Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 34

Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Tímamót í starfsemi Bændasamtakanna Á síðasta Búnaðarþingi voru þau sögulegu tímamót að fjórar konur voru kosnar í stjórn Bændasamtakanna og skipa því konur meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Að auki er varaformaður samtakanna Guðný Helga Björnsdóttir og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Skila landinu betur af okkur Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum í Húnaþingi vestra situr nú sitt annað kjörtímabil í stjórn Bændasamtakanna og er jafnframt varaformaður. Einnig er hún í stjórn Landssambands kúabænda og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, svo hún er enginn nýgræðingur þegar kemur að félagsmálum bænda. „Ég fer inn í félagsmálin á sínum tíma því mér finnst það spennandi verkefni að taka þátt í því að efla landbúnaðinn og samkennd meðal bænda. Það sem mér finnst einnig mikilvægt sem stjórnarmaður Bændasamtakanna er að efla samheldni búgreinanna og félagskerfi bænda og að bændur nái því fram úr búrekstrinum sem hægt er á sem hagkvæmastan máta. Menn verða að nýta landið eins vel og hægt er og ná sem bestum afurðum út úr gripunum en jafnframt þarf stöðugt að hafa dýravelferð og landnýtingu að leiðarljósi. Þetta eru þeir hlutir sem ég vil að nái fram að ganga,“ segir Guðný Helga og bætir við; „Það þarf ekki síst núna, að efla innanlandsframleiðsluna og koma því á framfæri hversu hrein hún er og hversu mikið minna af sjúkdómavörnum við notum hér en víða annars staðar. Við náum að framleiða meira á landinu án þess að vera með eiturefni og þessu þurfum við að koma á framfæri til neytenda. Það er ekki svo einfalt að hægt sé að fá vöruna á lægra verði því það kostar að hún sé heilnæm og góð. Síðan væri enn betra ef við gætum í framhaldinu komið vörunum á þennan hátt á markaði erlendis því við erum með fullt af ræktanlegu landi og góðum gripahúsum sem er ekki fullnýtt um landið. Við getum framleitt meira en þá þurfum við að ná mörkuðum sem geta borgað fyrir það að búpeningurinn hafi það eins gott og mögulegt er og að framleiðslan sé stunduð á sem heilnæmast hátt. Það á að vera metnaðarmál allra bænda að nýta landið á sem bestan hátt og að skila því betur af sér en við fáum í hendurnar.“ Hagsmunum bænda haldið á lofti Vigdís Sveinbjörnsdóttir á Egils- stöðum er á öðru kjörtímabili sínu í stjórn Bændasamtakanna. Hún hefur víðtæka reynslu af félags- málum og hefur meðal annars setið í sveitarstjórn. Hún sat í stjórn Búnaðarsambands Austurlands og var formaður þess í ein sex ár og í framhaldi af því fór hún inn í stjórn Bændasamtakanna. „Ég er borgarbarn, fædd og uppalin í Reykjavík, en hafði alltaf sterkar taugar til sveitarinnar og undi mér hvergi betur en þar. Það kom því mínu fólki ekkert á óvart að ég endaði í búskap og nú er ég búin að vera á Egilsstöðum í 35 ár. Ég var lengi vel að kenna með bústörfum og félagsstörfum en er hætt því. Ég tel mikilvægt að við nýtum landið, þessa auðlind okkar, til þess að framleiða matvæli og gæða það um leið lífi. Það er mikilvægt að hafa líf í landinu og búskapurinn á stóran þátt í að skapa það. Bændur hafa yfirburðaþekkingu á staðháttum og möguleikum landsins, sem er mikilvægur arfur sem ber að virða og varðveita. Landbúnaðurinn þarf að vera í sátt við land og þjóð og við þurfum alltaf að leitast við að fræða og upplýsa þjóðina um mikilvægi landbúnaðar og hvað hlutverk hans er í rauninni víðtækt. Til þess að landbúnaður blómstri þurfa bændur að geta haft góða afkomu af búum sínum. Hlut verk Bændasamtakanna er afar mikilvægt bæði hvað varðar utanumhald á þekkingu og faglegri leiðbeiningu í greininni og eins til að standa vörð um hina margvíslegu hagsmuni sem varða landbúnaðinn og kjör bænda. Í þeim tilgangi að efla starfið er byrjað að vinna að endurskipulagningu samtakanna með stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins um síðustu áramót og fram undan er enn frekari vinna við að bæta og efla okkar samtök. Það eru tímar breytinga og mikilvægt að vel takist til. Bændasamtökin hafa unnið mikið og gott starf og ég verð ekki vör við annað en að það sé fullur hugur í nýrri stjórn að takast á við verkefnin framundan. Ég mun leggja mitt af mörkum í þeim efnum eftir bestu getu,“ segir Vigdís. Vinnum saman til góðra verka Guðbjörg Jónsdóttir á Læk í Flóa- hreppi er nýr stjórnarmeðlimur Bænda samtakanna en hún hefur haft áhuga á pólitík frá því að hún man eftir sér. Hún hefur beitt sér töluvert í gegnum tíðina í samfélagslegum hagsmuna málum, til dæmis setið í sveitar stjórn, og sinnir nú einnig formennsku í Búnaðarsambandi Suðurlands. „Ég er búin að vera í pólitík nærri allt mitt líf, enda mjög pólitísk í eðli mínu. Ég hef tekið þátt í þessari hefðbundnu flokkapólitík, setið í sveitar stjórn og sinnt bænda- pólítískum hlutverkum. Það var þrýstingur frá mínu baklandi að gefa kost á mér í stjórn Bændasamtakanna og ég skoraðist ekki undan því enda áhugavert að taka þátt í þessu starfi,“ útskýrir Guðbjörg og spurð hvaða málefni hún muni setja á oddinn svarar hún; „Markmið mitt er að stuðla að framförum og framþróun íslensks landbúnaðar. Það fer síðan eftir málefnum hverju sinni hvað þarf að fást við á hverjum tíma. Við erum á tímamótum varðandi félagskerfið og það skipulag sem er. Við erum búin að stíga fyrsta skrefið með stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og ég vil sjá að við höldum áfram með breytingar á félagskerfi bænda þar sem Bændasamtökin eru hatturinn yfir því. Þar þarf að endurspegla vilja íslenskra bænda og við þurfum að vera leiðandi í því starfi. Ég er mikil landsbyggðarmanneskja og mér líst vel á nýju stjórnina. Ég held að við munum ná saman til góðra verka og ég vona að uppröðun stjórnarinnar endurspegli mismunandi sjónarmið kynjanna, búgreina og svæða.“ Málefni sem brenna á bændum mikilvæg Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjar klaustri 2 í Skaftárhreppi sat sitt fimmta Búnaðarþing nú í vetur og er einn af nýjum stjórnarliðum Bændasamtakanna. Í fyrra lauk hún öðru kjörtímabili sínu sem stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda, svo að hún er félagsmálum bænda vel kunn. „Ég hef lengi haft áhuga á félagsmálum bænda og það voru margir búnir að spyrja mig hvort ég gæfi ekki kost á mér í stjórn Bændasamtakanna nú. Ég var tvístígandi en ákvað svo að gefa kost á mér og fara alla leið. Síðan kom í ljós að ég fékk brautargengi og er afar sátt við það. Áhugi fyrir félagsmálum bænda er meginástæðan fyrir því að ég tek þetta hlutverk að mér og ég vonast til að geta orðið bændum að liði,“ segir Fanney Ólöf og bætir við; „Batnandi kjör bænda er það sem mikilvægt er að vinna að og ég vil vinna að þeim málum og málefnum sem brenna á bændum á hverjum tíma. Það er oft gert grín að því á Búnaðarþingi að alltaf sé umræða um ref og mink og gæs og álft. En það er bara þannig að þau mál sem brenna á bændum á hverjum tíma koma inn á Búnaðarþing og það þarf að sinna þeim af bestu getu. Þó að til dæmis Evrópusambandsumræðan hafi róast er vissara að vera á vaktinni og gefa ekkert eftir í þeirri baráttu. Ég hef áhuga á að vinna að bættum hag bænda svo búskapurinn verði áhugaverður og spennandi kostur fyrir komandi kynslóðir. Nú er stór pakki í vinnslu um það hvernig félagskerfi bænda verður í framtíðinni, það hafa komið fram hugmyndir sem þarf að velta fyrir sér og vonandi komumst við að góðri niðurstöðu með það.“ /ehg Fjórar konur í stjórn Bændasamtaka Íslands, talið frá vinstri: Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri, Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum og Guðbjörg Jónsdóttir á Læk. Mynd / ehg Bændasamtök Íslands hafa nú sent atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneyti reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða til staðfestingar. Reglurnar fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði vegna jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðar- lögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfs- skilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. Bændasamtökin munu auglýsa eftir umsækjendum í Bænda- blaðinu á næstunni. Umsóknum skal þá skilað á skrifstofu Bænda- samtaka Íslands á sérstökum eyðu- blöðum sem samtökin láta í té, eða á rafrænu formi, eigi síðar en 10. september ár hvert vegna framkvæmda á árinu. Framlög verða annars vegar veitt til sáningar á ræktarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt er ætluð til fóður- og matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Framlög má aðeins veita ef heildarflatarmál ræktunarinnar er a.m.k. 2 ha. Uppskera er kvöð. Framlag á hvern ha. fyrir hvert bú er kr. 17.000 á ha. frá 1-30 ha. og kr. 12.000 á ha. frá 30-60 ha. Þessi stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Svínabú verða skilgreind í reglunum. Greitt er út á heila ha. og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög skerðast á hvern ha. hlutfallslega ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann jafnt á alla ræktaða ha. Þá má veita framlög til hreinsunar affallsskurða. Framlög má veita til upphreinsunar á stórum affalls- skurðum sem taka við vatni af stóru vatnasvæði. Skilyrði er að skurðirnir séu hreinsaðir bakka á milli og séu minnst 6m breiðir að ofan. Framlag á hvern kílómetra er kr. 125.000. Greitt er út á hundruð metra og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög má aðeins veita ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt. Bændasamtök Íslands munu setja sérstakar verklagsreglur um framkvæmd úttekta sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra staðfestir. Reglurnar munu m.a. kveða á um hvenær úttektum skuli lokið. Gert er ráð fyrir að þessar verklagsreglur verði tilbúnar í apríl mánuði. Til að standast úttekt þarf m.a. að liggja fyrir viðurkennt túnkort af ræktarlandinu, t.d. úr túnkortagrunni Bændasamtaka Íslands. Úttektir á framkvæmdum skulu berast Bændasamtökum Íslands fyrir 15. nóvember á sama ári eftir að umsókn berst og skulu styrkir greiddir fyrir árslok. Reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða – Sendar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til staðfestingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.