Læknablaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
55
Iiii'liieiizan 1957 - Asíu-
iníliienzan — og árangui* af
bólusetningu
Cftír:
Júlíus Sigurjónsson, dr. med„ Björn Sigurðsson, dr. med.* og
Halldór Grímsson, fil. mag.
í flestum löndum Evrópu, og
viðar, mun inflúenzu verða vart
árlega, þannig að faraldur verði
úr. En áraskipti eru að því, live
víðtækir faraldrar eru og live
Iiratt þeir fara yfir. Oft eru þeir
hægfara og svo vægir, að erfitt
er að greina frá kvefsótt, nema
veirurannsókn komi til. En svo
ber það við, að faraldur geysist
á skömmum tíma um allar
heimsálfur og er þá oft skæðari
en annars gerist að jafnaði. Er
talið, að 4—5 slikir heimsfar-
aldrar (pandemiae) Iiafi gengið
á 18. og 19. öld, hvorri fyrir
sig, og einn á þessari öld fram
til 1957, en það var faraldur-
inn mikli og mannskæði 1918 —
spánska veikin.
Ónæmi eftir inflúenzu er, sem
kunnugt er, stopult. Eftir að
veirurannsóknir komu til sögu,
hefur verið staðfestur grunur
manna um, að það stafaði
a. m. k. meðfram af hreyti-
leika sóttkveikjunnar. En það
var á árinu 1933, sem in-
flúenzuveiran fannst í fyrsta
sinn. — Nú eru aðgreindir
tveir aðalflokkar af inflúenzu-
veiru, A og B, og að auki flokk-
arnir C og D, sem hafa þó ekki,
svo að kunnugt sé, verið við-
riðnir meiri liáttar faraldra.
Þessa flokka má aðgreina með
komplement-prófi.
Innan aðalflokkanna tveggja
— og þó einkum A, sem mun
vera algengari, — hafa svo fund-
izt fjölmörg afbrigði, hreytileg
að antigengerð. Er svo að sjá
sem við og við komi fram ný af-
brigði, en eldri gerðir hverfi úr
umferð. Mótefni gegn einu af-
brigði geta veitt nokkra vörn
gegn öðrum afbrigðum sama
flokks, en svo þarf þó ekki að
vera, og fer um það eftir því,
hver munur er á antigengerð
þeirra. Er þvi engin trygging
fyrir því,að hóluefni,sem reynzt
hefur vel í einum faraldri, gefi
viðlilítandi raun í þeim næsta,
* Handrit að grein þessari var
ekki fullbúið, er dr. Björn Sigurðs-
son féll frá.