Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
F
R
U
M
-
w
w
w
.f
ru
m
.i
s
Kuhn taðdreifarar.
Dreifa öllu taði og hálmskít.
Thaler liðléttingar.
Aflmiklir og lipir vinnuþjarkar.
VERKIN TALA
JCB skotbómulyftarar í
mörgum stærðum.
Redrock haugsugur og
mykjudælur.
Kuhn rótherfi og
jarðtætarar.
Brand haughrærur.
Fjöldi gerða fyrir allar
aðstæður.
Aðalfundur Félags eyfirskra nautgriparæktenda:
Skuldamálin þokast til betri vegar
„Ég tel að þessi niðurstaða sé
okkur hagkvæm eins og mál
standa því meðan óvissa ríkir
um svo margt í þjóðfélaginu
er gott fyrir okkur að sjá þó
ekki sé nema fjögur ár fram í
tímann. Við verðum þó að gera
okkur grein fyrir því að að þeim
tíma liðnum verða væntanlega
töluverðar breytingar á búvöru-
samningum,“ sagði Trausti
Þóris son á aðal fundi Félags
eyfirskra nautgriparæktenda.
Tímarnir breytast
Vísaði hann þar til kosningu
síðast liðið haust um fram-
lengingu á lítt breyttum mjólkur-
samningi til ársloka 2016. Kjör-
sókn var dræm, en einungis 36%
greiddu atkvæði. Já sögðu 386
og nei 49 og var framlengingin
staðfest af Alþingi laust fyrir jól.
„Tímarnir breytast og
því óeðlilegt að samningar
verði framlengdir lítt breyttir
út í hið óendanlega,“ sagði
Trausti. „Við þurfum því að
nýta tímann vel sem núverandi
mjólkursamningur gefur til að
leggja niður fyrir okkur hvernig
við viljum sjá mjólkurframleiðslu
í landinu þróast.“
Að mörgu að hyggja
Grunnurinn að þeirri umræðu
mun verða viðhorfskönnun
meðal mjólkurframleiðenda sem
nú stendur yfir ásamt klásúlu
í mjólkursamningnum sem
kveður á um að aðilar meti allar
forsendur og reynslu af gildandi
samningi en þeirri rýnivinnu á að
vera lokið á þessu ári.
„ Að mörgu er að hyggja og
er það visst áhyggjuefni að stór
hluti ríkisstuðnings skuli fara í
kaup á framleiðsluheimildum.
Ef við aftur á móti ákveðum að
leggja niður kvótakerfið mun
það hafa í för með sér að hver og
einn gerir viðskiptasamning um
það mjólkurmagn sem tekið er
á móti í afurðastöð sem væntan-
lega útilokar mjólkurframleiðslu
á þeim stöðum sem lengst liggja
frá samlagi af þeirri einföldu
ástæðu að afurðastöðvarnar sjá
sér hag í að framleiðslan færist
þeim nær.“
Allt hefur kosti og galla
Trausti sagði það sama gilda
um opinbera verðlagningu. Hún
væri langt í frá gallalaus gagn-
vart bændum en ef henni verður
fórnað mun tollaverndin hverfa.
„Það er í raun alveg sama
hverju breytt verður – allt hefur
sína kosti og galla en það er
okkar að komast að skynsam-
legri niðurstöðu. Hagsmunir
ungu bændanna og þeirra sem
búið hafa lengi og skulda lítið
eru ekki alltaf hinir sömu svo
nauðsynlegt er að fara bil
beggja,“ sagði Trausti.
/MÞÞ
Trausti Þórisson, formaður Félags
eyfirskra kúabænda, segir að
nýta verði tímann sem núgildandi
mjókursamningur gefur til að
leggja línur um hvernig bændur
vilja sjá mjólkurframleiðslu í
landinu þróast.
Formaður FEN telur mjólkursamning hagkvæman:
Verðum að nýta tímann og
sjá hvernig málin þróast
Trausti Þórisson, formaður
Félags eyfirskra kúabænda, segir
skuldamál bænda vera að þokast
í rétta átt.
„Þeir sem tóku á sínum tíma
gengistryggð lán hafa allflestir fengið
leiðréttingu en því miður á það ekki
við um hina sem eru með öll sín lán
verðtryggð og óvíst að þeim bjóðist
leiðrétting vegna forsendubrests sem
hér vissulega varð. Þá ríkir algjör
óvissa með svokölluð biðlán sem
upphaflega voru veitt til þriggja
ára, afborgunarlaus, en þau eru flest
á gjalddaga á þessu ári og áskilur
lánveitandi sér allan rétt til aðgerða,
hverjar svo sem þær verða,“ segir
hann.
Nauðsynlegt að fá hækkun á
mjólkurverð
Trausti nefndi á aðalfundi félags-
ins að nú væru fyrstu verðskrár
frá áburðarsölum komnar og ljóst
að áburður heldur áfram að hækka
milli ára. „Eins er með öll önnur
aðföng og er okkur bráðnauðsynlegt
að fá hækkun á mjólkurverð. Allar
hækkanir skila sér inn í verðlags-
grundvöll kúabús og tel ég líklegt að
við munum fá einhverja hækkun en í
ljósi sögunnar skulum við ekki gera
okkur of miklar vonir,“ segir hann.
/MÞÞ
Þann 1. janúar síðastliðinn
tók til starfa nýtt fyrirtæki,
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
ehf, þar sem öll leiðbeiningaþjón-
usta á landinu var sameinuð undir
einn hatt, með það að leiðarljósi að
auka skilvirkni og bæta nýtingu
fjármuna sem í ráðgjöfina fer.
Þessi ráðhögun hefur ýmsar
breytingar í för með sér. Í fyrsta
lagi er reiknað með að öll þjónustu-
kaup verði samkvæmt gjaldskrá sem
endurspegli kostnaðinn sem í hnot-
skurn þýðir að bændur sem nýta sér
ráðgjöf borga fyrir hana fullu verði.
„Eðlilegt er að auknar kröfur
verði gerðar til þjónustunnar og
verður spennandi að fylgjast með
fyrstu sporum fyrirtækisins. Menn
gera sér almennt grein fyrir að fyrstu
árin verði fjárhagslega erfið og tel
ég þetta sameiningarskref mikla
áskorun til ráðunauta og annarra hjá
fyrirtækinu að standa sig í stykkinu,“
sagði Trausti Þórisson, formaður
Félags eyfirskra kúabænda.
„Við bændur þurfum líka að kunna
að kaupa þessa þjónustu. Í öðru lagi
er ljóst að búnaðarsamböndin munu
eiga í hálfgerðri tilvistarkreppu eftir
breytingarnar og óvíst að þau lifi þær
af. Við verðum bara að vona að þetta
sé spor í rétta átt.“ /MÞÞ
Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins spor í rétta átt