Bændablaðið - 11.04.2013, Side 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Rafrænar skráningar á kynbótasýningar
Sú breyting varð um áramótin
að allt ráðgjafarstarf
búnaðar sambandanna og
Bændasamtaka Íslands var
flutt yfir í nýtt fyrirtæki sem
fékk nafnið Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins ehf. (RML).
Bændasamtök Íslands hafa falið
því framkvæmd kynbótasýninga
og munu búnaðarsamböndin
því ekkert koma að því starfi.
Skráningar verða nú loksins með
rafrænum hætti og hér í þessum
pistli verður kerfið kynnt.
Opnað verður á skráningar á
allar sýningar vorsins samtímis
um miðjan apríl. Síðasti skrán-
ingardagur er viku fyrir sýningar,
nema í þeim tilfellum þar sem
sýning fyllist þá lokast sjálfkrafa
á sýninguna, þó svo skráningar-
frestur sé ekki útrunnin og eigand-
inn verður að skrá á aðra sýningu.
Lena Reiher og Oddný Kristín
Guðmundsdóttir munu leiðbeina
þeim sem þess þurfa í síma 516-
5000, einnig verður hægt að senda
þeim tölvupóst á netföngin lr@rml.
is og rml@rml.is.
Skráningarkerfið
Víkjum nú að skráningarkerfinu.
Einfaldasta leiðin er að skrá í gegn-
um heimasíðu Worldfengs, www.
worldfengur.com, (sjá mynd 1)
en þar er hægt að smella á hnapp-
inn Skrá hross á kynbótasýningu.
Munið að hafa við hendina fæð-
ingarnúmer hrossins og kennitölu
knapa en það eru upplýsingar sem
verða að koma fram.
Eins og fram kemur á mynd 2
þarf að velja kynbótasýningar og
síðan aðildarfélag/söluaðila sem er
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
ehf. Skrá knapa og fæðingarnúmer
hrossins. Velja sýningu og merkja
við hvort hrossið á að fara eingöngu
í byggingardóm, hæfileikadóm eða
fullnaðardóm þ.e. bæði byggingar
og hæfileikadóm. Hafi hross verið
fulldæmt á almanaksárinu getur
eigandi valið að láta nýjasta
byggingardóm úr fullum dómi
standa við endursýningu. Ekki
er hægt að koma með hross í
byggingardóm og ætla síðan
að koma á næstu sýningu með
hrossið í reiðdóm. Þegar þessum
aðgerðum er lokið er farið í reitinn
setja í körfu. Hrossið færist þá í
svo kallaða vörukörfu. Ef það á
að skrá fleiri hross er aftur farið
í að velja aðildarfélag/söluaðila
og ferlið endurtekið þ.e. knapi
skráður, hross og sýning valin og
þannig koll af kolli þar til búið er
að ská þau hross sem til stendur
að sýna. Þá er næst að ganga frá
greiðslu því skráning fer ekki yfir
í WorldFeng fyrr en greiðsla hefur
borist (sjá mynd 3).
Aðeins endurgreitt ef tilkynnt er
tímanlega um forföll
Endurgreiðslur á sýningargjöldum
koma því aðeins til greina að látið
sé vita um forföll fyrir kl. 16:00
síðasta virka dag fyrir sýningu í
síma 516-5000 en einnig er hægt
að senda tölvupóst á netföngin lr@
rml.is og rml@rml.is . Endurgreitt
er kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð
hefur verið í fullnaðardóm og kr.
8.000,- fyrir hross sem aðeins
hefur verið skráð í sköpulags- eða
hæfileikadóm. Slasist hross eftir
að sýning hefst er sama hlutfall
endurgreitt gegn læknisvottorði.
Til að hægt sé að skrá hross á
sýningu verður hrossið að vera
grunnskráð og einstaklingsmerkt
annars fer skráning ekki í gegn.
Varðandi skráningu á stóðhestum
í sýningu fer skráning ekki í gegn
nema búið sé að uppfylla reglur um
sönnun á ætterni, til sé blóð og búið
sé að taka röntgenmynd af hæklum.
Það heyrir nú sögunni til að hægt
sé að mæta á síðustu stundu með
vottorð um að þetta sé klárt, því
það er einfaldlega ekki hægt að
skrá hestinn á sýningu nema þetta
sé í lagi. Allir stóðhestaeigendur
eiga að vera meðvitaðir um þessi
atriði því þau hafa verið við líði í
nokkur ár. Vonandi á þessi nýjung
eftir að mælast vel fyrir meðal
knapa og hrossaeiganda. Röðun
hrossa niður á daga mun svo verða
birt á heimasíður RML www.rml.
is nokkrum dögum fyrir sýningu.
Sjáumst á kynbótasýningum vorsins.
Halla Eygló Sveinsdóttir,
hrossaræktarráðunautur
Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins ehf.
Mynd 1. Skrá hross í kynbótasýningu. Þegar það hefur verið gert opnast
næsti gluggi (mynd 2).
Mynd 2. Velja söluaðila, skrá knapa og hross. Velja sýningu og skrá hross í
byggingardóm eða fullnaðardóm. Setja í körfu og ganga frá greiðslu þegar
búið er að skrá öll þau hross sem á að sýna.
á að vera er smellt á áfram. Áður er smellt er á áfram er gott að skoða vel
þ.e. Reisa í fullnaðardóm og Móa eingöngu í byggingardóm o.s.frv. Með því
að smella á ruslafötuna er hægt að eyða skráningu.
Mynd 4. Hér eru skráðar upplýsingar um greiðanda og hægt að setja inn
óskir um sýningardaga eða annað. Þegar það er klárt er smellt á áfram. Hér
eru skráðar upplýsingar um greiðanda og hægt að setja inn athugasemdir
með skráningu síðan er smellt á áfram. Þá kemur upp næsti gluggi (mynd 5).
Mynd 5. Hér er greiðsluform ákveðið og smellt á greiða. Hér hefur verið
ákveðið að greiða með millifærslu og þá birtist mynd 6, ekki stofnast krafa
í heimabanka þannig að viðkomandi þarf að ganga frá millifærslu sjálfur og
þá er mjög mikilvægt að númer pöntunar komi fram.
Mynd 6. Hér má sjá reikningsnúmer og kennitölu Ráðgjafarmiðstöðvar land-
búnaðarins. Munið að láta pöntunarnúmer fylgja með greiðslu.
pöntunarnúmer fylgja í skýringu svo hægt sé að sjá fyrir hvað hross var
verið að greiða. Eins og áður hefur komið fram færist hrossið ekki inn á
sýningu fyrr en búið er að ganga frá greiðslu inn á þennan reikning. Það
má því segja að einfaldast sé að greiða með kreditkorti því þá er hægt að
ganga frá þessu öllu í einu.
á mynd 5 verið hakað í að greiða með korti kemur upp eftirfarandi gluggi
(mynd 7).
Mynd 7. Hér eru settar inn upplýsingar um kortið og gengið frá greiðslu.
Hrossið skráist um leið á viðkomandi sýningu. Hér eru gefnar upp upplýsingar
um kortið og smellt á greiða núna. Þá kemur upp eftirfarandi gluggi ef allt
hefur verið í lagi (mynd 8).
Mynd 8. Hér kemur fram að allt er til reiðu fyrir sýningu. Hér er hægt að prenta
rangt kortanúmer eða ekki er heimild á kortinu og þá verður viðkomandi að
hafa samband við sinn viðskiptabanka.