Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 72

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 72
186 LÆKNABLAÐIÐ inni 1887 eru mjög á sama veg og í skýrslu landlæknis. „Hinir svonefndu „rauðu hundar" (Erythema multiforme)", segir Jón- assen, og enn fremur: .....flestir, sem lögðust, kenndu hálsbólgu ... á sumum börnum var svo mikið hreistrið, að hörundið losnaði í stór- um flögum". Og aðrir: „ ... líktist mjög searlatina ... hálsaffektion mikil og illörtuð"..... meiri eða minni angina og desquamation, næstum sem við searlatina". „Út- brotaveiki (roseola) ... varð tals- vert skæð, einkum hjá börnum ... fylgdi oft hálsbólgu." Tveir héraðslæknar, Árni Jónsson (5). héraði) og Þorvarð- ur Kjerúlf (14. liéraði), nefndu veikina þó skarlatssótt, en ekki rauða hunda. Á. J.: „Skarlatssótt (scarlatina lævis) ... hélt fyrst vera venjulega hálsbólgu, en er ég heyrði um út- slátt, datt mér í hug rauðir hundar, en féll frá því, er ég sjálfur sá út- sláttinn ... auk þess hefði hálsbólga ekki verið sjúkdómseinkenni á sér- hverjum sjúkling í rauðhundasótt“. Og Þ. K.: „... gengið mjög al- mennt væg scarlatina á börnum og enda fullorðnum, og þar af nokkur tilfelli scarlatina sine exanthemate, einkum á fullorðnum ... Rubeolae hafa ei gengið hér svo ég viti.“ Seinni ár faraldursins (1888 og 1889) láta læknar yfirleitt nægja að greina frá fjölda til- fella, og verða ekki fundnar heimildir fvrir því, er landlækn- ir sagði 1888, að sóttin hafi þá síður likst skarlatssótt. Fvrir- sögnin i skýrslu Jónassens það ár er: „Hinir svonefndu rauðu hundar (Ruheolae)“. Af þvi, sem hér hefur verið lilfært, ntá þykja Ijóst, að far- aldurinn 1887—89 liefur verið skarlatssótt, en ekki rauðir hundar, eins og talið var af f lest- um. Næstu 5 árin (1890—94) eru, skv. skýrslum landlæknis, skráð- ir frá 1—10 sjúklingar hvert ár (1, 10, 3, 4, og 1), og virðist líklegt, að fremur hafi verið skarlatssótt. Faraldurinn 1895—97. Þá kemur faraldurinn, sem Guðm. Hannesson telur, að liafi gengið 1896—97. En þessi faraldur, — eða faraldrar, sbr. síðar — skráður sem rubeola, hófst 1895, og það ár voru flestir sjúkhng- ar skráðir, 168 í 5 héruðum, þar af að vísu 105 í einu þeirra. Tíu sjúklingar voru skráðir í marzmánuði, hinir allir í júlí til desember. Árið eftir eru skráðir sjúklingar 50*) (jan.— júni) i 7 héruðum, en i 4 þeirra hafði veikin og verið skráð árið áður. Og loks eru svo þriðja ár- ið (1897) skráðir 75 sjúklingar (ágúst—desember), en allir i sama héraðinu (15. héraði) og hinir fyrstu ekki fyrr en 13 mán- uðum eftir að rauðir hundar voru síðast skráðir annars staðar. Nú er einkennum veikinnar vfirleitt ekki lýst nema í skýrslu frá 15. héraði, þar sem greint *) Mistaldir 46 í prentuðu skýrsl- unni.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.