Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 33

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 109 mán. fyrir dagvinnu og auk þess laun, er svara bifreiðakostnaði, til þess að ævitekjur læknanna verði þær sömu og ævitekjur strætis- vagnastjóra. Hvergi hefur verið við- urkennt, að slíkar greiðslur séu þó nægilegar fyrir læknisstörf. (Um d.): Störf utan sjúkrahúsa minnka. Vegna vaxandi starfa við sjúkra- húsin og væntanlegra launahækk ana hafa allmargir sjúkrahúslækn- ar hætt heimilislæknisstörfum á síð- asta ári, enda hafa nú 19 þessara 25 lækna engin heimilislæknisstörf, og þar af eru 9, sem eigi hafa opnað lækningastofu. Rétt er að taka sér- staklega fram, að greiðslur fyrir kennslustörf við læknadeild Háskól- ans voru utan við deiluna um kjara- bætur til handa sjúkrahúslæknum, enda aðeins fáir þeirra, sem eru jafnframt dósentar eða lektorar, svo sem fyrr greinir. (Um e.): Tillögur L. R. um kjarabætur. Kröfur Læknafélags Reykjavíkur, sem ræddar voru við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar fram til 13. apríl 1962, voru reistar á fundarsamþykktum frá 20. þingi BSRB 1960 og hag- fræðilegum útreikningum á auknum rekstrarkostnaði bifreiða, og er að finna rökstuðning fyrir þeim í bréfi til stjórnarnefndar rikisspitalanna 31. jan. ’61, voru sem hér segir (mánaðargreiðslur): Hækkanir á launagreiðslum (vakta- og helgidagavinna) .. Hækkanir vegna aukins bif- reiðakostnaðar .............. Hækkanir alls á mán. kr. Tillögur eða tilboð þetta fól þvi í sér aukningu á launagreiðslum, sem nam kr. 10.149.00 til 12.484.00 á mánuði og kr. 1.500.00—2.000.00 vegna hækkana á rekstrarkostnaði bifreiða; hins vegar fól tilboðið ekki í sér hækkanir á föstum launum. (Um f.): Laun og vinna lœknanna er upp- sagnarfresti lauk. Laun aðstoðaryfirlæknis, sem tók 10 gæzluvaktir, voru í október ’62 kr. 13.209.50 eða kr. 16.903.40, ef viðkomandi var jafnframt dósent við læknadeildina. Vinna, sem lá á bak við þessi laun, ásamt bindingu í starfi, nam 83—95 klst. á viku (eða um 380 klst. á mán.). Sam- kvæmt þessu var greiðsla á klst. Aðst.yfirl. Deildarl. Aðstoðarl. 12.484.00 11.384.00 10.149.00 2.000.00 2.000.00 1.500.00 14.484.00 13.384.00 11.649.00 um 44.00 kr. Laun deildarlækna i okt. ’62 (miðað við 10 gæzluvaktir) voru kr. 12.469.50 eða kr. 14.580.20, ef viðkomandi var jafnframt lektor við læknadeildina. Vinna og binding við störf vegna þessara launa var 83—91 klst. á viku (eða um 365 klst. á mán.). Laun aðstoðarlækna í okt. ’62 voru kr. 8.519.60 án vakta eða kr. 10.249.30 með 10 gæzluvöktum. Vinna og binding við störf fyrir þessi laun var 38—70 klst. á viku. Gæzluvaktir eru hér að sjálfsögðu innifaldar í nefndum vinnutíma, en nokkrum erfiðleikum er bundið að meta þær til dagvinnustunda. Frekari skýringa þörf. Ástæður fyrir öðrum og hærri greiðslum en að ofan getur eru

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.