Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1960, Síða 35

Læknablaðið - 01.12.1960, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 161 um farið ört fjölgandi. Nú á liver kona rétt á því að láta fjarlægja fóstur, þó með þeim skilyrðum, að hún iiafi ekki gengið lengur með en 3 mánuði og 6 mánuðir séu liðnir frá því, að fóstri var síðast eytt. Ekki gátuin við fengið heild- artölur yfir það, hve margar fóstureyðingar væru árlega framkvæmdar í öllum Sovét- rikjunum, en okkur var sagt, að í Leníngrad og umhverfi, sem i eru 3,3 milljónir íbúa, hefðu þær verið milli 65—70 þúsund árið 1958. Voru 8% aðgerðanna samkvæmt læknisráði (medi- cinsk indikation). Þrátt fyrir þetta var fæðingartalan á þessu svæði 25 %0. . Ekki levndi það sér, bæði þarna og víðar, þar sem þetta bar á góma, að fóstureyðingar eru Rússum dálítið viðkvæmt mál, því að í raun og veru er ríkisvaldið á móti þeim. Þegar kona fer fram á að losna við fóstur, er reynt að telja hana af því. Henni er bent á hættur, sem kunna að fylgja því, og að hún geti afhent harnið ríkis- stofnun, er sjái fyrir því, ef hún vill það ekki sjálf. Okkur var sýnd fræðslukvik- mynd, mjög vel gerð, sem er notuð við heilbrigðisfræðslu, t. d. á kvikmyndahúsum. Ungu fólki eru kenndar getnaðarvarn- ir, en þó að undarlegt sé, þá tak- mörkuðust þær að mestu við karlmenn, og pessar cr lítið notaður. Loks er konum, sem hafa fætt mörg hörn, veittir heiðurstitlar, sem á ensku voru kallaðir „glory of mother-hood“, „medal of motherhood“, og loks er titillinn „mother heroine“ veittur konurh, sem hafa kom- ið upp fleiri en 10 börnum; tveimur fyrri titlunum fylgir lieiðurspeningur, en liinum síð- asta fjárfúlga að auki. 70% sovézkra lækna eru konur. Læknafjöldinn er mik- ill, 340.000, þegar sérfræðingar i munnsjúkdómum eru taldir með. Frá háskólum útskrifast árlega í kringum 20.000 kandi- datar. Það lætur nærri, að einn læknir sé fyrir hverja 640 íbúa. Til samanburðar má geta þess, að í Bandaríkjunum er einn læknir fyrir hverja 765 íbúa, í Bretlandi, Frakklandi og Hol- landi einn fvrir liverja 1100 íbúa, i Danmörku einn fyrir 800, i Noregi einn fvrir 900, í Sví- þjóð einn fyrir 1200 og á ís- landi einn fyrir hverja 750 íbúa. Skilyrði fyrir upptöku i læknaskóla eru þau, að viðkom- andi hafi lokið sjö ára almennu skólanámi að viðbættu þriggja ára námi, sem mun samsvara gagnfræðanámi á Norðurlönd- um. Undirbúningsmenntun er því þrem árum skemmri en á Norðurlöndum. — Neminn er þannig 17 ára gamall, þegar liann byrjar námið, en það tek- ur 6 ár. Sækja verður um upptöku i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.