Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 58
58
Það vorar
Veðurblíðan undanfarinn mánuð
fyllir mann bjartsýni og tilhlökk-
un að geta aftur farið að taka til
í garðinum, gróðursetja nýjar
plöntur og hlúa að. Ótímabæru
hausthretin, sem beygðu sumar
plöntur og greinar undir snjó
sem fór ekki aftur fyrr en nú og
í sumum landshlutum liggur enn
sem hjarn, hafa eflaust brotið,
beygt og kæft einhverjar plöntur.
Þá þarf að hlúa að og gróðursetja
í skörðin. Á stórum hluta landsins
fóru þessi veður ómjúkum hönd-
um um bændur og búfé þeirra,
sem fórst hundruðum saman og
hraktist af veðrum. Um endanlega
úrlausn þeirra mála er enn óséð
hvernig kemur undan vetri, þó að
fjárhagslegt tjón hafi verið bætt að
nokkru. Bændaþjóðfélagið ól upp
sterka hlyni og sveigjanlegar eikur
með djúpar rætur, sem eru ýmsum
veðrum vön að standa af sér þó að
næði um börkinn.
Þetta á einnig við um mannlífið
í landinu. Efnahagshrunið svokall-
aða liggur enn sem mara á þjóðinni
með óuppgerðum bakreikningum
á þá sem létu þar greipar sópa um
efnahag og varasjóði landsmanna.
Sú rústabjörgun sem fram hefur
farið síðan hefur að mestu farið í að
hreinsa til í kringum bankahallirnar
og koma sem flestu í samt lag þar
innan dyra, en mannfólkið stendur
enn velkt, ráðvillt og skjálfandi á
bjargbrún blindgötunnar sem það var
statt á þegar þetta gjörningaveður
ágirndarinnar skall á. Fjárbændur
norðurhjarans lögðu nótt við dag að
bjarga því sem bjargað varð úr fönn
og undan veðri við að koma skepnum
sínum í hús. Ráðamenn þjóðarinnar
láta sig litlu varða þó að fjölskyldur
standi húsnæðislausar á götunni eftir
missi íbúða sinna í eignatilfærslu
hagvaxtarþjónustunnar. Þar er nú
séð um að tillitssemi og ábyrgðar-
tilfinning séu ekki að flækjast fyrir í
ábatasömum viðskiptum sumra.
Á Alþingi Íslendinga hefur
að undanförnu ríkt norðurskauts
fimbulvetur, svo að sá hafís sem
þar hefur myndast liggur landfastur
enn og óséð um hvernig úr muni
rætast. Það staurblinda skilnings-
leysi á aðkallandi úrlausnarefnum
samtímans og miskunnarlausa til-
litsleysi við mannlega reisn er ekki
traustvekjandi, þegar mikið liggur
við að víðsýni og fyrirhyggja vinni
vel saman við að leggja grunninn
að þjóðfélagi framtíðarinnar. Áður
var með kvótakerfi og frjálsri sölu
á veiðileyfum og framleiðslurétti í
landbúnaði búið að rústa heilbrigðri
og heiðarlegri þróun í atvinnugrein-
unum, en nú veltur framtíð þjóðar-
innar á að vel takist til við að leggja
undirstöður að uppbyggingu þessara
atvinnugreina á ný, með framsýnni
lagasetningu. Því hvað sem hver
segir þá verður því ekki haggað að
þeir sem byggja þetta eyland úti í
íshafi norðursins eiga allt sitt undir
því að vera sjálfum sér eins nægir
um fæðuöflun og nokkur kostur er,
ef eitthvað bjátar á í aðdráttum. Í
stríði lokast leiðir um loft og haf,
breytt veðurfar og uppskerubrestur í
öðrum löndum gerir þau ekki aflögu-
fær í hallæri, gjaldeyrishöft ofl. geta
ófyrirsjáanlega komið í veg fyrir
viðskipti milli landa. Framleiðslan
innanlands skapar atvinnu og mikil
verðmæti, innflutningur kostar
gjaldeyri, en útflutningur héðan á
hágæðavöru gæti orðið eftirsóttur og
mikil tekjulind. Landrými og land-
kostir bjóða upp á margbreytilega
möguleika.
Sorglega staðreyndin er sú að
ráðandi öfl í þjóðfélaginu hafa á
undanförnum áratugum róið að því
öllum árum með lagasetningum að
leggja niður landbúnað í sveitum og
útgerð frá þorpum og kaupstöðum
vítt og breitt um landið, og þar með
byggð, því þegar atvinnan er frá
fólkinu tekin þá flytur það eðlilega,
nauðugt, viljugt á eftir, þar sem eng-
inn getur framfleytt sér og sínum
nema vinna fyrir kaupi í þjóðfélagi
peninganna. Þetta þjóðfélag hefur
verið rekið í þágu fárra undanfarið.
En sú spilaborg hrundi! Nú er það
stóra spurningin hvers konar þjóð-
félag við viljum byggja hér upp aftur.
Það hlýtur að verða öllum affara-
sælast að þróa byggð um landið allt
eftir landkostum. Skipulag byggðar
þrífst alls staðar best þar sem sveitin
og ströndin vinna saman í atvinnu-
uppbyggingu og þjónustu við fólkið.
Sá þekkingarsnauði misskilningur
að ala á ríg og vanmati þar á milli
skaðar þjóðfélagið bæði leynt og
ljóst. Því menningartengd ferða-
mannaþjónusta framtíðarinnar mun
líka byggjast að stærstum hluta upp
á því sem landsbyggðin hefur upp
á að bjóða í fæðu og fegurð til and-
legrar og líkamlegrar endurnæringar.
Óþol þéttbýlisbúans leitar einnig
upprunans í faðmi landsins.
Það er því mikil skammsýni sem
ríkt hefur í vanmati stjórnvalda á
landsbyggðinni og þeim sem þar
kjósa að búa. Vonandi er ekki að
verða hver síðastur að snúa við
þeirri öfugþróun, það er nefnilega
svo margt sem þolir enga bið að
laga og bakfæra í rangfærslum og
pólitískri refskák stjórnmálamanna
að undanförnu.
Er þar fyrst að nefna heilbrigðis-
kerfið, sem hefur verið leikið svo
grátt að það er af þeim sökum orðið
stórhættulegt einmitt þeim sjúku
sem það á að þjóna! Samþjöppun
í þágu sparnaðar, segja pólitíkusar.
Sparnaðar fyrir hvern? Áreiðanlega
ekki fyrir sjúklingana og aðstand-
endur þeirra, sem þurfa að aka eða
fljúga landshorna á milli til að kom-
ast undir læknishendur, með marg-
földum kostnaði og óþægindum,
því vel búnar heilbrigðisstofnanir í
heimabyggð mega ekki sinna sínum
tilgangi, dýr tæki bíða eftir notkun.
Og læknarnir flýja land! Enginn
ræðst til starfa á ný, fólkið helst
ekki við þar sem lífsöryggið er frá
því tekið. Fæðandi konur verða að
ferðast (og fæða stundum) í ófærð
og hvaða veðri sem gefur yfir heiðar
og fjöll, til að koma börnum sínum
í heiminn. Ella dvelja í nálægð eða
á tilskipuðu sjúkrahúsi óákveðinn
dagafjölda fyrir fæðingu, fjarri
heimkynnum sínum þar til stundin
rennur upp. Það er ekki undarlegt
þó að keisaraskurðum fjölgi nokkuð
við svona aðstæður, og varla er það
sparnaðarráðstöfun. Þetta er for-
gangsverkefni að laga aftur því fljót-
virkasta leiðin til að þurrka út byggð
í landinu er að taka frá fólki öryggið
í heilbrigðisþjónustu og skólamálum.
Enginn núlifandi Íslendingur á að
þola slíkt, til þess hefur fólk borgað
sína skatta og lagt fram krafta sína
í sameiginlegan rekstur öryggis-
stofnana samfélagsins. Aðgengileg
heilbrigðisþjónusta og skólar í
heimabyggð eru forsendur fyrir
búsetu fólks, ásamt atvinnu við hæfi.
Að laska það kerfi eins og nú hefur
verið gert er því fljótvirkasta ráðið
til að leggja niður byggð í landinu.
Fjarskiptaþjónusta nútímans gefur
alls konar möguleika til úrlausnar
hvar sem er á landinu. Staðfastar
ákvarðanir ráðandi afla undangeng-
inna áratuga að flytja allt og alla á
einn þéttbýlisstað á Suðurnesjum
ganga ekki upp, eins og reynslan
sannar. Heilbrigðisþjónusta höfuð-
borgarsvæðisins annar ekki lengur
fólksfjölgun þar, hvað þá að hún sé
aflögufær með sjúkrarými eða tíma
fagfólks við að sinna landsbyggð-
arbúum, nema í undantekningar-
tilvikum. Enda óþarft ef kerfi lands-
byggðarinnar væri virkt og atvinna
fólks við þá iðju lækna og umönn-
unarþjónustu tryggð til frambúðar.
Af sárri reynslu má sjá hvílík
afglöp það eru að draga þannig
saman eins og gert hefur verið í
þessum efnum. Fólkið í landinu
má ekki láta það líðast en verður
að krefjast þess af þeim sem næst
veljast til valda að þessum málum
verði kippt í lag.
Það er mikið umrót í þessu þjóð-
félagi nú, sem engan þarf að undra
eftir það sem á undan er gengið. Hitt
vekur mörgum meiri furðu, ef þroski
þjóðarinnar er ekki meiri en svo að
allt verði sett aftur í sama far sóunar
og græðgi, með aðeins örfárra ein-
staklinga fjármagnshag í huga. Þegar
líf almennings og starf er í húfi og
framtíðar búsetuþróun í uppnámi.
Er Íslands óhamingja að verða
svo algjör að ekkert þessara mörgu
framboða hafi á að skipa því fólki
sem treystandi sé til að byggja hér
upp réttlátara þjóðfélag? Fólk bíður
eftir að heyra þær raddir og sjá þann
vilja er vert verði að ljá atkvæði sitt
til brautargengis við að byggja hér
upp þá samfélagsgerð sem setur
mannkosti og samhjálp í öndvegi,
gengur um lífríki náttúrunnar af
virðingu og metur gjafir hennar að
verðleikum.
Gömlu gildin: heiðarleiki, nýtni
og sparsemi, eru enn óyggjandi
máttarstoðir undir framtíðarlausnir.
„Að fortíð skal hyggja ef framtíð
skal byggja“ er gott heilræði, því
af ótal mistökum má margt læra og
varast, en einnig nýta það sem vel
hefur reynst, þróa áfram og laga að
nýrri tækni. Gott er að byrja á að
finna þær öndvegissúlur aftur. Þær
dugðu vel aldamótakynslóð síðustu
aldar, við að þróa og byggja upp þá
stökkbreytanlegu þjóðfélagsgerð
sem í deiglunni var á því tímabili
harðindanna um 1800-1900 bæði hér
heima og landnemunum vestan hafs.
Það er ögrun, en um leið mikil
gæfa og gleði ef vel tekst fyrir unga
fólkið nú á dögum, að eiga þann val-
kost að mega taka þátt í að byggja
hér upp og skapa mannvænna þjóð-
félag. Með nánari tengingu borgar og
landsbyggðar og auknum skilningi á
þörfum hvorutveggja til samvinnu og
samábyrgðar. Þar sem gamla sjálfs-
þurftar bændaþjóðfélagsgerðin er
liðin undir lok að mestu en ótal ónot-
aðir og ókannaðir möguleikar til að
skapa í staðinn fjölþætta atvinnuflóru
á landsbyggðinni, með gróandi þjóð-
líf og glaða, heilbrigða æsku bíða
úrlausnar.
Nú bíðum við kjósendur eftir vís-
bendingu þeirra sem bjóða sig fram
til að skapa þessa framtíð.
Skrifað 4. apríl 2013
Guðríður B. Helgadóttir.
Í tengslum við nýafstaðinn árs-
fund Byggðastofnunar sem hald-
inn var í Varmahlíð í Skaga firði
var haldið fróðlegt málþing undir
yfirskriftinni „Brothættar byggðir
– ný nálgun“. Þar var til umfjöll-
unar vinna Byggða stofnunar og
fleiri aðila með íbúum nokkurra
byggðarlaga sem skera sig úr hvað
varðar mikla fólksfækkun, erfitt
atvinnuástand og óhagstæða ald-
ursþróun undangengin ár.
Fulltrúi Byggðastofnunar rakti
framgang verkefnis sem stofnunin
ásamt Norðurþingi, Atvinnuþróunar-
félagi Þingeyinga, Háskólanum
á Akureyri o.fl. hefur unnið að
undanfarna mánuði með íbúum
Raufarhafnar. Fulltrúi íbúasamtaka
á Bíldudal lýsti horfum og vænting-
um þar í tengslum við sambærilegt
verkefni. Fjallað var um tækifæri
og möguleika ferðaþjónustunnar í
strjálbýlinu frá áhugaverðu sjónar-
horni (ferðaþjónustan sem ylrækt)
og loks var afar upplífgandi erindi
um „ævintýrið á Siglufirði“.
Þróun umræðunnar um byggða-
mál hefur verið athyglisverð að
undanförnu og á Byggðastofnun
og ekki síst formaður stjórnar
Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarna-
son, hrós skilið fyrir frumkvæði í
að breikka og dýpka umfjöllun um
þennan mikilvæga málaflokk. Í
sem stystu máli má segja að nú sé í
fyrsta lagi farið að tala um „lands-
byggðirnar“ í fleirtölu í stað þess að
fjalla um landsbyggðina sem ein-
sleitt mengi. Það endurspeglar mun
betur veruleikann eins og hann er.
Þrískipt Ísland
Í grófum dráttum má segja að í
byggðalegu tilliti sé Ísland þrískipt.
Það er höfuðborgarsvæðið sjálft,
síðan stórbaugurinn umhverfis
höfuðborgarsvæðið með um 100
km radíus þar sem verulegra áhrifa
af nálægðinni við höfuðborgar-
svæðið gætir. Loks landsbyggðin
eða öllu heldur landsbyggðirnar
þar fyrir utan. Og það er einmitt
málið; landsbyggðirnar þar fyrir
utan. Þar innan er að finna mikinn
breytileika allt frá svæðum eins og
Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu þar
sem verið hefur nokkuð samfelld
fólksfjölgun og allmörg svæði og
byggðarlög önnur sem standa bæri-
lega. Á hinum endanum er að finna
einstakar byggðir eða svæði þar sem
staðan er orðin mjög brothætt. Við
slíkar aðstæður er það niðurstaða
Byggðastofnunar að til þurfi nýja
nálgun, sértækar aðgerðir og vinnu
með íbúum þar sem hin almennu
stuðningsúrræði á sviði atvinnuþró-
unar, nýsköpunar og byggðaaðgerða
dugi ekki ein til. Byggðastofnun var
tryggt fé, 50 milljónir króna, á fjár-
lögum yfirstandandi árs til að vinna
sam kvæmt þessari nýju aðferða-
fræði. Það, ásamt sóknaráætlunum
lands hlutanna með nýjum fjár-
munum upp á 400 milljónir króna
þrátt fyrir þröngan fjárhag ríkisins,
sýnir ásamt mörgu fleiru í verki vilja
núverandi ríkisstjórnar.
Byggðamál eru eilífðarmál
Róm var ekki byggð á einum degi og
verður það ekki heldur í þessu tilviki.
Byggðamál eru eilífðarmál og kalla
á sífellda og viðvarandi athygli og
aðgerðir. Nokkur forgangs verkefni
munu skipta miklu um þróunar-
möguleika strjálbýlisins á Íslandi
og aukið jafnrétti í byggðalegu tilliti:
1. Gera þarf heildaráætlun um ljós-
leiðaravæðingu alls landsins.
Stjórnvöld þurfa í samstarfi við
þá sem veita fjarskiptaþjónustu
að finna heppilegustu leiðir og
eftir atvikum stuðla að því með
fjárhagslegum stuðningi að
allir íbúar landsins njóti innan
ásættanlegs tíma, t.d. 3-5 ára,
fullnægjandi þjónustu í þessum
efnum. Ef ekkert verður að gert
bendir margt til að framvindan
verði of tilviljankennd og ákveð-
in svæði verði útundan.
2. Við næstu endurskoðun
samgöngu áætlunar þarf að gera
sérstaka áætlun um átak í upp-
byggingu tengivega og hvers
kyns hliðarvega út frá megin-
leiðum.
3. Í fjárlögum áranna 2014 og 2015
þarf að taka tvö seinni skrefin
í að jafna húshitunarkostnað á
köldum svæðum (í fjárlögum
yfirstandandi árs er tekið um
þriðjungsskref í þeim efnum).
Með hitaveituvæðingu þéttbýlis-
kjarna eins og Skagastrandar
og vonandi einnig Hafnar í
Hornafirði fækkar enn í þeim
hópi landsmanna sem ekki njóta
hlunnindanna af heitu vatni til
húshitunar og annarra þarfa. Að
sama skapi verður hlutfallslega
minna mál og sjálfsagðara að
jafna stöðu þeirra sem eftir sitja.
Þá má einnig benda á þá mögu-
leika er opnast á grundvelli laga
sem taka kyntar veitur svo sem
trjákurlsveituna á Hallormsstað
inn í kerfið. Alþingi samþykkti
á lokametrunum frum varp frá
undirrituðum þar um.
4. Vinna þarf áfram á þeirri braut
sem tilkoma náms á framhalds-
skólastigi í fleiri byggðarlögum
undanfarin ár hefur markað.
Framhaldsdeildir eru nú starf-
ræktar á Patreksfirði, Þórshöfn og
Hvammstanga, Hólmavík bætist
við í haust og Vopnafjörður er
í undirbúningi. Framhaldsskóli
í Fjallabyggð sem fór af stað á
botni kreppunnar, allt hefur þetta
sannað gildi sitt.
5. Áfram á að færa aukin verkefni,
fjármuni, áhrif og störf frá ríki
til sveitarfélaga. Vel heppnuð
yfirfærsla málefna fatlaðra til
sveitarfélaganna í tíð núverandi
ríkisstjórnar sem einnig fór fram
á botni kreppunnar og þrátt fyrir
hana á að vera mönnum hvatning
í þeim efnum. Næst eru það mál-
efni aldraðra og meiri samþætt-
ing allrar nærþjónustu á hendi
sveitarfélaganna eða í samstarfi
þeirra.
6. Hér læt ég staðar numið að sinni.
Með batnandi þjóðarhag og ekki
síst þeirri staðreynd að afkoma
ríkissjóðs er nú að komast í
jafnvægi á nýjan leik, sem svo
sannarlega hefur kostað fórnir,
eru möguleikar til að hrinda
þessum og fleiri þjóðþrifamálum
í framkvæmd allt aðrir og betri
til næstu ára litið.
Steingrímur J. Sigfússon
Höf. er atvinnuvega- og
nýsköpunar ráðherra og 1. þing-
maður Norðausturkjördæmis.
Landsbyggðirnar og
framtíð sveitanna!
Lesendabás