Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Veiðimál og húsfélög – svar við grein Halldórs Jónssonar í 4. tbl. Bændablaðsins:
Fullyrðing um að Tungufljótið bjóði
ekki upp á skilyrði fyrir lax er röng
Sæll Halldór. Það var gott að þú
skyldir senda þína skilagrein í
Bændablaðið. Það gefur fullt tilefni
til að svara og sem stjórnarmaður
í Veiðifélaginu Faxa sé ég mig
knúinn til að gera það. Tilvitnun í
grein þína: „Tungufljót býður ekki
náttúruskilyrði fyrir laxastofn. Sem
blasir auðvitað við því annars hefði
alltaf verið þarna lax af náttúrunnar
hendi.“
Þið eruð furðu kargir að halda
þessu fram, og bægið frá ykkur þeirri
vitneskju að þarna var gerður laxastigi.
Hann virkaði ekki vel áður en hann var
lagaður, en þó sannaðist að hann virk-
aði aðeins, við fátæklegar laxræktartil-
raunir, sem gerðar voru. Víst er um það
að betur mætti hann virka og kannski
væri til bóta að breyta á honum útfall-
inu. En heilmikið gekk samt upp hann
þegar laxagengd var mest, árið 2008.
Það munu hafa verið kringum 1000
laxar og talsverð veiði fyrir landi
Hrísholts og Einholts, það er næst fyrir
neðan sleppitjörnina. Þetta blöskraði
Ormari, vini mínum, og hélt að ribb-
aldarnir að Sunnan græddu óheyrilega.
Hann lét því Vegagerðina girða þetta
af og læsti svo. Við erum að sumu
leyti sáttir við þetta meðan laxgengd
er svo lítil að ekki er grundvöllur fyrir
veiðum. Það var samt galli að hann
lokaði þarna skemmtilegri reiðleið um
gamla Réttavaðið.
Röng fullyrðing
Sú fullyrðing að Tungufljótið bjóði
ekki upp á skilyrði fyrir lax er röng.
Það hefur verið sannað á síðustu árum,
með seiðarannsóknum. Og síðasta
innlegg var að af 10 klaklöxum, sem
teknir höfðu verið í stiganum í haust,
reyndust, með hreisturrannsókn, 7
vera af náttúrulegu klaki.
Þetta sláandi hlutfall stafar að hluta
af því að seiðaslepping tókst mjög illa
hjá okkur, vorið 2011. Heldur var það
vonandi skárra síðastliðið vor, en þá
höfðum við reyndar frekar fá seiði.
Verst verður það næsta vor, því þá
höfum við engin seiði til að sleppa,
svo árið 2014 verðum við mest að
treysta á náttúrulega klakta laxinn.
Næsta tilvitnun er þessi:
„Staðbundin harðger bleikjustofn
hefur hinsvegar lifað í ánni um aldir
og hefur veiðst talsvert bæði í net og
á stöng, sem Bergstaðamenn og fleiri
hafa árlega nýtt sér.“
Hvaða kúnstir voru þetta þá
að vera að sækja bleikjuseiði frá
Kirkjubæjarklaustri um árið 1975
og dreifa þeim um svæðið? Eitthvað
hefur staðbundni stofninn ekki staðist
væntingar. Hvað var það sem þarna
vantaði á? Virtist hrygning og klak
ekki ganga nógu vel eða var það
vöxturinn sem var lítill?
Laxastiginn mun hafa verið opn-
aður 1974, svo varla hefur laxinn
verið farinn að drepa þetta niður, þó
að Stangveiðifélag Reykjavíkur væri
farið að útvega kviðpokaseiði, sem
heimamenn voru að sleppa fyrir þá,
af mestu fákunnátu. Spurningin er líka
þessi: Með hvaða hætti haldið þið að
laxinn hafi drepið svona bleikjuna
fyrir ykkur? Er það fullorðni laxinn
sem étur þetta þegar hann er að ganga
upp eða eru það seiðin sem gera það,
þegar þau eru að ganga niður? Ég
hef reyndar séð það sjálfur, austur
í Hvítá, að lax og silungur geta vel
þrifist saman. Hvað silungur er lítill
í Tungufljótinu þessi árin tel ég að
stafi af gríðarlegum aurframburði,
sem hefur verið að gerast síðustu
vetur, fyrst veturinn 2009-10, svo
ég tæki eftir. Líkur eru til að þetta
komi að mestu úr miklum bakka við
Ásbrandsá, sem farinn er að grafast
fram. Í það minnsta hefðum við hug
á að laga þennan bakka. Tilvitnun:
„En nú kom aðeins lax í veiðar-
færin allt til þess að lögregla kom og
bannaði þeim alla veiði í ánni sem
þeir héldu fram að þeir ættu rétt til
fyrir sínu landi.
Landeigendur á Bergstöðum
vildu heldur ekki una miklum ágangi
veiðimanna á vegum Lax- Ár á landi
sínu sem liggur að veiðisvæðinu.“
Leigutekjunum ætlað að gjalda
fyrir skaða og skapraun
Þar sem umtalsverðar tekjur eru af
veiðum, þar eru svæðin leigð út, til
fagaðila. Þá geta menn ekki lengur
veitt að vild, fyrir sínu landi. Þá verða
menn líka að sætta sig við umferð
veiðimanna. Af því getur hlotist tals-
vert óhagræði, þar sem óheppilega
hagar til. Það olli ekki hrifningu á
Vatnsleysu þegar börnin höfðu verið
að leika sér á fína jeppanum á talsvert
sprottnu túninu, meðan pabbi var að
veiða. Þar sem lag er á útleigu er leigu-
tekjunum ætlað að gjalda fyrir svona
skaða og skapraun. Tilvitnun:
„Enga arðskrá fyrir Tungufljóts-
deild lögðu forsvarsmenn fram svo
að fyrsta afgjaldið frá Lax-Á lenti í
fjárhirslum forystumanns deildarinnar
og liggur þar enn að sögn. Líklega
kemur það aldrei til úthlutunar meðal
landeigenda.“
Komið í veg fyrir framlagningu
arðskrár
Það er nú óþarfi að vera með einhver
ólíkindalæti þarna. Þið hafið, ásamt
Gunnari Briem, lagt allt í sölurnar
til að koma í veg fyrir að hægt væri
að leggja fram arðskrá. Það mál er í
hnút, eins og alkunna er og olli miklu
um að farið var að leggja fram hið
misheppnaða frumvarp til breytinga
á veiðilögunum. Það kannski liggur
minna á að koma þessu í lag, meðan
tekjur Lax-Ár, af svæðinu, eru
neikvæðar. Samt þarf þetta að gerast og
gæti orðið þrautaráðið að krefjast þess
af Veiðifélagi Árnesinga að það láti
endurskoða arðskrána, eins og lögin
gera ráð fyrir. Þá er spurning hvort
það getur tekið fyrir þennan hluta af
svæðinu eða verður að leggja það allt
undir. Það mundi varla kosta minna
en 20 milljónir. Síðan yrði að stofna
„húsfélög“ á sumarbústaðasvæðunum,
til að gera arðgreiðslu til þeirra
framvæmanlega. Tilvitnun:
„Veiðifélag Árnesinga ætti í huga
þess sem hér skrifar að vera öflugt
félag sem stundaði fiskirækt í stórum
stíl, seldi veiðileyfi og ræki eftirlit
og þjónustu. Mokveiði yrði þá um
allt vatnasvæðið öllum til hagsbóta
og allir legðust á eitt að laða að sér
veiðimenn.“
Þetta var nú fallega sagt. Gallinn
er bara sá að þetta myndi aldrei virka.
Bæði yrði það gríðarlegt fyrirtæki hjá
Veiðifélagi Árnesinga að sjá um alla
þessa starfsemi og síðan eru engar
líkur til að fjandskapur sumarbústaða-
eigenda mundi minnka að ráði við
þessa breytingu. Þeir myndu áfram
halda því fram að þeir mættu veiða
fyrir sínu landi. Það er líka venjan,
þegar þéttbýlisbúar eignast land í
dreifbýli að þá er öllu lokað og læst,
einkum til að aðrir geti ekki batað
sig af þeirra gæðum. Lífsgæði eru
afstæð og þessvegna finnst mörgum
annarra velferð hafa neikvæð áhrif á
lífskjör sín. Þessi viðhorf held ég að
hafi ráðið meira um framgöngu ykkar
gagnvart veiðimönnum heldur en að
Árni Baldursson, Margeir og Drífa séu
illviljaðar manneskjur.
Með kveðju og von um að hrein-
skilin umræða geti varpað ljósi á málin.
Valur Lýðsson
Gýgjarhóli, Biskupstungum.
Landbúnaður og ferðaþjónusta
Í þeim efnahagslegu þreng-
ingum sem við Íslendingar
höfum gengið í gegnum á
umliðnum árum hefur það
verið okkur hvatning að vita
af tækifærum allt í kringum
okkur til þess að ná vopnum
okkar á nýjan leik.
Hvers virði er það fyrir okkur
Íslendinga að búa yfir hreinu
vatni og geta dags daglega andað
að okkur hreinu lofti? Svarið er
einfalt; þetta eru lífsþægindi sem
fjölmargar þjóðir öfunda okkur
af, lífsþægindi sem okkur finnst
vera sjálfsögð, en eru það ekki
og fara þverrandi úti í hinum
stóra heimi eftir því sem tíminn
líður og jarðarbúum fjölgar dag
frá degi.
Á degi hverjum nemur fjölgun
jarðarbúa um 250.000 manns. Til
samanburðar erum við Íslendingar
nú um stundir sem næst 320.000.
Þessi mikla fólksfjölgun þýðir
bara eitt; baráttan um brauðið
eykst og þegar við blasir að vegna
loftlagsbreytinga má í auknum
mæli búast við uppskerubresti
á ýmsum grunnfæðutegundum
heimsins, eins og t.d. korni,
verður það æ mikilvægara fyrir
okkur sem þjóð að hlúa að
matvælaframleiðslunni í landinu.
Gildi hennar kom raunar skýrt í
ljós í kjölfar bankahrunsins þegar
sala innlendra matvæla jókst á
kostnað innfluttra matvæla.
Almennt ríkir ágætt traust á
milli búvöruframleiðenda og
neytenda, sem í leiðinni er traust
á milli þéttbýlis og hinna dreifðu
byggða. Án þess trausts væri
íslenskur landbúnaður ekki það
sem hann er í dag.
Efnahagslegur uppgangur
hefur verið í nokkrum af fjöl-
mennustu ríkjum heims. Nægir
þar að nefna Kína, Indland og
Brasilíu. Kaupmáttur í þessum
fjölmennu ríkjum hefur aukist
og eftirspurn eftir dýrari mat-
vælum að sama skapi. Þetta
er ein af ástæðum þess að
heimsmarkaðsverð á ýmsum
matvælum hefur hækkað á
síðustu árum. Ekkert bendir til
annars en að þessi þróun haldi
áfram. Jarðarbúum fjölgar jafnt
og þétt, sem kallar á aukna
matvælaframleiðslu. Þó svo að
íslenskur landbúnaður sé ekki
stór í þessu samhengi, þá skiptir
hann samt máli.
Störfum til sveita hefur
vissulega fækkað með aukinni
tækni, en landbúnaðurinn
skapar sem fyrr ófá störf í
úrvinnsluiðnaðinum. Í mínu
kjördæmi, Norðausturkjördæmi,
eru margar þessara afurðastöðva
burðarfyrirtæki. Ég nefni af
handahófi MS á Akureyri og
Egilsstöðum, Norðlenska,
Kjarna fæði og Benny Jensen
Akureyri, Norðlenska á Húsavík
og Fjallalamb á Kópaskeri.
Búvöruframleiðslan er
mikilvægur hlekkur í að tryggja
matvælaöryggi í landinu. Og
jafnframt hefur landbúnaðurinn
ýmis tækifæri til þess að sækja
fram með útflutningi bæði
mjólkur- og sauðfjárafurða.
Markaðarnir eru fyrir hendi
og nokkrar af okkar öflugustu
afurðastöðvum hafa numið ný
lönd á mörkuðum erlendis með
hinar ólíklegustu vörur.
Þó svo að undanfarin misseri
hafi eitthvað hægt á útflutningi
á íslenskum búvörum eru
sóknarfærin utan land steinanna
til staðar. Um það eru flestir
sammála. Það er langtíma-
verkefni að vinna nýja markaði,
en ef vel tekst til geta þeir skipt
miklu máli fyrir vöxt og viðgang
íslensks landbúnaðar.
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er alþingismaður.
Við höfum hlutverki
að gegna
Kristján Þór Júlíusson
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
leggur ekki áherslu á stórar
heildarlausnir sem leysa eiga
allan vanda í atvinnuuppbyggingu
á heilu landsvæðunum. Slíkar
lausnir eru að okkar mati ekki
framtíðarlausnir fyrir íslenskt
samfélag.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
leggur áherslu á ferðaþjónustu og
fjölbreyttan iðnað og afþreyingu
í tengslum við hana. Lagt hefur
verið í öflugt kynningarátak til að
efla ferðaþjónustu á Íslandi ásamt
stóraukinni áherslu á uppbyggingu
ferðamannastaða og í að styrkja
innviði friðlýstra staða. Áfram þarf
að halda á þeirri braut og tryggja að
náttúruperlur þjóðarinnar láti ekki
á sjá undan ágangi ferðamanna,
bæði með markvissri uppbyggingu
á aðstöðu fyrir ferðamenn á
fleiri viðkomustöðum og bættri
skipulagningu ferðaþjónustu. Miklu
skiptir að tengja landkynningu á
náttúru og menningu saman í auknum
mæli og breikka þannig þann hóp
ferðamanna sem kemur til landsins.
Á næstu þremur árum verður
m.a. ráðist í uppbygginu við Stöng
í Þjórsárdal, Gullfoss, Dyrhólaey,
Sólheima jökul, Víkurfjöru, Reykja-
hlíð, Gluggafoss, Skógafoss, Hamra-
garða, Landmannalaugar, Fjallabak,
Fjarðárgljúfur, Laugarvatns skóg,
Geysissvæðið, Reykjadal og í
Vestmannaeyjum.
Ferðaþjónusta í sveitum landsins
er nú mikilvæg aukabúgrein
og stoð undir byggð í sveitum
landsins. Íslenskur land búnaður
hefur staðið af sér áföll hrunsins.
Tvennir búvörusamningar við
bændur hafa varið stöðu stéttarinnar
þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs.
Mikill vöxtur hefur verið í ýmsum
hliðargreinum landbúnaðarins. Má
þar nefna loðdýrarækt og kornrækt.
Síðarnefndu afurðarinnar má meðal
annars njóta í formi ljúffengs bjórs
frá ýmsum landshlutum.
Til að efla ferðaþjónustu og
ný sköpun í landbúnaði þarf að
styrkja byggð um allt landi. Eitt af
forgangsverkefnum Vinstri grænna er
ljósleiðara væðing í dreifbýli og full
jöfnun húshitunarkostnaðar. Þannig
er stutt við öflugt uppbyggingarstarf
sem án efa á eftir að vera einn okkar
helsti vaxtarbroddur í framtíðinni.
Arndís Soffía Sigurðardóttir,
lögfræðingur og varaþingmaður,
skipar 1. sæti á lista Vinstri
grænna í Suðurkjördæmi.
Inga Sigrún Atladóttir,
guðfræðingur og bæjarfulltrúi,
skipar 2. sæti á lista Vinstri
grænna í Suðurkjördæmi.
Arndís Soffía Sigurðardóttir og
Inga Sigrún Atladóttir
www.buvis.is
Ve r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r
SNJÓTENNUR OG SANDDREIFARAR
15% VORAFSLÁTTUR
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST