Bændablaðið - 11.04.2013, Side 48

Bændablaðið - 11.04.2013, Side 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Umhverfis- og auðlinda ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði á dögunum Stefán Thors í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 12. janúar sl. og þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, sbr. reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. 20 sóttu um embættið og hæfnis nefnd mat tvo umsækjendur hæfasta, þau Sigríði Auði Arnardóttur og Stefán Thors. Ráðherra tók að loknum viðtölum ákvörðun um að skipa Stefán í embætti ráðuneytis stjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stefán Thors útskrifaðist með meistaragráðu frá skipulags deild Arkitektaskólans í Kaupmanna- höfn árið 1976 að loknu sex ára háskólanámi, lagði stund á viðbótarnám í skipulagsfræðum í Stokkhólmi árið 1978 og hefur sem skipulagsstjóri sótt fjölmörg námskeið, m.a. á sviði stjórnunar og verkefnastjórnunar. Hann hefur starfað hjá opinberum skipulags- yfirvöldum frá árinu 1976, að frátöldum fjórum árum sem hann vann sjálf stætt við ráðgjafar- þjónustu í skipulagsmálum. Hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985 og forstjóri Skipulagsstofnunar 1. janúar 2011. Alls hefur hann því rúmlega 27 ára reynslu af stjórnun. Meðal mikilvægra þátta í reynslu hans má nefna náið samstarf við ráðuneyti, ríkisstofnanir, sveitarfélög og h a g s m u n a - aðila um land allt. Þá hefur hann í störfum sínum stöðugt fjallað um viðfangsefni þar sem meta þarf vægi milli verndunar- og n ý t i n g a r - sjónarmiða, sem segja má að sé kjarninn í starfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Sem skipulagsstjóri og forstjóri hefur Stefán frá upphafi tekið þátt í samráði forstöðumanna stofnana sem heyra undir ráðuneytið og þekkir því vel til flestra verkefna ráðuneytisins. Þá hefur hann fyrir hönd þeirrar stofnunar sem hann hefur stýrt tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Stefán er kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur myndlistarmanni og eiga þau tvo uppkomna syni. Í umsögn ráðgefandi hæfnis- nefndar um Stefán Thors segir m.a.: „Stefán hefur langa og farsæla stjórnunarreynslu í undirstofnun ráðuneytisins, þar sem tekist er á við flókin stjórnsýsluverkefni og hann hefur því yfirgripsmikla þekkingu á verkefnasviði ráðuneytisins. Framtíðarsýn Stefáns varðandi uppbyggingu og verkefni nýs ráðuneytis er mjög skýr og hann er sterkur greinandi sem á auðvelt með að ná yfirsýn.“ Stefán er skipaður í embætti ráðuneytisstjóra til fimm ára frá deginum í dag að telja og mun þegar hefja störf í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Stefán Thors skipaður ráðuneytisstjóri Beit á Almenningum Nýverið birti ítölunefnd niður- stöður sínar um beit í Almenninga, afrétt Vestur-Eyfellinga. Vildi meirihlutinn heimila beit sauðfjár, en minnihluti nefndarinnar taldi afréttinn ekki beitarhæfan. Deilurnar um beit á Almenninga eru margslungnar og vekja upp ýmsar spurningar. Friðun Þórsmerkursvæðisins Þegar fjallað er um Almenninga, lítinn afrétt norðan við Þórsmörk, þarf í raun að skoða allt Þórsmerkursvæðið í heild, því náttúrulegar hindranir eru litlar fyrir fé að komast á milli svæða. Deilur um beit á þessum slóðum eiga sér áratuga langa sögu, en þeim lauk tímabundið með merkum samningi Landgræðslunnar og Vestur- Eyfellinga um friðun Almenninga sem gerður var 1990. Árið 1920 afhentu bændur í Fljótshlíð Skógrækt ríkisins beitarrétt í Þórsmörk gegn því skilyrði að landið yrði friðað fyrir beit. Þótt miklu væri til kostað varð raunin hins vegar sú að ógerlegt reyndist að girða milli Almenninga og Þórsmerkur þannig að fjárhelt væri. Þegar fé var sem flest voru landþrengsli mikil í Vestur- Eyjafjallahreppi. Margt fé var því flutt á Almenninga, langt umfram það sem landið bar. Árið 1973 var t.d. 1273 fullorðins fjár sett í afréttinn. Rannsóknir það sama ár leiddu hins vegar í ljós að bithagar voru þar naumir, gróður rýr og beitarþol lítið. Í raun grundvallaðist upprekstur fjárins fyrst og fremst á ágangi, þ.e. beit á Þórsmörk, Goðalandi og aðliggjandi smáafréttum í fullkominni óþökk umráðahafa lands þar. Árið 1985 hófust samninga- viðræður um beitarfriðun enn á ný. Það ár voru 900 fullorðins fjár flutt á afrétt og land í slæmu ástandi. Beitardögum var síðan fækkað, en aðlögunartími veittur með því að fresta áformum um endurnýjun girðingar milli Almenninga og Þórsmerkur, þótt það kostaði í raun áframhaldandi ágangsvandamál í Þórsmörk, Goðalandi og víðar. Ástæða að baki þessari ákvörðun var í reynd sú að ekki var talið verjandi að veita almannafé í svo hæpna framkvæmd. Meðan á samningaferlinu stóð var bændum í Vestur-Eyjafjallahreppi veitt margháttuð aðstoð við að laga sig að því að hætta beit í Almenninga. Árið 1990 tók svo gildi samningur um beitarfriðun, sem vara skyldi í a.m.k. 10 ár. Ástand lands í Almenningum Friðun og landbætur sem upp rekstrar - bændur hafa unnið með tilstyrk Landgræðslunnar hafa bætt ástand Almenninga mikið á þeim rúmlega 20 árum sem liðin eru. Á það ber hins vegar að líta að land í Almenningum var mjög illa farið vegna samspils langvarandi ofbeitar og óblíðra náttúruafla og enn vantar mikið á að gróður sé þar í viðunandi ástandi. Landbúnaðarháskóli Íslands mat beitarþol afréttarins á árinu 2011. Í skýrslunni kemur m.a. fram að 91% afréttarins væri ógróinn, og ennfremur að meginhluti gróna landsins væru mosaþembur. Jarðvegs rof er þar mikið og töluverð aska frá eldgosunum 2010 og 2011. Á slíku landi getur beit hægt mjög á náttúrulegri gróðurframvindu. Viðmiðanir um ástand lands hafa breyst mikið á undanförnum árum. Í nágrenni eldfjallanna er einkum mikilvægt að byggja upp gróður sem fær er um að binda gjósku og breyta henni í jarðveg með gróðurmætti sínum. Meðal slíkra tegunda eru birki og víðir, sem hafa breiðst ört út bæði í Almenningum og Þórsmörk í kjölfar friðunarinnar. Um ítölu og beit í Almenninga Ítölunefndin sem skipuð var fyrir Almenninga klofnaði í úrskurði sínum. Að áliti meirihluti nefndarinnar er beit heimil fyrir 50 tvílembur fyrstu fjögur árin, síðan má fjölga þeim í 130 á átta árum. Minnihluti nefndarinnar byggði hins vegar á ofangreindri skýrslu Landbúnaðarháskólans um beitarþol og taldi afréttinn þurfa lengri frið fyrir beit til að jafna sig eftir áföll af völdum eldgosa og rányrkju fyrri ára. Þar væri mikið í húfi, ekki síst í ljósi tíðra eldgosa . Ein meginástæða þess að fjáreigendur í Vestur-Eyjafjallahreppi fluttu fé í Almenninga sumarið 2012, eftir friðun frá 1990, er líklega úrskurður Óbyggðanefndar um að ríkið ætti landið, en bændur beitarréttinn. Töldu þeir nytjar tryggja betur áframhaldandi beitar- rétt. Á móti koma hins vegar þau sjónarmið að eignarrétti fylgi ríkar skyldur, og að þinglýstur samningur um áframhaldandi friðun væri í raun sterkari til viðhalds beitarréttindum en að nýta svo illa farið land til beitar. Úrskurður ítölunefndar fyrir Almenninga gerir ráð fyrir fáu fé, 50 tvílembum til að byrja með, en eigendur beitarréttar eru margir. Slík beit skiptir vart miklu máli fyrir möguleika þeirra til sauðfjárbúskapar. Félagslegar ástæður virðast því ríkari hér en efnahagslegur ávinningur og umhverfissjónarmið. Í samfélagi nútímans er eðlilegt að saman fari réttindi og skyldur. Ef fé er flutt í Almenninga þarf að varna því að leita í Þórsmörk, Goðaland og önnur aðliggjandi svæði. Eru eigendur beitarréttarins reiðubúnir til að taka á sig slíkar skyldur? Vænta má að margir yrðu til mótmæla ef verja ætti fjármunum skattgreiðenda til að verja þessar viðkvæmu náttúruperlur fyrir ágangi sauðfjár sem nóg rými er fyrir í heimahögum. Andrés Arnalds Fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur áhyggjur af því hve litlu fé er varið til viðhalds vega og brúa í sveitarfélaginu. Sérstaklega hefur sveitarstjórn áhyggjur af slæmu ástandi héraðsvega vegna skorts á viðhaldi. „Við fórum á fund vegagerðar- manna til að fá upplýsingar um hvað standi til að gera í vegum hér í sveitarfélaginu á næstunni. Á fundi þeirra koma fram það sem við höfum lengi vitað að allt of litlu fé er varið til uppbyggingar og viðhalds tengi- og héraðsvega. Þess vegna er viðhald mjög lítið og uppbygging nær engin,“ segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Jónas segir að samt sem áður hefur verið tekin upp sú nýbreytni að klæða gamla malarvegi með lágmarkskostnaði án þess að endurbyggja þá og stendur til að klæða tæplega 5 kílómetra kafla af Hólavegi á þann hátt á næsta ári. „Við fögnum við þessari nýbreytni og að loksins fari eitthvað af stað.“ Mikið vegakerfi Eyjafjarðarsveit er víðáttumikið sveitarfélag með langt vegakerfi. Vegakerfið í umsjón Vega gerðar er um 220 kílómetrar í sveitar- félaginu og skiptist í stofnvegi um 23 kílómetra, tengivegi um 71 kílómetra, héraðsvegi um 49 kíló- metra og landsvegi um 77 kílómetra. Einbreiðar brýr eru 11 í sveitar- félaginu, en tvíbreiðar brýr eða ræsi 5. Lágmarksviðhald í stað nýrrar brúar Sveitarstjórn hefur að sögn Jónasar kallað eftir umbótum á hverju ári en hægt hefur miðað. Hann segir að menn hafi haldið að til stæði að byggja nýja brú yfir Eyjafjarðará, svokallaða Stíflubrú sunnan við Melgerði, „en á fundinum kom fram að það verði ekki á næstunni heldur standi til lágmarksviðhald á henni til að forðast að hún skemmist meir en orðið er. Ég sé því ekki annað en að í stað þess að fagna nýrri brú á næstunni þá verðum við að halda upp á 80 ára afmæli Stíflubrúar og Sandhólabrúar á þessu ári og jafn- framt 100 ára afmæli brúar yfir Munkaþverá. /MÞÞ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar: Allt of litlu fé er varið til uppbyggingar og viðhalds tengi- og héraðsvega

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.