Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Í síðasta blaði voru starfs-
menn Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins sem starfa á
Búfjárræktarsviði kynntir en
nú er komið að starfsmönnum á
sviði nytjaplantna sem og stjórn-
endum og skrifstofufólki. Eins og
áður hefur komið fram starfa hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
ráðunautar sem áður voru starfs-
menn Bændasamtaka Íslands og
búnaðarsambandanna um allt
land. Frekari upplýsingar má finna
á heimasíðu RML, www.rml.is.
Svið nytjaplantna RML
Fagsviði nytjaplantna tilheyra
faghópar í jarðrækt, garðyrkju og
fóðurráðgjöf en einnig tilheyrir
sviðinu ráðgjöf í landnýtingu.
Ábyrgðarmaður leiðir starf hvers
faghóps og situr hann jafnframt sem
fulltrúi RML í fagráði viðkomandi
greinar. Viðfangsefni fagsviðsins er
einkum ræktun og nýting á landsins
gæðum og aðferðir við að nýta upp-
skeru til fóðrunar.
Nafn: Borgar Páll Bragason.
Starfsheiti: Fagstjóri nytjaplantna.
Starfsstöð: Hvanneyri.
Uppruni og búseta: Fæddur í
Vopnafirði og uppalinn á Bustarfelli
í þeirri sveit. Búsettur á Hvanneyri
í Borgarfirði. Kvæntur Oddnýju
Kristínu Guðmundsdóttir frá
Hvanneyri og á með henni 2 börn.
Menntun og fyrri störf: Stúdent
frá Framhaldsskólanum á Laugum.
Búfræðingur og búfræðikandidat frá
Hvanneyri. Fyrri störf eru fjölbreytt,
allt frá byggingavinnu og sjómennsku
til sumarstarfa hjá Landgræðslunni
og landbúnaðarstarfa á æskuslóðum
sem enn eru starfrækt. Kom til RML
frá Bændasamtökunum þar sem ég
hef starfað síðan námi lauk árið 2005.
Þar var ég verkefnastjóri og hafði
meðal annars umsjón með verkefnum
á sviði jarðræktar, landupplýsinga og
jarðabótastyrkja.
Faghópur í jarðrækt
Jarðræktarráðunautar RML (faghópur
í jarðrækt) sinna ráðgjöf sem snýr
að jarðrækt og fóðuröflun. Meðal
verkefna má nefna:
Skurðamælingar og skipulag
endurræktunar.
Jarðvinnsla, val á tækjum og
jarðvinnslutækni.
Áburðarráðgjöf og
áburðaráætlanir.
Val á tegundum og yrkjum
til ræktunar í kornrækt,
túnrækt, grænfóðurrækt eða
orkujurtaræktun.
Aðstoð við skýrsluhald og
skráningu í jörð.is
G r e i n i n g a r á
fóðuröflunarkostnaði.
Að auki sinna ráðunautar RML hvers
kyns ráðgjöf og upplýsingagjöf er
varðar jarðrækt og fóðuröflun.
Megináhersla ráðgjafar í
jarðrækt er aukin hagkvæmni
fóðurframleiðslunnar
Nafn: Ingvar Björnsson.
Starfsheiti: Ábyrgðarmaður jarð-
ræktar.
Starfsstöð: Akureyri.
Uppruni og búseta: Fæddur og
uppalinn á Hólabaki í Húnaþingi.
Búsettur á Akureyri ásamt eigin-
konunni Elínu Aradóttur og þremur
börnum.
Menntun og fyrri störf: Stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1993,
búfræðingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1996 og Búfræðikandídat
frá Hvanneyri 1999. MSc gráða
í plöntukynbótum frá University
of Guelph í Kanada 2003. Hefur
starfað hjá Búgarði ráðgjafar-
þjónustu sem héraðsráðunautur í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum frá
2003 með árherslu á jarðrækt og
búrekstur. Starfaði í hlutastarfi hjá
RALA síðar LBHÍ sem sérfræðingur/
Lektor á árunum 2003-2006 við
kennslu og rannsóknir. Ýmis fyrri
störf s.s. kennsla og rannsóknir við
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
1999-2000 og störf fyrir Landgræðslu
ríkisins og Skógrækt ríkisins með
námi.
Nafn: Kristján Bjarndal Jónsson.
Starfsheiti: Ráðunautur í jarðrækt.
Starfsstöð: Selfoss.
Uppruni og búseta: Fæddur í
Neðra-Dal, Biskupstungum. Faðir
hans var þaðan, en Aðalheiður
móðir hans er frá Böðmóðsstöðum
í Laugardal. Búsettur á Selfossi
frá 1973. Kvæntur Sigrúnu Jensey
Sigurðardóttir.
Menntun og fyrri störf:
Búfræðingur frá Hvanneyri 1968.
Var við nám í Danmörku 1968 til
1969. Búfræðikandídat frá Hvanneyri
1973. Ráðunautur, einkum í jarð-
rækt frá 1973 til ársloka 2012 hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands.
Nafn: Sigurður Jarlsson.
Starfsheiti: Ráðunautur í jarðrækt.
Starfsstöð: Ísafjörður.
Uppruni og búseta: Fæddur í
Reykjavík 18. ágúst 1950. Búsettur
á Ísafirði frá árinu 1975.
Menntun og fyrri störf:
Búfræðingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1970 og Búfræðikandidat
þaðan 1975. Ráðunautur frá útskrift
hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða
og til ársloka 2002. Ráðunautur hjá
Búnaðarsamtökum Vesturlands frá
2003 til ársloka 2012.
Faghópur í fóðrun
RML býður upp á ráðgjöf varðandi
framleiðslu og val á hentugu fóðri
fyrir jórturdýr og hross. Boðið er upp
á fóðuráætlanir fyrir nautgripi, sauðfé
og hross. Fóðuráætlanir fyrir mjólk-
urkýr eru unnar í Opti-for Island
sem byggir á norræna fóðurmats-
kerfinu NorFor. Ráðunautar RML
eru reiðubúnir að koma á fundi með
hverskonar fræðsluerindi um fóður
og fóðrun búfjár.
Nafn: Eiríkur Loftsson.
Starfsheiti: Ábyrgðarmaður í
fóðrun.
Starfsstöð: Sauðárkrókur.
Uppruni og búseta: Er frá
Steinsholti í Gnúpverjahreppi
Árnessýslu og uppalinn þar. Búsettur
í Beingarði í Hegranesi, Skagafirði.
Kvæntur Stefaníu Birnu Jónsdóttur
og á með henni þrjú börn á aldrinum
15 til 23ja ára.
Menntun og fyrri störf: Hóf skóla-
göngu í Ásaskóla og síðan Flúðaskóla.
Stúdent frá Menntaskólanum að
Laugarvatni 1982 og búfræðikand-
ídat frá Hvanneyri 1987. Starfaði hjá
Bútæknideild RALA á skólaárum á
Hvanneyri og til vors 1989. Vann
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands
í hlutastarfi veturinn 1988-1989.
Ráðunautur í Skagafirði frá 1989
lengst af í nautgriparækt og jarðrækt.
Nafn: Hrafnhildur Baldursdóttir.
Starfsheiti: Ráðunautur í fóðrun.
Starfsstöð: Selfoss.
Uppruni og búseta: Frá Litla-Ármóti
í Flóahreppi en þar er stundaður
kúabúskapur.
Menntun og fyrri störf: Lauk BS-90
námi í búvísindum frá Hvanneyri
vorið 2007. Flutti til Noregs haustið
2007 til að stunda mastersnám í fóður-
fræði og lauk því 2010. Vann á kúabúi
samhliða náminu í Noregi sem fóður-
ráðgjafi ásamt almennum bústörfum.
Fyrir sameiningu starfsmaður hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands í fóður-
leiðbeiningum, aðallega þó fóðuráætl-
anir í fóðurmatskerfinu NorFor.
Nafn: Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.
Starfsheiti: Ráðunautur í fóðrun.
Starfsstöð: Selfoss.
Uppruni og búseta: Fædd, uppal-
in og búsett á Selfossi með viðkomu
í Noregi. Ættuð af Ströndum og
Austur-Skaftafellssýslu í föðurætt en
frá Noregi og Þýskalandi í móðurætt.
Menntun og fyrri störf: Stúdent
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
2005. Búfræðingur 2008, B.Sc.
í búvísindum og frjótæknir 2011
frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ráðunautur í fóðrun og fóðurverkun
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og
RML frá 2012 auk ýmissa starfa í
landbúnaði.
Garðyrkja
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
sinnir almennri ráðgjöf í ylrækt
grænmetis og blóma, ræktun úti-
matjurta og garð- og skógarplantna.
Auk þess ráðgjöf um áburðargjöf,
varnir gegn sjúkdómum, meindýrum
og illgresi.
Nafn: Ægir Þór Þórsson.
Starfsheiti: Ábyrgðarmaður í garð-
yrkju.
Starfsstöð: Reykjavík.
Uppruni: Fæddur og uppalinn í
Reykjavík.
Menntun og fyrri störf:
Líffræðingur frá Háskóla Íslands,
lauk þaðan doktorsprófi (Ph.D)
2008. Vann í Háskóla Íslands þar
til ég hóf störf hjá Bændasamtökum
Íslands 2010 sem landsráðunautur í
garðyrkju.
Nafn: Magnús Ágúst Ágústsson.
Starfsheiti: Ráðunautur í garðyrkju.
Starfsstöð : Reykholt í
Bláskógabyggð.
Uppruni og búseta: Fæddur 1950
á Löngumýri á Skeiðum og uppal-
inn þar en á auk Árnessýslu ættir að
rekja til Austur- og Suðausturlands.
Bjó í Hveragerði í rúm 30 ár en býr
nú ásamt eiginkonu, Rannveigu
Árnadóttur og syni í Reykholti í
Bláskógabyggð.
Menntun og fyrri störf: Stúdent
frá ML 1970. BSc (120 ) í líffræði
frá HÍ vorið 1975, og nam við
háskólann í Reading í Bretlandi
1975. Var aðstoðarmaður við
tilraunastöð Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins frá júní 1973,
stundakennari við búvísindadeildina á
Hvanneyri veturinn 1973-74 og ráðinn
tilraunastjóri hjá RALA við tilraunastöð
Garðyrkjuskóla ríkisins 1975 og
gegndi því starfi til ársloka 1985.
Stundakennari við Garðyrkjuskóla
ríkisins 1986-1990. Garðyrkjubóndi
í Lindarbrekku í Hveragerði frá
1985-1993. Landsráðunautur í
ylrækt hjá Búnaðarfélagi Íslands
síðar Bændasamtökum Íslands frá
1990-2003 og sem landsráðunautur
í garðyrkju frá 2003. Sinnti auk þess
stundakennslu við Garðyrkjuskóla
ríkisins á árunum 1996-2003 og var
fagdeildarstjóri ylræktarbrautar 2001-
2003. Er í hlutastarfi hjá RML frá
ársbyrjun 2013.
Stjórnendur og skrifstofufólk
Nafn: Karvel Lindberg Karvelsson.
Starfsheiti: Framkvæmdastjóri og
ráðunautur í svínum og alifuglum.
Starfsstöð: Hvanneyri.
Uppruni og búseta: Fæddur á
Akranesi 1971, ólst þar upp en var með
annan fótinn í Borgarfirði frá unga
aldri. Bjó í Hálsasveit í Borgafirði frá
því skömmu fyrir síðustu aldamót en
hefur búið á Akranesi síðustu 2 árin.
Giftur Lindu Björk Pálsdóttur og eiga
þau tvö börn.
Menntun og fyrri störf: Stúdent frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi
1992, búfræðingur frá Hvanneyri 1995
og BS í búvísindum frá Hvanneyri
1999. Tók hluta af námi við KVL í
Danmörku sérmenntun í svínarækt á
masterstigi. Er að klára meistaranám
í verkefnastjórnun (MPM) frá
Háskólanum í Reykjavík. Byrjaði sem
bústjóri á Hýrumel í Hálsasveit 1999,
varð síðar bóndi og framkvæmdastjóri
Grísagarðs og starfaði við það til ársins
2010. Hóf störf sem landsráðunautur í
svína og alifuglarækt 2011. Var ráðinn
framkvæmdastjóri RML við síðustu
áramót en er jafnframt ráðunautur
alifugla og svína hjá RML.
Nafn: Vignir Sigurðsson.
Starfsheiti: Fjármálastjóri.
Starfsstöð: Akureyri.
Starfsmenn RLM á sviði nytjaplantna
ásamt og stjórnendum og skrifstofufólki
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins