Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 70

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 70
184 LÆKNABLAÐIÐ aldrar 1887—89, 1896—97, 1906 —07 og 1915—16, Þó sé óvíst um fyrstu faraldrana, hvort ekki gæti hafa verið um skar- latssótt að ræða. Til marks um það, að íyrir 1900 hafi læknar ekki alls kostar greint í sundur rauða hunda og skarlats- sótt, segir G. Hannesson enn frem- ur, að Jónassen landlæknir hafi haldið því fram, að væg skarlats- sótt, sem gekk árið 1900, hafi verið rauðir hundar, og sama sóttin og gengið hafði 1887—89. Skýrsla Jón- assens þetta ár (1900), sem prent- uð var, sýnir, að rétt er hermt um síðara atriðið, en ekki verður þar annað séð en hann hafi þá talið, að um skarlatssótt hafi verið að ræða í bæði skiptin; en áður hafði hann ætlað sóttina 1887—89 vera rauða hunda. í skýrslu, sem Jónas- sen hefur áður sent heilbrigðisráð- inu í Kaupmannahöfn segir þó m. a.: ,,Den anden Epidemi var en Rubeola eller Scarlatina Epidemi som sidste gang var udbredt her i Landet 1887 og 1889.“ Bendir þetta til, að hann hafi — eins og G. H. segir — í fyrstu talið sóttina vera rauða hunda, eða a. m. k. verið i vafa um, hvort heldur væri, rauðir hundar eða skarlatssótt. Samkvæmt skýrslum land- lækna árin 1881—1900 (3, 4) ættu rauðir hundar að hafa gengið þrisvar á þessu tímahili, 1883—84, 1887—89 og 1895— 97. Skarlatssóttar er getið 1881 og 1882, á Austurlandi, en sið- an ekki fyrr en 1900 (sbr. þó síðar). Mislingar gengu 1882, eins og kunnugt er. Ljóst þvkir af ársskýrslum frá 15. liéraði, að skarlatssóttar- greiningin þar 1881 og 1882 hef- ur verið rétt, og enginn vafi er heldur á því, að skarlatssólt gekk árið 1900, og verður vik- ið að því síðar. En þá er að líta á rauðliunda- faraldrana. Um liinn fvrsta seg- ir í skýrslu landlæknis (Schier- becks) 1883—85: „Den mest fremtrædende Epidemi paa Is- land i 1883 var en udbredt men meget mild Ruheola Epidemi, en Sj'gdom som ikke skal liave forekommet i mange Aar paa Island.“ Landlæknir gizkar á, að mörg þúsund manns hafi tekið veikina, en segir, að lækn- ar hafi séð fæsta þeirra (sjálf- ur sá hann 14 sjúklinga). Sjúkl- ingar hafi flestir verið börn og unglingar, fáir yfir þrítugt; „. . . . greip ekki einungis börn, lieldur og unglinga og fullorðna allt að 35 ára“, segir einn hér- aðslæknanna, — þá hafi og margir, sem fengu mislinga ár- ið áður, tekið veikina nú. Héraðslæknum ber saman um, að veikin hafi verið væg, svo væg, segir einn þeirra, að menn hafi ekki fund- ið ástæðu til að leita læknishjálpar. Jónassen, sem þá var héraðslæknir í Reykjavík (1. læknishéraði) nefnir sóttina erythema multiforme, og segir hana ekki hafa gengið, síðan hann varð læknir þar. Hann minn- ist á hálsiltu í sambandi við veikina, og annar læknir segir, að í mjög fáum tilfellum hafi verið: .... stærkere Feber og især Angina". Sjúklingar Schierbecks virðast ekki liafa haft hálsbólgu, en eft- ir héraðslæknum, segir hann:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.