Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1963, Síða 30

Læknablaðið - 01.09.1963, Síða 30
LÆKNABLAÐIÐ 100 legt að gera sér grein fyrir því, að komið geti til mála, að einhverjir eða jafnvel allir umræddra lækna hætti störfum sem opinberir starfs- menn 1. nóvember 1962. í þessu sam- bandi er rétt að taka fram, að stöð- ur þessar hafa ekki verið auglýst- ar lausar þrátt fyrir tilmæli yfir- lækna um slíka ráðstöfun. Stjórn L. R. vill sérstaklega taka fram, að fari svo, að læknarnir hætti störf- um sem opinberir starfsmenn, þá táknar það ekki á neinn hátt, að hin mikilvæga þjónusta, sem þessir læknar hafa veitt, þurfi að leggjast niður. Hér er ekki um verkfall að ræða, og því ekki lagt bann við því, að læknar eða aðrir vinni þessi störf. Þjónustan á sania verði og annars staðar i Reykjavík. Ef læknar þessir hætta að starfa sem opinberir starfsmenn, ákvarð- ast verð þjónustunnar að sjálfsögðu í fyrsta lagi með þeim hætti, er gildir fyrir sérfræðiþjónustu þeirra lækna, sem vinna fyrir Sjúkrasam- lag Reykjavikur, ef aðstæður eru algerlega sambærilegar. 1 öðru lagi mun það ákvarðast af þeim tíma- vinnugreiðslum, sem nú eru i gildi fyrir laustráðna sérfræðinga við sumar deildir Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur. 1 þriðja lagi, þar sem hvorugt þessara atriða getur orðið mælikvarði, miðast verð hennar við taxta Læknafélags Reykjavikur, enda er það svo nú, að sú vinna, sem ekki fellur undir samninga, greiðist samkvæmt taxta L. R. í þessu felst það, að þjónustan við Landspitalann og stofnanir Heilsu- verndarstöðvarinnar, er hér um ræð- ir, svo og hið eina starf við sjúkra- hús Hvitabandsins, verður greidd með sama verði og nú tiðkast um hliðstæða þjónustu hér í Reykjavik, þar sem hún er seld samkvæmt verði frjálsra samninga eða taxta Læknafélags Reykjavíkur. Getur tæplega komið til greina, þar sem stöður þessar hafa ekki verið aug- lýstar lausar til umsóknar, að ann- að verð komi fyrir þjónustuna, eins og sakir standa. Hér er því verið að ræða um samræmingu á greiðsl- um, en ekki hækkun, og virðist sú samræming eigi ósanngjörn, þegar tillit er tekið til þess, að á þessum stofnunum eru yfirleitt unnin lang- vandasömustu læknisverkin í þessu landi og þangað er visað öllum erf- iðustu tilfellum. Verður ekki annað séð en algert lágmark megi teljast, að þjónusta þar sé að minnsta kosti greidd til jafns við það, er nú tíðk- ast að greiða fyrir sérfræðiþjónustu annars staðar í Reykjavik. Þá má gera ráð fyrir því, að hér eftir verði þjónusta ekki innt af hendi ókeypis nema í sérstökum neyðartilfellum. Að sjálfsögðu getur Læknafélag Reykjavíkur ekki tekið ábyrgð á þvi, að unnt verði að fá aftur hæfa lækna til allra þeirra starfa, er unnin hafa verið af þeim læknum, er nú hafa sagt upp, ef þeir hverfa frá stöðum sínum. Getur slíkt að sjálfsögðu valdið nokkrum erfiðleik- um, því að mjög oft er um kerfis- bundið samstarf lækna að ræða, sem ekki kemur að fullum notum, ef einn eða fleiri hlekki vantar í þá keðju. Er þetta einkum þýðing- armikið, þegar leysa skal hin vanda- sömustu verkefni í greiningu sjúk- dóma og meðferð þeirra. Stjórn L. R.“ Þann 30. okt. ritaði Dóms- og kirkjumálaráðuneytið eftirfarandi bréf til þeirra lækna við rikisspítal- ana, sem sagt höfðu upp störfum: „Svo sem yður, herra læknir, mun kunnugt, fjallar Félagsdóm- ur nú um ágreining varðandi upp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.