Læknablaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
89
an styrkir tendo m. subscapu-
laris hann, að neðan caput long-
um m. tricipitis og loks liggja
tendines m. teres minoris og
infraspinati sem stvrktarstreng-
ir aftan í honum.
Við starfræna lýsingu verður
að láta axlarliðinn ná yfir art.
sternoclavicularis, núningsflöt-
inn milli scapula og thorax, art.
acromioclavicularis auk art.
liumeroscapularis sjálfs. Miðjan
i hreyfikerfi þessu er art. liume-
roscapularis, en athuga her, að
starfið í liðasamstæðu þessari,
hin eðlilega hrynjandi, ef svo
má að orði kveða, er liáð á-
standi hinna aðlægu vefja og
þeim núningsflötum þar, er
telja má til ódeilanlegs þáttar í
liðhreyfingunni, svo sem bursa
suhdeltoidea, sinaskeiðar fyrr-
nefndra vöðva auk caput long-
um m. bicipitis, og m. supra-
spinati.
Yfir axlarhðnum liggja þrjú
lög vefja, sem sérstaklega er
liætt við áverkaskemmdum og
aldurshreytingum (3, 4, 6). —
Næst liðnum kemur iag það,
sem Codman (2) hefur nefnt
„the rotator cuff“, eða „snún-
ingshólkinn“. Það eru sinar mm.
supra & infraspinatus, er fest-
ast á tub. majus humeri og m.
subscapularis, er festist á tuh.
minus humeri. Sinar þessar eru
sums staðar mjög nálengdar lið-
pokanum (4). Utan á hólki þess-
um liggur svo hursa subdeltoi-
dea, en yzt m. deltoideus. Caput
longum m. bicipitis, sem virðist
hafa að aðalstarfi að styðja cap-
ut humeri að cavum glenoidale
við abductio, liggur frá tuber-
culum glenoid. superius í langri
sinaskeið um „snúningshólk-
inn“ niður í sulcus bicipitalis
humeri.
Meinafræði og meinavaldar.
Það er mikilvægt til skilnings
á uppkomu axlarmeina að
minnast þess, að þungi hand-
leggsins togar stöðugt í liðinn,
en í hlutfalli við vöðvakraft
þarna er hann talsverður. Enn
fremur ber að íhuga, að þungi
handleggsins, vöðvarnir supra-
og infraspinatus og subscapu-
laris vinna andstætt hver öðrum.
þar sem þeir liafa tillmeigingu
til að toga sitt í hverja áttina.
Þannig myndast í aðlægum
vefjum axlarliðsins þunga-
miðja, sem ásamt alhliða hreyf-
ingu liðsins getur verið samvirk
orsök til þeirra „aídursbreyt-
inga“, er allsnemma koma í ljós
á þessum stað (2, 3, 4, 6).
Þegar reynt er að kanna til
lilítar meinafræði og meinvalda
axlarmeina, skiptast mjög skoð-
anir manna. Er það e. t. v. ekki
óeðlilegt, þar sem margvíslegar
og óljósar orsakir liggja til
þessa. Á þessu sviði, og eins um
alla meðferð, eru skoðanir á
stundum algjörlega andstæðar.
Þó virðist vera hægt að benda
á nokkurn veginn rökrétta or-
sakakeðju: