Læknablaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 21
L Æ K N A B L A Ð 1 Ð
53
þeim tveim síðastnefndu voru
meðal þeirra fyrstu, sem voru
birtar í Evrópu um þessar far-
sóttir. Mörg sýni frá spítölum,
sem ekki vannst tími til að
rannsaka, eru enn i frystiklef-
anum á Keldum.
Enn er ótalinn einn liður í
starfsemi Tilraunastöðvarinnar
á Keldum, en það er framleiðsla
lióluefna. Garnaveikibóluefni
dr. Björns er nú notað með
ágætum árangri liér á landi, og
liafa borizt fyrirspurnir um það
frá Þýzkalandi, Bandaríkjunum
og Ástralíu. Inflúenzubóluefni
var framleitt í 8000 manns í far-
sóttinni 1957, og framleiðsla á
bóluefni gegn lambablóðsótt og
lungnapest hefur fullnægt þörf-
um okkar. Bóluefnaframleiðsl-
an fór fram við mjög erfiðar
aðstæður vegna skorts á mann-
afla og búsnæði, en þessi vinna
var svo aðkallandi fyrir afkomu
landbúnaðarins, að ekki varð
komizt bjá því að auka við
húsakostinn, og er viðbyggingin
nú vel á veg komin.
Arið 1943 var dr. Björn skip-
aður i Bannsóknarráð ríkisins,
og var hann formaður þess frá
1954. Þar átti hann mörg
áhugamál, sem lionum var tíð-
rætt um. Að tilhlutan ráðsins
tók hann að sér ýmsar rann-
sóknir, t. d. á meðalalýsi og vot-
heysgerð. Hann liafði mikla trú
á auðlindum landsins, og voru
skoðanir hans á möguleikum til
þess að hagnýta þær vafalaust
að einhverju leyti til orðnar fyr-
ir áhrif samstarfsmanna bans í
ráðinu og annarra fróðra
manna.
Dr. Björn vildi, að Bannsókn-
arráð gengist fyrir þvi að beina
athygli ungra menntamanna að
rannsóknum á sviði raunvís-
inda. En um leið yrði að skapa
þessum mönnum starfsskilyrði,
svo að menntun þeirra gæti
komið þjóðinni að gagni. I því
skyni gerðist hann forgöngu-
maður um stofnun Visindasjóðs.
Hann álti einnig frumkvæðið að
því, að sett var á fót í Rann-
sóknarráði liagfræðileg athug-
un á þvi, live miklu fé væri var-
ið til raunvísindastarfsemi hér á
landi. Skyldi þetta verða ís-
lenzkum yfirvöldum leiðbeining
um það, bve langt við stæðum
að baki öðrum þjóðum í þeim
efnum. Ilann var sannfærður
um, að þorskurinn gæti ekki
einsamall staðið undir menning-
arlífi á Islandi, þjóðin þvrfti að
bafa fleiri járn í eldinum og
taka raunvísindin í þjónustu
sina, því að þau væru grund-
völlur allra framfara.
Sérfræðingum hættir til að
verða þröngmenntuðum, en
þannig var því ekki farið með
dr. Björn, því að hann hafði
einnig tíma til að þroska sig á
öðrum sviðum en í sérgrein
sinni. Hugurinn var opinn i all-
ar áttir, og bann kunni góð skil
á mörgu: hljómlist, myndlist og
bókmenntum, og málamaður