Bændablaðið - 11.04.2013, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Kynbótasýningar árið 2013
29.4 – 03.5 Skagafjörður
06.5 – 10.5 Selfoss
13.5 – 17.5 Víðidalur
16.5 – 17.5 Akureyri
21.5 – 24.5 Hvammstangi
21.5 – 24.5 Hafnarfjörður
27.5 – 31.5 Selfoss
27.5 – 31.5 Skagafjörður
27.5 – 28.5 Hornafjörður
29.5 – 31.5 Fljótsdalshérað
03.6 – 07.6 Melgerðismelar
03.6 – 14.6 Hella
10.6 – 14.6 Miðfossar
21.6 – 23.6 FM Hornafirði
04.7 – 07.7 FM Kaldármelum
22.7 – 26.7 Selfoss
12.8 – 16.8 Miðfossar
12.8 – 16.8 Hvammstangi
12.8 – 23.8 Hella
19.8 – 23.8 Skagafjörður
19.8 – 23.8 Dalvík
Hross sem koma til kynbótadóms
skulu vera vel undirbúin, hraust
og ósár, vel fóðruð og hirt.
Hross sem koma til kynbóta-
dóms skulu vera grunnskráð
í WorldFeng og einstaklings-
merkt með örmerki. Úr öllum
stóðhestum fimm vetra eða eldri
þarf að hafa verið tekið blóðsýni
við komu til dóms.
Allir stóðhestar sem koma til
kynbótadóms skulu vera DNA-
greindir svo og foreldrar þeirra.
Mælingar, þéttleikamat og
skráning galla séu þeir til staðar
skal fara fram á eistum stóðhesta
sem til dóms koma.
Röntgenmynda skal hækilliði
allra stóðhesta sem náð hafa
fimm vetra aldri og koma til
dóms á kynbótasýningum.
Röntgenmyndirnar er heimilt að
taka af hestunum hvenær sem er
á því ári sem fimm vetra aldri
verður náð.
Eftir reiðdóm skal kanna
heilbrigði hrossanna og skrá
athugasemdir í WorldFeng. Hafi
hross áverka af stigi B hlýtur
það hvorki dómsniðurstöður
fyrir hæfileika né verðlaunun.
Verði áverki af stigi B í yfir-
litssýningu hlýtur hrossið ekki
mögulega hækkun einkunna né
verðlaunun.
Hestar með eistnagalla sem jafn-
gilda rauðu T eða eru með rautt
S (spatt) eru ekki verðlaunaðir
á kynbótasýningum né heldur
hljóta þeir þátttökurétt í einstak-
lingssýningum kynbótahrossa á
fjórðungs- og landsmótum.
Járningar:
Hross sem sýnd eru í reið skulu
vera járnuð. Járningin skal vera
vönduð sem kostur er, eðlilegt
samræmi sé milli tálgunar fram-
og afturhófa og hófhalli sam-
svari halla kjúkunnar.
Hófar mega ekki vera lengri en
9,0 cm mælist hrossið lægra en
137 cm á stöng á hæstar herðar,
sé hrossið 137 cm en þó lægra
en 145 cm á hæstar herðar má
hóflengdin vera allt að 9,5 cm
og ef hæðin er 145 cm eða meiri
má hóflengdin vera allt að 10,0
cm. Ekki má muna meiru en 2
cm á lengd fram- og afturhófa.
Hámarksþykkt skeifna er 8 mm
og hámarksbreidd 23 mm og
skal sama breidd vera á fram-
og afturfóta skeifum. Skeifurnar
skulu vera samstæðar og úr
samskonar efni. Efni skeifnanna
hafi ekki meiri eðlisþyngd
en hefðbundið skeifnajárn.
Skeifurnar séu af hæfilegri stærð
miðað við hófa og ekki má muna
meiru í þykkt en 2 mm á fram-
og afturfótaskeifum.
Leyfilegt er að nota skafla,
þeir skulu þá vera tveir í
hverri skeifu og þeir séu að
hámarki (lengd*breidd*hæð)
15mm*15mm*12mm.
Afbrigðileg járning, s.s. upp-
steyptir hófar, er óheimil.
Pottun skeifna er óheimil.
Reiðtygi og annar búnaður:
Hnakkar: Heimilt er að nota
alla hnakka og hnakkígildi sem
ekki valda hrossinu óþægindum
eða særindum og hæfa íslensk-
um hrossum.
Beislabúnaður: Hann skal fara
vel, vera rétt stilltur og ekki
valda hestinum eymslum eða
særindum.
Dómnefnd getur veitt undan-
þágu á reglum þessum til notk-
unar á mélalausum beislabúnaði
ef ástæða þykir til.
Reiðmúlar: Með hringamél-
um er heimilt að nota enskan
múl (með eða án skáreimar),
þýskan múl, mexíkóskan múl
og spangamúl. Með íslenskum
stöngum, hálfstöngum og tví-
taumsstöngum er heimilt að
nota enskan múl (með eða án
skáreimar) eða mexíkóskan múl.
Keyri: Leyfilegt er að nota písk,
hámarkslengd 120 cm.
Fótahlífar: Þær séu að hámarki
120 g (samanlagður þungi á
hvern fót þ.e. legghlífar og
hófhlífar) og í dökkum lit,
svartar eða dökkbrúnar.
Nokkrar vinnureglur við
kynbótadóma
Járningareglur.
Færri en átta ferðir riðnar þegar
skeifa fer af > má koma aftur og
klára sýningu.
Átta ferðir eða fleiri riðnar þegar
skeifa fer af > kemur aðeins á
yfirlitssýningu.
Skeifa af á yfirlitssýningu >
getur komið aftur og klárað
sýninguna.
Reglur um reiðdóm.
Færri en sex ferðir riðnar þegar
ákveðið er að hætta af ófyrirséð-
um ástæðum > dómur ógildur.
Sex ferðir eða fleiri riðnar >
dómur gildur.
Meira en hálf langhlið riðin >
langhliðin talin með sem ein
ferð.
Hægt og greitt, tölt og stökk á
yfirlitssýningum.
Ef ná á einkunn hærra en 8,0
fyrir tölt eða hærri einkunn en
8,5 fyrir stökk, verður að sýna
bæði hæga og greiða ferð á
gangtegundunum á yfirlits-
sýningum.
Ef hrossi er riðið hvað eftir
annað lengra en afmörkun braut-
ar segir til um, getur það haft
áhrif á vilja/geðslags einkunn.
Réttleika dómar.
Við dóma á réttleika skal sú
regla viðhöfð að gefa ekki
hærri einkunn en 7,5 ef svo illa
er staðið að teymingu að erfitt sé
að sjá réttleikann fullkomlega.
Komi knapi ekki með hest til
áverkaskoðunar eftir sýningu
skal dómur falla niður og knapa
veitt áminning.
Við sköpulagsdóma skal ætíð
hafa eldri dóma við hendina ef
um þá er að ræða.
Nánari upplýsingar um framansagt
og ýmislegt fleira má allajafna finna
á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins www.rml.is
Guðlaugur V. Antonsson,
hrossaræktarráðunautur
Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins ehf.
Útdráttur úr reglum um sýningarhross
Lágur fosfór og kalí í heyjum frá sumrinu 2012
Steinefnainnihald heyja frá sumrinu
2012 var víða lægra en verið
hefur undanfarin ár. Þetta sýna
niðurstöður heyefnagreininga. Á
þeim svæðum landsins sem þurrkar
voru hvað mestir síðastliðið vor og
fram eftir sumri er þessi breyting
greinilegust og má ætla að þar hafi
upptaka næringarefna engan vegin
verið nægjanleg. Vitanlega spratt
gras illa í þurrkinum en einnig var
magn einstakra steinefna, s.s. fosfórs
og kalí, lágt í uppskerunni, sums
staðar mjög lágt. Æskilegt er að gildi
fyrir fosfór (P) í heyi sé nálægt 3 g
í kg þurrefnis og kalí (K) nálægt 18
g/kg þe. Séu þessi gildi komin niður
í 2 fyrir fosfór og 12 fyrir kalí má
ætla skortur sé á þessum efnum og
hann farinn að koma niður á sprettu.
Tilbúinn áburður hefur á síðustu
tíu árum nærri fjórfaldast í verði. Af
þessum sökum hafa sumir bændur að
einhverju leyti dregið úr notkun hans.
Hefur þá stundum áburðargjöf í heild
minnkað eða að valdar hafa verið
áburðartegundir sem innihalda einkum
köfnunarefni, en minna af fosfór og
kalí. Þannig hefur köfnunarefnisgjöf
haldist svipuð en áborið magn af fosfór
og kalí minnkað.
Búfjáráburður er steinefnaríkur
og getur með skynsamlegri nýtingu
gefið stóran hluta af þeim fosfór og
þó einkum því kalíi sem bera þarf á
túnin. Nýlegar athuganir hafa þó sýnt
að innihald kúamykju á áburðarefnum
er mjög breytilegt og því ekki tryggt
að hún sé alls staðar að skila þeim
áburðarefnum sem sumir bændur gera
ráð fyrir. Kalí er aðeins í mjög litlu
magni í kjarnfóðri og steinefnum sem
búfé er gefið og má því gera ráð fyrir
því að lítið kalí sé í mykju þar sem
innihald heyja af kalíi er lágt. Þessu
kann að vera öðruvísi farið með fosfór
sem og önnur efni sem bætt er inn í
þessa hringrás næringarefna t.d. með
steinefnagjöf. Hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands er hægt að fá greiningu á
innihaldi búfjáráburðar. Eins og
við aðra sýnatöku er mikilvægt að
vandað sé til hennar og farið eftir
leiðbeiningum.
En hvað er þá til ráða þar sem
innihald heyja af fosfór var lágt?
Sé ástæða til að ætla að of lítið hafi
verið borið á af fosfór er ástæða til
að bæta úr því og auka skammtinn.
Hæfilegur skammtur á hektara er sá
sami og eðlilegt er að tekinn sé upp
með uppskeru, um 15 kg/ha miðað við
5 þurrefnis tonna uppskeru. Upptaka
plantna á næringarefnum á sér stað með
rótum, úr vatni í jarðveginum. Því er
upptaka minni í þurrkatíð, og því minni
sem minna vatn er í jarðveginum.
Sé þurrkatíð ástæða þess að plöntur
innihalda lítið af fosfór dugar lítið að
auka fosfórskammtinn í áburði. Það er
hinsvegar mikilvægt að bera tímanlega
á og nýta þá rakann í jarðveginum.
Leysanleiki áburðarefna er minni
á þeim tíma vegna þess að hiti er
jafnan lágur, en hafi plönturnar góðan
aðgang að fosfór í byrjun vaxtartímans
eflir það rótarmassa plantnanna og
síðan upptöku næringarefna. Ungir
plöntuhlutar innihalda hlutfallslega
meiri fosfór en eldri, ung blöð eru því
fosfórríkari en þau eldri. Geta plöntur
nýtt sér fosfór úr eldri blöðum til að
mynda ný. Því er mikilvægt að þær nái
góðri sprettu í byrjun vaxtartímans,
það getur komið þeim til góða í
framhaldinu.
Hjá þeim sem kalíinnihald heyja var
lágt er rétt að auka kalískammtinn sé
ekki hægt að skella skuldinni á þurrka.
Rétt er að stefna að því að kalí-tala í
heyi sé nálægt 18 g/kg þe.
Til að geta skipulagt fóðrun búfjár
og gert nákvæmar fóðuráætlanir þarf
að efnagreina fóðrið. Gróffóður er
undirstaðan í fóðrinu á hverju búi og
því mikilvægt að vita efnainnihald þess.
Fjöldi bænda fær hey sín efnagreind
á hverju hausti en mörgum fleirum
gæti sá háttur orðið að gagni. Auk
þess að nýtast við skipulag fóðrunar
gefa heyefnagreiningar gagnlegar
upplýsingar við val tilbúins áburðar
og gerð áburðaráætlana.
Eiríkur Loftsson, ráðunautur
í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins
Sú regla er í gildi að eigandi getur valið að láta sköpulagsdóm standa
innan almanaksársins og mæta aðeins með hross í reiðdóm. Aðeins
er val um sköpulagsdóm úr síðasta fullnaðardóm ársins. Gjald
fyrir þessa sýningu er það sama og fyrir sköpulagsdóm 13.500,-
kr. Ítrekað skal að lægra gjaldið er aðeins tekið hafi hrossið verið
skráð til byggingardóms eða reiðdóms við skráningu á sýninguna.
Hlutur RML 12.980 9.660
- Launahlutur 11.300 8.025
- Rekstur tækja 330 285
- WorldFengur 850 850
- LM sjóður 500 500
Vsk. 3.310 2.463
Vallaraðstaða (án vsk.) 2.210 1.377
Samtals: 18.500 13.500
Inntökuskilyrði fyrir Fjórðungsmót 2013
Stóðhestar 4 vetra 7,90
Stóðhestar 5 vetra 8,05
Stóðhestar 6 vetra 8,20
Stóðhestar 7 v. og eldri 8,25
Hryssur 4 vetra 7,80
Hryssur 5 vetra 7,95
Hryssur 6 vetra 8,10
Hryssur 7 v. og eldri 8,15
– Eignarhald við sýningu ræður um þátttökurétt.
– Sýningargjald vegna FM verður það sama og fyrir hefðbundin reiðdóm
kr. 13.500,-
Gjaldskrá fyrir árið 2013
Eiríkur Loftsson