautastofninn myndi skila
árangri.
Engar tillögur, bara vangaveltur
„Þess er skemmst að minnast að það
tók starfshópinn 16 mánuði að skila af
sér og var þar engar tillögur að finna
heldur einungis vangaveltur um stöðu
holdanautakynjanna í landinu. Þó
komst hópurinn að þeirri niðurstöðu
að skyldleikaræktun væri ógn við
áframhaldandi ræktun, enda erfða-
efnið sem okkur stendur til boða komið
nálægt tvítugu. Má með sanni segja
að þessi vinna hafi verið til einskis og
stendur nú fyrir dyrum að koma á fót
nýjum starfshópi með aðkomu LK,
BÍ, Landssambandi sláturleyfishafa
og Matvælastofnunar,“ sagði Trausti.
Hlutverk starfshópsins væri að
rýna nýframkomna skýrslu um
nautakjötsframleiðsluna, móta tillögur
um hvernig standa skuli að innflutningi
á erfðaefni til eflingar holdanauta-
stofnsins í landinu, leggja drög að
kynbótaskipulagi svo innflutningur
erfðaefnisins komi að tilætluðum
notum, koma með tillögur að breyttu
og bættu kjötmati (EUROP-kerfis)
og móta tillögur um hvernig stuðla
mætti að aukinni fagmennsku við
framleiðslu á nautakjöti. Hópnum
er ætlað að hraða störfum sínum og
skila af sér skýrslu eigi síðar en 1.
júní næstkomandi.
Getum staðið okkur betur
„Það ætti að vera öllum ljóst að
við getum staðið okkur betur í
framleiðslu á nautakjöti. Víðast hvar
er þessi framleiðsla afgangsstærð
en reynsla og árangur þeirra sem
best standa sig sýnir að bætt fóðrun
frá fæðingu til slátrunar skilar sér
margfalt til bóndans. Gæði gróffóðurs
skipta verulega miklu máli og þótt
kjarnfóður sé dýrt skilar það sér
til baka. Það sem okkur vantar er
ráðgjöf og öflugar rannsóknir sem
taka mið af aðbúnaði, mismunandi
kjarnfóðurgjöf (eða korngjöf) á
vaxtarhraða og fóðrun á mismunandi
orkuríku gróffóðri. Það breytir þó
ekki því að við verðum hreinlega
að fá nýtt erfðaefni,“ sagði Trausti.
/MÞÞ
Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur
ráðið Jóhönnu E. Pálmadóttur í
50% starf í þrjá mánuði vegna
uppbyggingar á listamiðstöð fyrir
textíllistamenn í Kvennaskólanum
á Blönduósi. Listamiðstöðin verð-
ur markaðssett og auglýst bæði
innanlands og utan og mun undir-
búningi verða lokið fyrir sumarið.
Sagt er frá þessu á vef
Þekkingarsetursins. Þar kemur fram
að í nokkur ár hafi verið starfandi
vísir að listamiðstöð á textílsviði
á Blönduósi á vegum Textílseturs
Íslands. Verkefnið hafi þó aldrei
komist mikið lengra en á byrjunar-
reit. Þekkingarsetrið hafi ákveðið
að taka þátt í frekari uppbyggingu
verkefnisins þess vegna að hlutverk
Þekkingarsetursins samkvæmt sam-
þykktum sé m.a. að hafa frumkvæði
að rannsókna- og þjónustuverkefnum
á sérsviðum setursins sem eru textíll,
strandmenning og laxfiskar.
Á vefnum segir að markmiðið með
ráðningu Jóhönnu E. Pálmadóttur
sé að gera textíllistina sýnilegri
með uppbygginu lista miðstöðvar í
textíl og efla samstarf viðkomandi
stofnana á svæðinu.
Listamiðstöð fyrir textíllistamenn í Kvennaskólanum:
Ráðið í stöðu sérfræðings
Sunnlenski sveitadagurinn
haldinn í fimmta sinn
Sunnlenski sveitadagurinn verður
haldinn á Selfossi í fimmta sinn
þann 4. maí næstkomandi. Hefur
þessi hátíð fest sig í sessi sem einn
stærsti viðburður á Suðurlandi.
Jötunn Vélar og Vélaverkstæði
Þóris standa saman að deginum, en
hann verður nú haldin í fimmta sinn.
Sunnlenski sveitadagurinn er óður
til landbúnaðarins og er haldinn á
athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja
við Austurveginn á Selfossi.
Á Sunnlenska sveitadeginum,
sem í ár ber upp á laugardaginn 4.
maí, gefst sunnlenskum fyrirtækjum
tækifæri til að kynna fyrir gestum
eigin framleiðslu og þjónustu en
rúmlega tíu þúsund manns hafa sótt
sýninguna á undanförnum árum
enda er eftir mörgu að slæðast. Á
dögunum var Auður I. Ottesen,
ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið
og garðurinn, ráðin sýningarstjóri
sýningarinnar.
Leita allra leiða til að viðhalda góðri
ímynd íslenskrar nautgriparæktar
Á aðalfundinum voru samþykktar
nokkrar tillögur sem allar voru
samþykktar samhljóða. Í þeirri
fyrstu segir að aðalfundurinn leggist
eindregið gegn öllum hugmyndum
um að selja hluta Landsvirkjunar
til lífeyrissjóða.
Í greinargerð með þeirri tillögu segir
að ljóst sé að lífeyrissjóðir muni gera
meiri arðsemiskröfur en nú verandi
eigandi „sem þýðir einfaldlega að
raforkuverð mun hækka.“ Slíkt sé
ekki viðunandi og telur fundurinn
eðlilegt að renta af fallorkuauðlind
þjóðarinnar renni milliliðalaust til
kaupenda, þ.e. fólksins í landinu, í
formi lægra raforkuverðs.
Umræður, fræðsla og áróður besta
forvörnin
Þá beinir aðalfundurinn því til
stjórnar LK að komið verði á fót
hugmyndabanka um lokaverkefni
frá Landbúnaðarháskóla Íslands
sem styrkhæf séu frá Fagráði
í nautgriparækt. Eins hvetur
aðalfundurinn stjórn LK til að leita
allra leiða til að viðhalda góðri ímynd
íslenskrar nautgriparæktar í hugum
neytenda. „Skammt er síðan tvö
bú misstu mjólkursöluleyfi vegna
ítrekaðra brota á Reglugerð um aðbúnað
nautgripa. Augljóst er að öll umræða
er varðar slæma umhirðu húsdýra á
lögbýlum skaðar gott orðspor sem
fer af íslenskum nautgripaafurðum.
Umræður, fræðsla og áróður eru besta
forvörnin og ættu Leiðbeiningar um
góða framleiðsluhætti í nautgriparækt,
sem eru nú í vinnslu, að geta nýst til
góðra hluta,“ segir í greinargerð með
þeirri tillögu.
Loks var samþykkt tillaga þar sem
aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda
krefst þess að stjórn LK þrýsti á að
fá leiðréttingu á mjólkurverði til
framleiðenda sem fyrst. Þá ítrekar
fundurinn nauðsyn þess að skilaverð
á nautakjöti hækki frá því sem nú er.
Vill meiri samvinnu
Í umræðum undir liðnum önnur mál
lagði Þórður Þórðarson til að samin
yrði tillaga um verðlagsmálin og
vildi að meiri samvinna væri með
félögum kúabænda á Norðurlandi.
Sigurgeir Hreinsson ræddi um BSE
og framtíðarhorfur þess. Trausti ræddi
hugmyndir um að sameina alla sæð-
ingarstarfsemi á landinu. Taldi hann
nauðsynlegt að leita allra leiða til að
hagræða á þeim svæðum þar sem starf-
semin er dýrust áður en farið væri í
allsherjarsameiningu – svo menn vissu
frekar um hvað væri að ræða. Einnig
minntist hann á tryggingamál gagnvart
gripatjónum og vonaðist til að þau mál
yrðu í höfn á þessu ári því bætur frá
Bjargráðasjóði væru oft litlar. /MÞÞ
– Meira á bls. 31
Jóhanna E. Pálmadóttir hefur verið
ráðin til að byggja upp listamiðstöð
fyrir textíllistamenn í Kvenna-
skólanum á Blönduósi.
Guðbrandur Björnsson Smáhömrum, formaður Félags sauðfjárbænda í
Strandasýslu, færir Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra,
þakkarviðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu bænda.
Félag sauðfjárbænda í Stranda-
sýslu veitti á dögunum Jóni Bjarna-
syni, fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra, þakkarviðurkenningu
fyrir vel unnin störf í þágu bænda.
Guðbrandur Björnsson Smá-
hömrum, formaður Félags sauðfjár-
bænda í Strandasýslu, veitti Jóni
viðurkenninguna á aðalfundi
sauðfjárbænda í Bændahöllinni þann
5. apríl. Á viðurkenningarskjalinu
stendur:
„Jón Bjarnason alþingismaður.
Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í
Strandasýslu, haldinn í Sævangi 10.
mars 2013, færir þér bestu þakkir
fyrir vel unnin störf í þágu bænda og
auðsýnda staðfestu þína gegn aðild
að Evrópusambandinu.“
/HLJ
Veittu Jóni Bjarnasyni
þakkarviðurkenningu
Trausti Þórisson bóndi á Hofsá,
Þórir L. Þórarinsson hjá Vélaþjónustu Þóris, Auður I. Ottesen, sýningarstjóri
Sunnlenska sveitadagsins, Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn
Véla, og Össur Björnsson hjá Jötunn Vélum á fyrsta fundi sýningarstjórnar.