Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 64

Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Samtök Verslunar og þjónustu hafa verið óþreytandi við að bera á borð fyrir landsmenn staðhæfingar um að með afnámi tolla á tilteknum búvörum megi bæta hag heimilanna í landinu verulega. Þessa umræðu setja samtökin af stað í aðdraganda kosninga þar sem staða heimilanna er eitt helsta málefnið. Ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar í Reykjavík síðdegis miðvikudaginn 4. apríl eru neytendur ekki trúaðir á málflutning samtakanna, enda hefur hann sýnt sig að vera villandi í veigamiklum atriðum. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands fyrir árin 2009- 2011 voru meðal útgjöld heimilanna 5.322 þús. kr. á ári. Af þeim voru 13,2% til matvörukaupa, eða 701.810 kr. Kjötkaup námu 150.866 kr. Meðfylgjandi graf sýnir hvernig þessi kjötkaup skiptast milli kjöttegunda. Stærsti liðurinn er unnar kjötvörur, en mest ber á svína- og lambakjöti í þeim vöruflokkum auk þess sem til viðbótar eru notuð ýmis íblöndunarefni. Lamba- og alifuglakjöt eru 21-22% af útgjöldum til kjötkaupa hvor flokkur um sig. Í krónum talið á verðlagi ársins 2011 eru þetta 31-33 þúsund krónur. Síðan þá hefur verðlag hækkað um 8,7%. Lauslega áætlað ver því meðalfjölskyldan 35.700 kr. á ári til kaupa á alifuglakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa haldið því fram að raunhæft sé að lækka útgjöld heimilanna um 3,5 milljarða króna með því að láta versluninni eftir að flytja inn kjúklingabringur. Heildarútgjöld 130.000 heimila (sem er fjöldinn sem formaðurinn notar í sínu dæmi) til kaupa á öllu alifuglakjöti á ári eru hins vegar samkvæmt ofangreindum útreikningum 4,5 milljarðar króna. Erfitt er að fá fyrrnefnt dæmi til að ganga upp að þessum staðreyndum virtum. Meðfylgjandi súlurit sýnir verð- hækkanir á ýmsum nauðsynjavörum frá janúar 2008 til mars 2013, samkvæmt vísitölu neysluverðs. Eins og sjá má hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45,5%. Matur hefur hækkað um 56,9%. Innfluttar matvörur og vörur úr innfluttum hráefnum hafa þar hækkað langt umfram aðrar vörur. Sem dæmi hafa brauð og kornvörur hækkað um 73,7%, sykur, súkkulaði og sælgæti um 54,3% og ávextir um 90,9%. En hvað með íslenska kjötið? Í heildina hefur kjöt hækkað um 30%. Alifuglakjöt hefur hækkað um 33% og svínakjöt um 15%. En hvernig hefur verslunin staðið sig undanfarin ár við að halda niðri verði á öðrum nauðsynjum? Allir þurfa föt, skófatnað og jafnvel raftæki, gömlu þvottavélarnar snúast ekki endalaust og fólk stofnar ný heimili. Jú, samkvæmt sömu heilmild hefur fatnaður, skór, húsgögn og heimilisbúnaður og raftæki hækkað um 67-75% frá janúar 2008 til mars 2013. Árleg útgjöld heimilanna til þessarra fjögurra vöruflokka voru samkvæmt vísitölu neysluverðs um 670 þúsund krónur í mars 2012 eða nálægt 700 þús. krónur á verðlagi í mars 2013. Ef verslunin gæti lækkað verð á þessum vörum um 5% myndi það færa heimilunum í landinu 35.000 krónur í vasann eða sem svarar öllum útgjöldum þeirra til kaupa á alifuglakjöti í eitt ár. Heimild: Hagstofa Íslands Markaðsbásinn Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Sundlaug Sandgerðisbæjar stendur við Skólastræti 2. Laugin var stækkuð og gagngerar endur- bætur gerðar á henni árið 2008 og hún svo opnuð í ágúst það ár. Hún er hluti Íþróttamiðstöðvar Sandgerðisbæjar en þar eru einnig íþróttasalur og þreksalur. Sundlaug Sandgerðisbæjar er hefðbundin 25 metra útilaug. Við laugina eru vaðlaug og tveir heitir pottar, þar af annar með nuddi. Tvær rennibrautir eru við sundlaugina, rennibrautin Buna og rennibrautin Hrollur. Þá er einnig gufubað á staðnum. Sundlaugin í Sandgerði er opin frá 7.00 til 21.00 á virkum dögum og frá 10.00 til 16.00 á laugardögum. Yfir sumartímann, frá byrjun maí og út september, er einnig opið á sunnudögum frá 10.00 til 16.00. Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 420-7510 eða með því að senda tölvupóst á netfangið jon@sandgerdi.is. Sundlaugin Sandgerði Laugar landsins Matvælaverð og útgjöld heimilanna Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands Orlofsuppbót Desemberuppbót Heimilt er þó að greiða desember- og orlofsuppbót jafnharðan óski starfsmaður eftir því, enda sé gengið frá því í ráðningarsamningi. Ofan á mánaðarlaun kemur þá hlutfall af desember- og orlofsuppbót miðað við fullt starf 173,33 klst. á mánuði. 2013 kr. 44,89 á klukkustund. Ráðningar starfsfólks og kjarasamningar – Endurbirt tafla þar sem texta um 10,17% orlof vantaði í fyrri birtingu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.