Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 67

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 181 sem minnst, verður að salta og kæla það varlega. Fyrir kemur, að skipin fiska lítið eða fá óhagstætt veður, svo að ferðin getur varað 6—14 daga. Sé heitt í veðri, fer síldin að rotna, og við hreyfingar skipsins pressast lýsi úr síldinni. Oft vantar milligerðir í lestirn- ar, svo að þetta verður hálfgerð sildarkássa, og liitinn í lestun- um gerir þetta að gróðrarstíu fyrir bakteríur. Stundum mvnd- ast svo mikið rotnunarloft í lest- unum, að lestarhlerarnir þeytast í loft upp, er losað er um þá. Það tekur oft 7—11 lclst. að losa þessi skip, og má vel imynda sér, livernig vinnuskilyrði eru í lestum þessum, þrurignum af rotnunarlofti, þar sem hálfbráð- inn síldargrautur slettist oft framan í verkamennina. Eftir 6—24 tima byrjar augn- slímhimnan að roðna, eykst svo eftir stutta tíma í hráða, sárs- aukafulla augnahólgu, og sam- tímis kemur mikill augnloka- krampi, sem stafar frá grunn- um smasárum i hornhimnuyfir- borðinu eða stærri sáraskellum og bólgublettum. Bólga þessi og sár batna með venjulegri með- ferð á 2—6 dögum. En komist bólgan í djúplög liornhimnunn- ar, geta komið fram djúp sár, sem valda svo ógagnsæi með æðainnvexti og á þann hátt miklum sjónmissi eða jafnvel blindu. Þar sem ammoníak og brennisteinssamhönd geta vald- ið svipuðum hornhinmubólgum, liéldu menn fvrst, að þar væri að leita orsakarinnar, en kom- ust svo að því með dýratilraun- um, að svo var ekki. Fyrir liundruðum ára var mönnum sennilega Ijóst, að í rotnandi eggjahvituefnum mvnduðust eiturefni. Aristoteles talar um örvaeil- ur Skýþanna, sem búið var til úr úldnum slöngum og manna- hlóði. Hve mikið og hve fljótt þessi rotnunarefni mvndast, fer eftir því hvaða eggjahvítuefni er um að ræða og hvaða bakteriur eru að verki; enn fremur fer það eftir raka, ljósi, lofti og Irita. Það mvndast Ptomain-efni, sem tilheyra hinum margbrotnu amínum, þar af mvndast met- hylamín, sem er lofttegund, di- og trimethylamín, sem eru fljót- andi efni, en breytast auðveld- lega í lofttegundir vegna lágs suðumarks, og mvndast meira eða minna við rotnun allra eggjahvítuefna. Mönnum var fyrst ekki ljóst, hvaða rotnunarefni yllu þessum augnhólgum. Sjúklingar héldu því fram, að sildarmauk hefði sletzt framan í sig og lent inn i augun. En þar sem þetta' kom oftast í bæði augun, þótti senni- legra, að lofttegund væri sjúk- dómsvaldurinn. Sýklar, sem valda hólgu í augum, fundust ekki í síldinni (mest af bact. proteus). Dýratilraunir sýndu, að hægt

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.