Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1961, Side 64

Læknablaðið - 01.09.1961, Side 64
132 LÆKNABLAÐIÐ blóðkorna á hverri sekúndu, og daglega losnar um 27—28 milligrömm járns með þessum liætti, en meira en 9/10 hlutar þess er aftur notað til nýrrar blóðmyndunar. Þegar um er að ræða sjúkdóma, svo sem sphero- cytosis, illkynja sjúkdóma, an- æmia perniciosa, anæmia aplas- lica o. fl., styttist ævi rauðu blóðkornanna mjög, allt niður i nálægt 40 daga. Tíðni blóðleysis vegna járn- skorts er ekki þekkt hér á landi, svo að mér sé kunnugt. f Banda- ríkjum Norður-Ameríku er það talið næst-tíðast allra blóðsjúk- dóma, næst eftii' blóðleysi við langvinna og illkynja sjúk- dórna, sem vissulega mætti þó oft flokka sem járnskortsblóð- leysi. Stanley-Davidson, prófess- or, sem rannsakað hefur þetta mál í marga áratugi í Skotlandi, telur þetta langalgengasta hlóð- sjúkdóm þar í landi, e.t.v. 1000 sinnum algengari en alla aðra blóðsjúkdóma til samans. Senni- lega er járnskortur fátíðari hér- lendis en í Skotlandi, og kemur þar til betra fæði og almennt betri lifsafkoma almennings, enda af sú tíðin, að landinn lifði „á mysu og mjólk, en mest á brennivíni“. Miklu algengari er sjúkdómurinn í konum (i barn- eign) og börnum i hröðum vexti en hjá körlum, að áliti Stanley- Davidsons allt að 500 á móti ein- um. Efnaskipti járns: Allur járn- forði líkamans nemur milli 4 og 5 grömmum (þ. e. eins og einn þi-iggja tommu uagli) og skiptist milli vefja eins og sýnt er á töflu III. TAFLA III. Allur járnforði líkanians er 4—5 grönun, og skiptist þannig: Hæmoglobin ............... 73,0% Myoglobin ................. 3,3% Nýtanlegur járnforði (i lifur, milta og merg) ......... 23,5% ,,Parenchym“ járn (cyto- chrom, 'katalase, peroxy- dase) ..................... 0,2% Með járnforðann er farið af ýtrustu sparsemi, og er hann nýttur aftur og aftur, meðan ævin endist til myndunar blóðs. Mjög lítið fer því til spillis og aðallega í dauðum þekjufrum- um, sem losna úr vefjum. Heild- arjárntap líkamans nemur þannig varla meiru en einu milligrammi daglega lijá körl- um, en konur missa nálægt tvö milligrömm daglega vegna járn- taps við tíðir, þegar ekki kemur til sjúklegt ástand. Af þessu leið- ir, að likaminn getur ekki los- að sig við það aukajárn, sem í hann er látið, nema þá með blóðmissi. Þess járns, sem eyð- ist, verða menn svo að afla sér úr fæðunni, og kemur sér þá vel,að þetta lífsnauðsynlega efni er alls staðar nálægt i náttúr- unnar riki. Af rannsóknum í Bandaríkj- um Norður-Ameriku má álykta, að meðalfæði þar í landi liafi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.