Læknablaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 18
50
L Æ K N A B L A Ð IÐ
var aðeins 15 ár, vekur það
furðu, hve miklu hann hefur
afkastað.
Æviferilsskýrsla dr. Björns er
í stuttu máli þessi: Stúdentspróf
frá M.R. 1932. Cand. med. frá
H.l. 1937. Námskandídat á
sjúkrahúsi Hvítahandsins og að-
stoðarmaður á Rannsóknastofu
Iláskólans frá júlí 1937 til júli
1938. Á Carlsbergfondets hiol.
institut, Kliöfn, ág. 1938 til sept.
1940 á styrk frá „Generalkonsul
E. Carlsens og hustrus minde-
legat“ og síðar frá Landsfor-
eningen til Kræftens Bekæmp-
else. Fæðingardeild Ríkisspítal-
ans, Khöfn, febr. 1940. Statens
seruminstitut, Khöfn, maí til júlí
1940. Aðstoðarmaður á Rann-
sóknastofu Háskólans frá nóv.
1940 til júlí 1941. Alm. lækn-
ingaleyfi 13. des. 1940. Á Tlie
Rockefeller Institute for Medical
Research í Princeton, N. Y.,
ág. 1941 til júlí 1943 með styrk
úr Rockefellersjóði. Aðstoðar-
maður á Rannsóknastofu Ilá-
skólans sept. 1943 til des. 1945.
Skipaður forstöðumaður Til-
raunastöðvarHáskólans í meina-
fræði 1. jan. 1946. Dr. med. frá
Kaupmannahafnarliáskóla 21.
marz 1955. I Rannsóknarráði
ríkisins frá 1943, form. frá 1954.
Var frumkvöðull að stofnun Vís-
indasjóðs íslendinga og átti sæti
í sljórn raunvísindadeildar hans.
Kosinn í Tlie Society of Sigma
X, Princeton, 1942, í Soc. Exp.
Biol. and Med., Princeton, 1943,
i Society for Gen. Microbiol.
(London), 1947. Kjörinn félagi
í Vísindafélagi Islendinga 1954.
í ritstjórn Læknahlaðsins 1944
—1949.
Fyrsta vísindaritgerð dr.
Björns birtist árið áður en hann
litskrifaðist úr háskólanum, og
her handbragðið á verkinu vitni
um óvenjulegan þroska hjá ekki
eldri manni, þá óskóluðum í vís-
indavinnu. Viðfangsefnið var
rannsóknir á taugaveiki í Flatey
á Skjálfanda. Tókst honum að
finna smitberann.
Að loknu námskandídatsári
var hann rúm 5 ár við sérnám
erlendis, eða til ársloka 1943.
Tvö fyrstu árin vann hann á
Carlsbergstofnuninni í Kaup-
mannahöfn og kynnti sér þar
vefjarannsóknir, frumuræktun
og mótefnamyndun þeirra. Um
þessi efni liggja eftir hann 4
ritgerðir. Þetta nám var undir-
staðan að því, sem varð höfuð-
verksvið hans, en það voru
veirurannsóknir. Þau fræði
kynnti hann sér í Bandaríkjun-
um á árunum 1941—43. Á þeim
árum urðu lil aðrar 4 ritgerðir
um ræktun á veirum og mót-
efnamvndun gegn þeim.
Eftir rúmlega tveggja ára
starf á Rannsóknastofu Há-
skólans var dr. Björn skipaður
forstöðumaður Tilraunastöðvar
Háskólans i meinafræði. Hlut-
verk þeirrar stofnunar er, eins
og kunnugt er, að fást við grein-