Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 55

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 169 ætlaður allt annar tilgangur. — Sem dæmi má nefna Sklifos- ovski-stofnunina í Moskvu. Þetta er merkisstaður, sem i rúm 150 ár liefir komið mikið við sögu rússneskrar læknis- fræði. Höllin var bvggð í lok 18. aldar og er sögð vera „a remark- able bistorical monument of Russian arcbitecture“. Frá byrj- un 19. aldar og fram að bvlt- ingu var þetta atbvarf upp- gjafapílagríma og spítali fyrir um 70 manns, sem tók einkum við særðum hermönnum og slösuðu fólki. Nú er þarna aðal- slysavarðstofa Moskvu og tengd- ar henni spítaladeildir fyrir alcút kirurgi og medicin. Höllin stendur við mikla um- ferðagötu, og er framhliðin prýdd súlum og skrauti, sem mjög einkennir rússneska bvgg- ingarlist, bæði forna og nýja. Þegar inn er komið, verður fyr- ir mikið anddyri. Þar er gólf og veggir úr marmara og enn fleiri súlur; veggmálverk eru þar mörg, og endar loft and- dyrisins í hvelfingu, sem er mál- uð myndum af feitu kvenfólki í Rubens-stíl og misjafnlega heil- ögum karlmönnum, ef dæma skal af glampanum í augum þeirra, sem liorfa á kvenfólkið. Miklar marmaratröppur liggja upp á efri hæð hallarinnar, og handrið er útflúrað. í höllinni sjálfri er nú hluti slysavarðstof unnar, rannsókn- arstofur, kennslu- og fundarsal- ir, en spítalinn er í nálægri bygg- ingu, fornlegri. Þar eru stigar og allt tréverk annað mjög úr sér gengið. Dregill var eft- ir endilöngum spítalagangi, gluggatjöld efnismikil og bród- eruð, eins dyratjöld; blómapott- ar stóðu á gólfum og borðum. Allt var þetta hreint, en ryksælt lilaut það að vera. Þessi spitali var ekki eins dæmi. Margar vísindastofn- anir eru i gömlum og úr sér gengnum byggingum, sumar þeirra böfðu aðeins tvö herbergi til umráða, en aðrar heilar liæðir. I sliku umhverfi verkar það andstætt að sjá hin nýjustu og fullkomnustu tæki á skurðstof- um, rannsóknarstofum og rönt- gendeildum. Frágangur á ný- byggingum, bæði spítölum og íbúðarbúsum, stenzt ekki þær kröfur, sem gerðar eru á Norð- urlöndum. Leiðslur eru innan á veggjum. Frágangur á stigum og gólfum er lierfilegur. Gólf- listar gliðnaðir frá veggjum, dyraþrep féllu illa að gólfi, liurðir illa að stöfum, og hurð- arhúnaframleiðslan getur ekki bafa staðizt áætlun. Gólf á skurðstofum i nýjum spítölum eru víða úr terrazzo, og var þar alltaf sprunga, ein eða fleiri. Á veggjum þurfti ekki að leila lengi að stað, þar sem ryk og sýklar gátu náð festu. Skurð- stofur voru lakkmálaðar ofan miðra veggja, en neðar voru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.