Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 32

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 32
158 LÆKNABLAÐIÐ svokallað radiocinematograpli, sem notað er við angiografi. Ég ætla heldur að lvsa læknis- þjónustu í sveit. Fyrirkomulagi hennar kynntumst við í Ukra- ínu. Við byrjuðum þann daginn á því að skoða samyrkjubú og sjúkraskýli fyrir verkafólkið, sem þar vann. Sjúkraskýlin voru tvenns konar: Annars vcgar var skýli fyrir hjálp í við- lögum og minni háttar áverka. Var þar hiðstofa, aðgerðarher- hergi og tvær sjúkrastofur með 4 rúmum liver, og lá þar fólk, sem gert hafði verið á minni háttar aðgerð, eða liafði orðið fyrir áverka. Hins vegar var skýli, sem hæði var fyrir ófríslc- ar konur, er þurftu að hvíla sig fvrir fæðingu, og fvrir sængur- konur. Á fyrrnefnda staðnum réð liúsum maður, sem nú á dög- um á ekki sinn lika vestan Sovétríkjanna. Hann her tilil- inn feltskeri, hinn sama litil og Pareus hafði, en hann lifði frá 1510—90 og þótti mestur skurð- læknir síns tima. Feltskerinn hefir takmarkað lækningaleyfi. Hann má veita hjálp í viðlög- um, t. d. stinga á kýli og kippa í lið. Til lians koma vitjana- beiðnir úr nágrenninu. Hann fer í vitjanir, en má ekki skrifa lyfseðil. Hins vegar getur hann vistað fólk beint á spítala. Hann vinnur á áhvrgð og undir eftir- liti lækna á poliklinikinni. Á fæðingaheimilinu ræður húsum Ijósmóðir, og er hún undir eftirliti lækna frá poli- klinikinni. Þar eru konur rann- sakaðar vegna þunga, fylgzt með þeim um meðgöngutímann og þar geta þær fætt, ef allt er með eðlilegum hætti. Þarna er ungum mæðrum kennt að fara með kornabörn, og eru þau und- ir eftirliti heimilisins fyrsta ár- ið. Læknar frá poliklinikinni koma þarna reglulega. Skammt frá var dagheimili fyrir börn, og skoðuðum við það lauslega. A spítala þessarar sveitar eru 100 sjúkrarúm fyrir lyflæknis-, handlæknis- og kvensjúkdóma. Þar er röntgendeild, poliklinik, sanepid-deild og apótek. Yfir- læknir spítalans er skurðlæknir. Hann er um leið yfirlæknir allr- ar sveitarinnar og áhvrgur fyrir framkvæmd heilbrigðismála þar. Hann hefir 4 aðstoðar- lækna, skurðlækni, lyfiækni, kvenlækni og harnalækni. 1 þessari sveit, sem í voru 70.000 íbúar, voru eftirtaldar heilbrigðisstofnanir: Spítali með 100 rúmum, poliklinik og' sanepid-deild, 9 feltskera-skýli með alls 100 rúmum, herkla- varnarstöð, og á henni rúm fvr- ir 50 sjúklinga, herklaspítali fvr- ir 35 sjúldinga, 45 stöðvar fyr- ir mæðra- og harnáyernd, 18 fæðingarheimili og 12 barna- heimili, sem gátu liýst 200 hörn. Auk þess voru 55 dagheimili fvrir börn, en þau voru opin aðeins um uppskerutimann.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.