Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1961, Side 32

Læknablaðið - 01.09.1961, Side 32
108 LÆKNABLAÐIÐ spillt fæðunni. Séu réttir, sem í eru bæði sykur og eggjalivíta, soðnir undir þrýstingi, verða viðbrögð milli eggjahvítunnar og sykursins, sem draga mjög úr gildi aminosýrnanna. Ef slik næringarefni eru geymd í röku lofti, getur svipað gildistap átt sér stað. Hins vegar spillast eggjahvítuefnin ekki af suðu við 100 stiga hita, þvert á móti get- ur gildi þeirra aukizt allveru- lega. Prófessor Lang, sem er einn af þekktustu næringarsérfræð- ingum Þýzkalands, telur, að næringarfræðin eigi að leggja miklu ríkari áherzlu á fræðslu um rétta matargerð og geymslu næringarefnanna en liingað til hefur tíðkazt. Hann er einn þeirra, sem hefur rannsakað mikið carcinogenmyndun við steikingu fitu. Það eru ekki aðeins aðskota- efni, geymsla fæðutegundanna og matargerðin, sem getur haft hættur i för með sér. Fæð- an getur einnig orðið hættuleg lieilsu manna, sé hennar neytt í óhófi. Offita hefur t. d. mjög mikla áreynslu í för með sér á hjart- að og líkamann í heild. Þessu liefur verið mikill gaumur gef- inn í seinni tíð, sérstaklega af líftryggingarfélögunum, því að skýrslur sýna, að feitt fólk er yfirleitt skammlífara en það, sem liefur eðlilegan líkams- þunga, og hættir meira til að fá hjartasjúkdóma og hlóðrás- artruflanir, en það eru einmitt þeir sjúkdómar, sem valda flest- um dauðsföllum í menningar- löndunum. Æðakölkun er algengust allra hjarta- og æðasjúkdóma. Þar sem hún byrjar með því, að cholesterol sezt i æðaveggina, er álitið, að of mikið cholesterol i fæðu nútímans sé ein megin- orsök hennar, þó að fleira lcomi til. Þess vegna er varað við að horða mikið af dýrafitu, þar sem hún inniheldur mikið chole- sterol. Samkvæmt þessu ætti egg, mjólk og smjör að vera varasamt, og svo mikið má láta í sig af þessum fæðutegundum, að þær verði það. En jafnvel þótt þeirra sé neytt i allstórum stíl, mvndast samt úr þeim að- eins litið hrot af cholesteroli á móts við það, sem líkaminn byggir upp. Segjum, að dagskammtur- inn sé 1 1 mjólk, 50 gr ostur (45 %) og 30 gr smjör. Þá mvnd- ast úr því öllu saman 0,3 gr cliolesterol, sem er i mesta lagi Yio hluti þess, sem mannslík- aminn hyggir upp daglega. Þó að arteriosclerosis og cho- lesterolinnihald hlóðsins fari mjög saman, henda samt rann- sóknir Keys við Minnesotahá- skólann og Virtanens í Finn- landi á, að hófsamleg neyzla dýrafitu eigi ekki mikla sök á myndun æðakölkunar.Hins veg- ar telja þeir sterk rökstyðjaþað,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.