Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 71 Þegar læknirinn hefur greinilega fundið slátt í arteria carotis og ákveðið, hvar heppilegast muni að stinga í æðina, er deyft með Lido- cain 0,5%, með eða án adrenalíns, 1 húð og undir húð á þeim stað. Því næst er stungið á æðina, er læknirinn heldur milli fingra vinstri handar. Til ástungu er not- uð sérstök nál (0 .80—.90 mm; 80 —90 mm löng), og við ‘hana tengd plastslanga, fyllt saltvatni, með viðtengdri sprautu, sem einnig er saltvatnsfyllt. Gott er að hafa að- stoð við að halda í sprautuna. Þeg- ar sláttur æðarinnar finnst greini- lega undir nálaroddinum, er stung- ið á, og er oft ekki hægt að kom- ast hjá því, að stungið sé aðeins gegnum æðina. Nálin er dregin varlega aftur um einn eða nokkra millimetra, og kemur þá í gusum blóðrennsli upp í plastslönguna og sprautuna. Þegar læknirinn hefur gengið úr skugga um, að rennsli er fullnægj- andi um nálina, með því að dæla inn dálitlu saltvatni til þess að sjá, að blóð renni vel til baka, er sett- ur loki á ytri enda plastslöngunn- ar, sem leitazt er við að hafa vel vatnsfyllta, og nálin fest varlega með grisju og heftiplástri. ____ Þessu næst er dælt inn skugga- efni (kontrastefni). Skuggaefni þau, sem notuð eru til þessara rannsókna, verða að sameina þrennt: að vera heilavefnum óskaðleg, að vera án eiturverkana á æðar og gefa góðan skugga með tiltölulega litlu magni. Skuggaefni þau, sem nú eru mest notuð og eru upplausnir af þríbundnum joð- söltum, diaminobenzoesýru og me- tylglucamins, fullnægja öll með ágætum þessum skilyrðum (uro- grafin, hypaque, diaginol o. fl.). Við hverja inndælingu eru not- aðir 8—9 ml af 45%—60% upp- lausn af skuggaefninu, og verður sjúklingnum yfirleitt ekki meint af því. Þó ber vitanlega ávallt að hafa í huga, að einstöku sjúkling- ar geta haft ofnæmi fyrir þessum efnum sem öðrum. Meðan á inndælingu stendur, eru teknar röntgenmyndir með stuttu millibili, og þegar ekki er völ á vélknúnum filmuskiptara, verður að tímasetja myndatökuna þannig, að fáist vel fylltar aðalæðar, vel fylltar smáæðar og loks vel fyllt- ar bláæðar og sinusar. Myndir eru vitanlega teknar með tveimur geislastefnum, horn- réttum hvorri á aðra, beinar hlið- armyndir og beinar framanfrá- myndir. Auk þess koma til greina ýmsar skástöður, þegar leitað er að sérstökum atriðum, svo sem aneurysmata. Þegar röntgenrannsókn er lokið og nálin dregin út úr æðinni, þarf að halda þéttingsfast við stunguna með grisju nokkra stund til að forðast blæðingu. Loftencephalogra.fi: Sjúklingur fær lyf fyrir aðgerð eins og um minni háttar skurðaðgerð í stað- deyfingu sé að ræða. Sjúklingur er látinn setjast við höfuðborðið á sérstakan stól, með talsverða kryppu í columna lumbalis og enn- ið nokkuð fram á við. Húðin yfir regio lumbalis er dauðhreinsuð, og staðdeyft er, eftir atvikum milli processi spinosi L III — L IV, L IV — L V eða jafnvel L V — S I, og síðan stungið á dura með sér- stakri þar til gerðri hryggstungu- nál með rennslisloku á. Þegar gengið hefur verið úr .skugga um, að nálin liggi vel inni í subarachnoidealhólfinu, er var- lega dælt inn 5—8 cc af lofti, og þegar í stað tekin hliðarmynd af fossa cranii posterior. Sú mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.