Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 42

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 42
116 LÆIÍNABLAÐIÐ búin að láta í té allar fáanlegar upplýsingar, og mun skrifstofa fé- lagsins annast milligöngu í þvi efni, ef með þarf. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Læknafélags Reykjavikur Arinbjörn Kolbeinsson (form.) Snorri P. Snorrason (ritari). Telja má víst, að launadeila fastlaunalækna hafi verið einn sá þýðingarmesti þáttur, sem ýtli á eftir framkvæmd laganna um samningsrétt opinberra starfsmanna i apríl 1962. Eftir það tók deila þessi mjög að harðna, svo að lögfræðingur fé- lagsins ráðlagði félagsstjórn- inni, að ekki væri heppilegt, að samninganefnd og félagsstjórn tækju opinberlega þátl í deil- unni, enda var aðilum fullljóst, að það gæti komið til mála, að þær aðgerðir, sem þarna væru framkvæmdar, teldust við tak- mörk þess, sem lögmætt er. Var slíkt einnig ósþart gefið í skyn í einum þætti deilunnar af liin- um opinberu aðilum. Hins veg- ar töldu læknar þetta svo þýð- ingarmikið réttlætismál, að þeir mundu einn sem allir ekki liika við að taka á sig liverja þá ábyrgð, sem af því kynni að bljótast, hér væri um slík rétt- lætis- og nauðsvnjamál að ræða. Bráðabirgðalausn fékkst á deilu þessari, eftir að læknar höfðu látið vinnu niður falla í 12 daga. Má hiklaust telja, að deila þessi muni vera sú harðasta, sem ís- lenzkir læknar Iiafa átt i við heilhrigðisyfirvöld, enda liefur liún vakið athygli víða um lönd, miklu meira en deilur smá- starfshópa almennt gera. Framkvæmdastjóri. Á síðasta ári fékk stjórn fé- lagsins heimild til að ráða fram- kvæmdastjóra, ef fjárhagur fé- lagsins leyfði. Ekki taldi gjald- keri félagsins og stjórnin reynd- ar öll, að æskilegt hefði verið að ráða á sl. ári framkvæmda- stjóra. En við ársuppgjör er fjárhagur þó mun betri en gcrl var ráð fyrir og með fjölgun félaga og nokkuð hækkuðu ár- gjaldi mun tryggt, að fjárhags- legur gruudvöllur sé til þess að ráða framkvæmdastjóra, enda er á þvi mikil þörf. Eru fjölda- mörg mál, sem biða úrlausnar, og við getum nefnt þess dæmi, að við munum tapa miklu fé á því að geta ekki fylgzt með málum alls staðar, þar sem við þurfujn að liafa gát á. Hefur stjórn félagsins því ákveðið að ráða framkvæmdastjóra nú við fyrsta tækifæri, einkum ef til- tækilegt revnist að flytja alla sjóði félagsins yfir á skrifstof- una, enda gert ráð fvrir, að framkvæmdastjórinn liafi þá hæfileika og þá menntun, sem þarf til þess að sjá um slíkan rekstur. Eftirfarandi sérfræðingadeild-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.