Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 10

Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 201310 Fréttir Bændasamtökin stóðu fyrir fróðlegu málþingi á Hótel Sögu þann 3. apríl sl. um efnið Hvaða áhætta felst í innflutningi á hráu kjöti? Sigurgeir Sindri, hinn nýi formaður BÍ, setti málþingið með ávarpi. Hér skal honum þakkað sérstaklega fyrir að halda slíkt málþing, það er fræðsla og umræða sem eflir skilninginn á að hér er dauðans alvara á ferð, hvort sem það er innflutningur á hráu kjöti eða innflutningur á lifandi dýrum. Enda stóð ekki á aðsókninni, en um eitt hundrað og tuttugu manns mættu og hlýddu á hin góðu erindi sem framsögumennirnir fluttu. Fróðlegt var að sjá fólkið sem mætti. Þar voru á meðal annarra hörðustu talsmenn hins frjálsa inn- flutnings og að Ísland felli einhliða niður tolla á landbúnaðarvörum. Þessir talsmenn hlustuðu en höfðu sig ekki í frammi í fyrirspurnum eða ræðuhöldum. Einstök staða Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum sagði sjúkdómastöðu íslenska búfjárstofna í mörgu tilliti einstaka og auðlegð sem bæri að verja með öllum tiltækum ráðum. Það kom fram að staða hænsnfugla og svína væri alls ekki undanskilin, hún væri einstök. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landsspítalans, flutti ekki síður magnað erindi. Hann sagði líkurnar aukast á sjúkdómum við aukinn innflutning á fersku kjöti og tiltók sérstaklega ýmsar sýklaónæmar bakteríur sem væru ein mesta ógnin nú um stundir. Það er full ástæða til að hefja mikla umræðu um þær einstöku aðstæður sem íslenskur landbúnaður býr við í heilbrigði bústofnanna. Og ekki síður í hinni ómenguðu jörð þar sem eiturefni eru ekki notuð í matvælaræktinni. Við skulum öll taka málið til umræðu í okkar fjölskyldu og vinahópum, þetta er alvörumál og auðlind sem við viljum ekki fórna fyrir einhverja skyndiákvörðun sem opnar leiðir fyrir lífshættulega sjúkdóma sem raska lífsöryggi manna og dýra. „Er sjálfstæði Íslands til sölu?“ Ung kona vakti athygli mína á mál- þinginu og nokkrum dögum síðar skrifaði hún grein í Laugardagsblað Morgunblaðsins undir þessari fyrirsögn. Hún heitir Ragnhildur Þóra Káradóttir og er lektor í taugavísindum við Háskólann í Cambridge í Bretlandi. Hún hefur grein sína með eftirfarandi orðum: „Búandi erlendis er stundum skrítið að hlusta á þjóðfélags- umræðuna á Íslandi þegar maður kemur heim. Laugardaginn fyrir páska var mér brugðið að heyra í fréttum viðtal við formann Samtaka verslunar og þjónustu að það sé betra að fella niður innflutningsgjöld til að lækka skuldir heimilinna heldur en að ganga að rót vandans, sem er í fjármálakerfinu sjálfu.“ Síðan leggst hún í rannsóknarvinnu á því hvað hefðbundinn páskamatur kosti í þremur löndum. Á Íslandi, Englandi og Ítalíu. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að páskamaturinn sé ódýrastur á Íslandi, hann sé 59% dýrari á Englandi og 27% dýrari á Ítalíu en á Íslandi. Síðan segir hún í greininni: „Ég spyr, hverjar eru langtíma- afleiðingar þess að fella niður innflutningsgjöld og tolla? Eflaust verða afleiðingarnar þær að landbúnaður á Íslandi leggist af og við verðum ekki lengur sjálfbjarga þjóð að fæða okkur sjálf.“ Lokaorð hennar eru þessi: „Seljum ekki matvælaöryggið frá okkur, verðum ekki þrælar erlendra markaðsafla, höldum sjálfstæði okkar.“ Ekki verður þessi kona sökuð um að vera ekki skólagenginn eins og nú ber á í umræðunni hjá ESB- sinnunum og Samfylkingunni þegar skoðanakannanir sýna andstöðu við þá og þeirra sjónarmið. Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Seljum ekki matvælaöryggið Snemmborið hjá 75 ára fjárbónda og kennslukonu í Flóanum Ærin Grána, sem er 7 vetra, kom eiganda sínum, Sigrúnu Ingibjörgu Þorgeirsdóttur (alltaf kölluð Stella) og snúningsstrák hennar, Guðjóni Gestssyni, heldur á óvart þegar hún bar þremur lömbum fyrir páska á bænum Hæringsstöðum í Flóahreppi. Á bænum eru 54 ær og sex gemlingar, auk hrossa. Auk þess að stunda búskap er Stella kennari í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, en þar hefur hún kennt í fimmtíu ár og er ekkert á þeim buxunum að hætta. „Þeir vilja ekki losna við mig, ætla að leyfa mér að kenna eitthvað áfram, en ég kenni íslensku og stærðfræði á unglingastiginu,“ sagði Stella, sem er 75 ára. Snúningsstrákurinn hennar er hins vegar fjórum árum eldri en hún því hann fagnar 80 ára afmæli á næsta ári. /MHH Könnun á heilsufari sauðfjár - í Kjósarhreppi, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð Í lok febrúar fengu þeir sauðfjár- bændur sem eru með tíu kindur eða fleiri í Borgarbyggð, Hvalfjarðar sveit og Kjósarhreppi senda póstkönnun þar sem m.a. var spurt um heilsufar sauðfjár á viðkomandi bæ. Rannsóknin er lokaverkefni í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og er markmiðið að meta hvort tölfræðilega marktækur munur sé á heilsufari sauðfjár á milli þessara svæða. Könnunin var send á 222 bæi og þegar þetta er skrifað í byrjun apríl hafa borist svör frá 121 aðila. Svarhlutfallið er því um 55%. Þeim sem sáu sér fært að svara könnuninni eru færðar bestu þakkir fyrir. Hver þátttakandi fékk happdrættisnúmer og við skil á könnuninni var númerið sett í pott sem nú hefur verið dregið úr. Vinningshafi er Sigurgeir Þórðarson, Hvalfjarðarsveit, og hlýtur hann 10.000 króna gjafabréf í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Gjafabréfið fær Sigurgeir sent á næstu dögum. Unnið verður úr gögnum á næstu mánuðum og verða niðurstöður kynntar í Bændablaðinu þegar rannsókninni er lokið. Telji einhver sig falla undir þann hóp sem hefði átt að fá spurningalistann en fékk hann af einhverjum ástæðum ekki má sá hinn sami gjarnan hafa samband og fá könnunina senda. Ef einhver lumar á svörum sem ekki hefur komist í verk að setja í póst eru einnig öll svör enn vel þegin. Því hærra sem svarhlutfallið er, þeim mun áreiðanlegri verða niðurstöður. Gyða S. Björnsdóttir meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands Að frumkvæði stjórnar BÍ hefur verið myndaður starfshópur til að endurskoða og móta tillögur um skynsamleg framtíðarverkefni búnaðarsambandanna og BÍ, í kjölfar þess að ráðgjafarþjónustan er komin í sérstakt rekstrarfélag. Starfshópinn skipa eftirtalin: Karl Kristjánsson, Búnaðar- sambandi Vestfjarða (BSV) Gunnar Brynjarsson, Búnaðar- sambandi S-Þingeyinga (BSÞ). Eiríkur Egilsson, Búnaðar- sambandi A-Skaftfellinga (BASK). Gunnar Eiríksson, Búnaðar- sambandi Suðurlands (BSSL). Gunnhildur Gylfadóttir, Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar (BSE). Einar Ófeigur Björnsson, Búnaðarsambandi N-Þingeyinga (BSNÞ). Helga Guðmundsdóttir, Búnaðarsambandi Austurlands (BSA). Guðmundur Davíðsson, Búnaðarsambandi Kjalarnesþings (BSK). Guðmundur Sigurðsson, Búnaðarsamtökum Vesturlands (BV). Guðrún Lárusdóttir, Búnaðar- sambandi Skagfirðinga (BSS. Jón Gíslason, Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda (BSHS), og tveir fulltrúar frá BÍ, þeir Sveinn Ingvarsson og Gunnar Guðmundsson. Starfshópurinn hefur nú þegar haldið einn fund. Honum er ætlað að skila niðurstöðu eða tillögum fyrir Búnaðarþing 2014. Hlutverk starfshópsins er m.a. að greina lögbundin hlutverk, hvaða verkefnum sé æskilegt að þessir aðilar sinni, hvert út af fyrir sig, sameiginlega eða í samvinnu, hvert þeirra hlutverk eigi að vera í félagsstarfsemi bænda á hverju svæði og ekki síður að skoða hvaða brýnu nýju viðfangsefnum sem tengjast hagsmunum bænda þau geti eða eigi að sinna. Starfshópur endurskoðar framtíðarverkefni búnaðarsambandanna og BÍ Stella og Guðjón með þrílembingana á Hæringsstöðum í Flóa. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.