Læknablaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
59
hafði Asíu-inflúenzan þá stung-
ið sér niður.
I september fór skráðum til-
fellum fjölgandi, einkum i
fteykjavik, en þar voru þá aðrir
umgangskvillar á ferð, er líkzt
gátu inflúenzu, og veiran fannst
ekki, þó að tekin væru nokkur
sýni frá sjúklingum til rann-
sóknar.
En þegar fram í október kom,
fór það að verða ótvírætt, a.m.k.
í Reykjavík, að inflúenzufarald-
ur var í uppsiglingu, og i siðari
bluta mánaðarins fannst inflú-
enzuveiran á ný, sama afbrigð-
ið og áður, þ.e. Asíu-veiran.
Tafla 2 sýnir vikulega skrán-
ingu inflúenzu í Reykjavík frá
25. ágúst til ársloka. Eftir að
faralduriun nær sér á strik, nær
hann bámarki á skömmum tíma
(í vikunni 27. okt. til 2. nóv.)
og dvínar síðan tiltölulega ört.
Alls eru i október og nóvember
skráð rúmlega 4000 tilfelli í
Reykjavík, en 14616 á öllu land-
inu, og er það meira en skráð
liefur verið á tveimur mánuð-
um i undangengnum faröldrum
síðan 1937. Heildarskráningar-
tala ársins (18386) er og hin
liæsta síðan 1937, en það ár var
bún 21977. Nálægt 60% liinna
skráðu voru börn og unglingar
innan tvítugsaldurs, og mun það
vera nokkru bærri hlutfallstala
en tíðkazt befur i fyrri faröldr-
um, að faraldrinum 1955 und-
anskildum.
Vissulega veita skráningartöl-
urnar aðeins ófullkomna mynd
af því, bve víðtækur faraldur-
inn var. Of margir starfandi
læknar, a.m.k. í Reykjavík,
munu vanrækja að gera farsótt-
arskýrslur, og svo hefur læknis
vitanlega ekki verið leitað nema
til nokkurs hluta sjúklinganna.
En faraldurinnvar mjögvíðtæk-
ur, eins og nokkuð má ráða af
því, að fjarvistir í skólum í
Reykjavík námu um 35—50%,
rétt áður en þeim var lokað, en
það var 28. október. Og með
hliðsjón af árangri eftirgrennsl-
ana, sem siðar verður getið, má
gizka á, að í Reykjavik bafi
um eða yfir 40% ibúanna tek-
ið veikina.
Yfirleitt lagðist inflúenzan
ekki sérlega þungt á fólk.
Dauðsföll töldust þó 55 á árinu,
þar af 3 áður en Asíufaraldur-
inn bófst, og er það nokkru
hærri tala en skráð hefur verið
frá 1937, en það ár er talið, að
87 bafi dáið úr inflúenzu.
Af töflu 3 fæst yfirlit yfir ald-
ur þeirra, sem dóu úr Asíu-in-
flúenzunni. Langflest er þetta
aldrað fólk, aðeins 8 undir sex-
tugsaldri, þar af tvö börn á
fyrsta ári. Á flestum dánarvott-
orðanna (41) er lungnabólgu
getið sem fylgikvilla, og í 30
tilfellum var getið um einbverja
veiklun (aðra en ellibrörnun),
tíðast lijartasjúkdóm, sem ætla
má, að bafi skert viðnámsþrótt-
inn. Þannig er þess t. d. getið
um tvö af börnunum þremur,