Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 201312
Fréttir
Á háskólaárum mínum vann
ég með námi í hverfisverslun í
Vesturbæ Reykjavíkur. Mikið og
gott kjöt- og fiskborð var flaggskip
þessarar verslunar. Þangað
streymdi fólk í stríðum straumum,
ekki bara úr Vesturbænum heldur
miklu víðar að, til að kaupa hinar
ýmsu kjötvörur eða fiskmeti.
Verslunin hafði á sér orð fyrir gott
vöruúrval og gæðavörur. Ekki
síst átti það við um þær íslensku
landbúnaðar vörur sem þar voru
í boði.
Ég var á þessum árum svo
einfaldur að ég taldi fullvíst að allir
íbúar Reykjavíkur sem komnir væru
yfir miðjan aldur væru annaðhvort
úr sveit eða hefðu í það minnsta
dvalið langdvölum í sveit á yngri
árum. Þess vegna undraðist ég
stundum þekkingarleysi fullorðinna
húsmæðra sem komu og spurðu um
hina aðskiljanlegustu hluti varðandi
matseld og hráefni. Ég skildi alls
ekki að fólk þyrfti að spyrja að því
hvernig ætti að matreiða súpukjöt,
jafnvel sama fólkið aftur og aftur.
Hins vegar kom sama fólkið einmitt
aftur og aftur og bað um hið sama,
íslenskt súpukjöt.
Og þannig var þetta. Vissulega
var stundum kengúrukjöt eða sniglar
í frystinum og vissulega vöktu
slíkir „exótískir“ réttir athygli og
áhuga. En langsamlega stærstur
hluti viðskiptavina vildi sem sagt
íslenskar landbúnaðarvörur. Ég seldi
þúsundir lambalæra, hryggja og
kóteletta á þeim árum sem ég vann
þarna. Ég seldi nautalundir í kílóavís
og aðra vöðva sömuleiðis. Og ekki
voru þær fáar svínahnakkasneiðarnar
og svínakóteletturnar sem ég seldi
á grill Reykvíkinga á sumrin.
Á hverjum einasta degi sauð ég
slátur og svið í miklu magni og
seldi heitt. Ég grillaði tugi, ef
ekki hundruð, kjúklinga á degi
hverjum sem fólk greip svo með
sér til að létta sér eldamennskuna á
kvöldin. Og allt voru þetta íslenskar
landbúnaðaafurðir.
Þó að ég hafi selt helling af dýru
kjöti úr þessu kjötborði kom það
mér spánskt fyrir sjónir á dögunum
þegar fulltrúar Samtaka verslunar og
þjónustu blésu í herlúðra á dögunum
í þessari sömu verslun og töldu
það helsta hagsmunamál neytenda
að þeir gætu nú keypt innfluttar
nautalundir, innflutta parmaskinku,
innfluttar kjúklingabringur og
innfluttan geitaost án tolla og
aðflutningsgjalda. Já, það mun
lækka matarreikning heimilanna!
Eða er það ekki?
Tilfellið er nú reyndar að meðan
ég vann í þessari tilteknu verslun var
stærsti hluti þess sem viðskiptavinir
keyptu úr kjötborðinu hjá mér ekki
nautalundir eða önnur dýr vara. Ég
seldi hins vegar drjúgt af kjötfarsi,
ýsu í raspi, slátri og gúllasi. Mat
sem í margra huga myndi kallast
hversdagsmatur. Þess vegna
þykir mér það stórmerkilegt að
verslunarmenn vilji nú ráðast að
bændum og saka þá um að standa
gegn hagsmunum heimilanna.
Ganga jafnvel svo langt að
segja að ákveðnar búgreinar séu
laumufarþegar í landbúnaðarkerfinu
og segjast ekki munu gráta það ef
þær yrðu ei meir. Sömu búgreinar og
þjónusta verslunina með vörur sem
viðskiptavinir síðan kaupa í miklu
mæli. Sumir myndi kalla það, tja,
ósvífni.
Það má vel vera að forsvarmenn
verslunar og þjónustu í landinu hafi
efni á því að gúffa í sig nauta lundir,
fylltar með geitaosti og innvafðar
í parmaskinku, á venjulegu
þriðjudagskvöldi. Við hin látum
okkur yfirleitt nægja soðna ýsu eða
kjötbollur. Úr íslensku hráefni. /fr
STEKKUR
Sjúkdómastaða íslenskra
búfjárstofna er í mörgu tilliti
einstök og er auðlegð sem ber að
verja með öllum tiltækum ráðum
að mati Vilhjálms Svanssonar,
dýralæknis við Tilraunastöð
Háskóla Íslands á Keldum. Einn
þáttur í því er að flytja sem allra
minnst af hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum til landsins.
Þetta kom fram á hádegisfundi
Bændasamtakanna um áhættuna
af innflutningi á hráu kjöti.
Vegna landfræði legrar
einangrunar Íslands eru húsdýr
hérlendis að mestu laus við mörg þau
smitefni sem landlæg eru í húsdýrum
erlendis, þ.á m í Evrópusambandinu.
Sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna
er afar óvenjuleg miðað við það sem
þekkist erlendis. Mikill fjöldi af
smitefnum, þekktum og óþekktum,
getur valdið faraldri í búfé hér á landi.
Hér hafa einstaklingar innan stofnana
enga ónæmisreynslu og dýrastofnar
eru í miklu samneyti hér á landi.
Vilhjálmur benti á að þegar
einangrun dýrastofna væri rofin gæti
það haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér. Nærtækt væri að benda á
landafundina miklu, þegar Spánverjar
fundu Ameríku. „Þá rufu þeir
12.000 ára einangrun frumbyggja
Ameríku. Á minna en 100 árum
fækkaði frumbyggjum stórlega,
eða um 80 til 100 prósent, allt eftir
svæðum. Höfuðástæðan var ekki
hernaðarmáttur Spánverja heldur
sjúkdómar sem þeir báru með sér.“
Reynslan af innflutningi
hörmuleg
Sáralítið hefur verið flutt inn af
lifandi dýrum frá landnámi og er
allur innflutningur bannaður nema
með leyfum yfirvalda og þá er skylt
að setja dýr í sóttkví. Nokkuð hefur
verið flutt inn af sauðfé á síðari
öldum. „Reynslan af því hefur
náttúrlega verið hörmuleg. Í flestum
tilfellum fylgdu þessum innflutningi
smitsjúkdómar sem ollu miklum
búsifjum,“ sagði Vilhjálmur. Árið
1762 kom upp fjárkláði sem orsakaði
að fella þurfti um 80 prósent af
stofninum áður en kláðanum var
útrýmt. Seinni fjárkláðinn hafði í
för með sér að skera þurfti 100.000
fjár. Síðar var tekið til við að baða fé
og tók 150 ár að losna við óværuna.
Sauðfjárriða barst með innflutningi
frá Danmörku árið 1878 og hefur
kostað gríðarlega fjármuni og baráttu
að berjast gegn henni. Árið 1933
bárust síðan mæðiveiki og garnaveiki
til landsins með 20 karakúlkindum
frá Þýskalandi. Talið er að 150.000
fjár hafi drepist og um 600.000 fjár
voru fellt til að útrýma mæðiveikinni
á árunum 1944 til 1965 en þá tókst
loks að útrýma henni.
Nýtt smitefni berst til landsins
einkum með fernum hætti. Í fyrsta
lagi með innflutningi lifandi dýra og
erfðaefnis þeirra. Í annan stað getur
smitefni borist með fóðri. Í þriðja lagi
geta smitefni borist með ferðum fólks
og innflutningi á aðgreinanlegum
hlutum, svo sem fatnaði eða notuðum
reiðtygjum. Talið er að hitasótt í
hrossum árið 1998 hafi t.a.m. borist
til landsins með þeim hætti. Í fjórða
lagi getur smitefni borist til landsins
með afurðum dýra og um það eru
þekkt þrjú staðfest dæmi hér á landi.
Mörg dæmi eru þekkt erlendis
um að smit hafi komist í búfé með
matvælum. Gin- og klaufaveiki er
sú pest sem menn óttast hvað mest,
veiran er mjög smitandi og getur sýkt
fjölda gripa, hún er mjög harðgerð,
getur borist með dýrum sem engin
einkenni sýna og getur lifað lengi
í matvælum. Í Bretlandi kom upp
faraldur árið 2001 þar sem svín
voru fóðruð með matarafgöngum af
veitingahúsi. Afleiðingin varð sú að
á bilinu sex til tíu milljónum svína
var slátrað og nam kostnaðurinn við
aðgerðirnar um 1.700 milljörðum
króna.
Þrjú þekkt tilvik smits með
dýraafurðum
Þrjú tilvik eru þekkt um smitsjúkdóma
í íslensku búfé sem eru tilkomnir
vegna innflutnings á dýraafurðum.
Miltisbrandur barst hingað með
ósútuðum nautahúðum frá Afríku og
varð fyrst vart árið 1865. Nokkuð
mörg tilfellu komu fram í mönnum
og dýrum.
Svínapest barst þá til landsins
á hernámsárunum en hún kom
með innfluttu svínakjöti frá
Bandaríkjunum árið 1942. Hún barst
síðan á 10 bú í nágrenni Reykjavíkur.
Blöðruþot, sjúkdómur sem líkist
mjög gin- og klaufaveiki, kom
upp hér á landi árið 1953 á stóru
svínabúi en sjúkdómurinn barst með
ómeðhöndluðum matarúrgangi frá
herstöðinni á Miðnesheiði.
En hverjar eru líkurnar á að
smitsjúkdómar berist með matvælum
í dýr hérlendis? Vilhjálmur segir
litlar líkur til að þeir berist inn á
stærri svínabú eða alifuglabú með
innfluttum matvælum. Það sé vegna
þess að óheimilt sé að matarúrgangur
sé notaður til að fóðra skepnur á
þessum búum. Hins vegar aukist
hættan verulega ef útivist svína aukist
frá því sem nú er en neytendur hafa
í auknu mæli kallað eftir afurðum
af slíkum dýrum. Hvað varðar dýr
sem ganga utandyra þá eru þau
berskjaldaðri fyrir smiti komist þau
í matarúrgang sem skilin er eftir á
víðavangi. Einnig má ímynda sér að
smit úr nagdýrum, músum og rottum
sem komist hafa í matarúrgang, geti
borist í þessar skepnur. Þá geta
menn smitað dýr, hafi þeir neytt
matvæla sem í eru smitefni. Búfé
tómstundabænda getur verið útsett
fyrir smiti, t.a.m. heimilishænur sem
fóðraðar eru með matarafgöngum
og sauðfé og hross sem fá afganga
af bakarísmat sem gæti innihaldið
kjöt eða ostmeti. Þá gætu gæludýr
sem fóðruð eru með hráu eða lítt
meðhöndluðu kjöti smitast og að
síðustu gætu villt dýr smitast komist
þau í matarúrgang.
Aukinn innflutningur, aukin
hætta
Eigi að flytja matvæli hingað til lands
þarf eftirlit og sjúkdómsvöktun þeirra
landa sem flutt er inn frá að vera virkt
og áreiðanlegt. Sé öllum reglum fylgt
ættu líkur á að smitefni berist hingað
til lands að vera litlar. Hins vegar er
ljóst að verði innflutningur aukinn þá
aukast líkurnar. Rétt er þó að benda
á að aldrei verður hægt að útiloka að
smit berist til landsins fyrir slysni,
gáleysi eða vegna þess að hingað til
lands verði matvælum smyglað.
/fr
Hversdagsmatur
kaupmannsins
Hádegisfundur Bændasamtakanna um áhættuna af innflutningi á hráu kjöti vakti mikla athygli:
Alvarlegar afleiðingar verði einangrun
íslenskra búfjárstofna rofin
Meiri hætta á sýkingum með innfluttum matvælum
Það er meiri hætta á að sýkjast
af innfluttum matvælum en
innlendum matvælum, sagði
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir
Sýklafræðideildar Landspítalans,
á hádegisfundi Bændasamtakanna
um þá áhættu sem felst í því að
flytja inn hrátt kjöt til landsins.
Líkurnar á sýkingum myndu
aukast með auknum innflutningi á
fersku kjöti og sérstakt áhyggjuefni
er að hingað til lands gætu borist
sýklalyfjaónæmar bakteríur, sem
væri alvarleg og vaxandi ógn.
Sýkingarhætta er þó einnig tengd
innlendum afurðum.
Karl benti í þessu samhengi á
að tilteknir sýklar fyndust ekki á
Íslandi eða væru í mun minni mæli
í matvælum hér á landi en erlendis.
Til að mynda sýndi rannsókn á
vegum Matvælastofnunar (MAST)
og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands
á Keldum árið 2010 fram á að e.coli
og salmonella fannst ekki í sýnum
teknum úr 845 nautgripum á 169
búum dreift um landið. Því er hægt
að draga þá ályktun að litlar líkur eru
á að þessir sjúkdómar berist í fólk
með íslenskum nautgripaafurðum.
Hins vegar eru dæmi um hópsýkingar
af völdum e.coli sem Íslendingar
hafa orðið fyrir, t.a.m. árið 2007, en
þá sýktust 9 manns vegna smitaðs
grænmetis frá Hollandi. Þó að um
grænmeti hafi verið að ræða þarna
segir Karl að hið sama geti átt við um
innflutt kjöt.
Tekið eftir árangrinum á heimsvísu
Árið 1979 var bannað að selja ferska
kjúklinga hér á landi til að stemma
stigu við salmonellusýkingum. Eftir
umfangsmiklar aðgerðir til að útrýma
salmonellu var aftur leyft að selja
ferska kjúklinga árið 1995. Sala á
ferskum kjúklingum jókst þá mjög
og á sama tíma jukust smit vegna
kampýlóbakter verulega. Brugðist
var við með mikilli herferð til að
upplýsa neytendur um áhættuna og
einnig að gera enn frekari ráðstafanir
á kjúklingabúunum. Það skilaði
miklum árangri og hefur verið tekið
eftir því á heimsvísu að sögn Karls.
Kampýlóbakter hefur verið vaktað
á Íslandi síðan 2001 og greinist
hann í kjúklingum skulu þær afurðir
frystar eða hitameðhöndlaðar. Þá er
enn unnið að bættum smitvörnum í
kjúklingaeldishúsum, meðal annars
með flugnanetum. Þessar aðgerðir
kosta hins vegar talverða fjármuni.
Að sama skapi hefur tekist vel að
vinna gegn salmonellu í kjúklingum
þó að áfram þurfi að vinna gegn henni.
Salmonellusýkingar í fólki á Íslandi
eru tiltölulega sjaldgæfar og langflestir
smitast á ferðalögum erlendis.
Aukin notkun sýklalyfja hættuleg
Karl lagði áherslu á að gríðarleg
áhætta væri fólgin í aukinni notkun
sýklalyfja í landbúnaði, en aukin
notkun eykur á ónæmi baktería
gagnvart lyfjum. Í sumum löndum
er sýklalyfjanotkun margfalt meiri í
dýrum en mönnum og er Danmörk
dæmi um það. Fjölónæmar bakteríur
geta borist milli manna og dýra. Á
Íslandi er sýklalyfjanotkun langminnst
í Evrópu ásamt Noregi og Svíþjóð.
Staðfest hefur verið með rannsóknum
að smit með fjölónæmum bakteríum
getur borist úr dýrum í menn.
Karl benti á að lyfjaónæmar
e.coli bakteríur hefðu fundist í
kjúklingi og hægt væri að rekja
það til innflutts fóðurs, þrátt fyrir
að fóðrið væri hitameðhöndlað.
Þetta væri afar alvarlegt mál þar eð
til væru iðrabakteríur sem orðnar
væru algjörlega ónæmar fyrir
öllum sýklalyfjum, svokallaðar
ofurbakteríur. Slíkar bakteríur gætu
borist til Íslands með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Því væri afar mikilvægt
að fylgjast vel með innfluttu dýrafóðri.
Karl klykkti út með því að áhætta
væri af innfluttum matvælum en hún
væri þó einnig til staðar í innlendum
matvælum. Aukin áhætta á sýkingum
í fólk er augljós með auknum á
innflutningi á fersku kjöti, einkum
kjúklingum, en þeir geta borið með
sér kampýlóbakter, salmonellu eða
e. coli bakteríur.
/fr
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir við
Tilraunastöðina á Keldum. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.