Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 43

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 117 ir voru stofnaðar innan Lækna- félags Reykjavíkur á starfsár- inu: Félag röntgenlækna, Félag háls-, nef- og eyrna- lækna, Félag meinafræðinga. Niðurlag. Hér hefur verið drepið á lielztu verkefni, sem L. R. hefur haft með höndum á liðnu ári, en smærri verkefnum hefur verið sleppt. Stærstu viðburðir ársins eru að sjálfsögðu hinir nýju samningar, sem fela í sér á margan hátt ijætta starfsað- stöðu og bætt kjör lækna og upphaf að nýrri þróunarbraut í læknisþjónustu í landinu. Þess- ir samningar ásamt deilu sjúkrabúslækna mun vera það, sem lengst verður vitnað í af þeim málum, sem snerta sögu Læknafélags Reykjavíkur árið 1962. Engar umræðnr urðu um skýrslu formanns, og var hún samþykkt athugasemdalaust. II. Gjaldkeri lagði fram endur- skoðaða reikninga félagsins sundurliðaða. Helztu niður- stöðutölur eru: Tekjur kr. 545. 257.77, gjöld kr. 466.898.77, tekjur umfram gjöld kr. 78. 359.00, eignir kr. 212.017.06. Engar umræður urðu um reikningana, og voru þeir sam- þykktir atliugasemdalaust. Gjaldkeri las upp endurskoð- aða sjóðsreikninga Ilúsbygg- ingasjóðs L. R. Niðurstöðutölur eru: Eignaaukning á árinu (þ. e. vaxtatekjur) kr. 8.176.40; eign samtals kr. 125.189.74. Lesnir voru endurskoðaðir reikningar Heilsufræðisafns- sjóðs. Niðurstöðutölur eru: Eignaaukning (]). e. vextir) kr. 1.311.12; eign samtals kr. 17. 700.65. í fjarveru gjaldkera las Berg- sveinn Ólafsson endurskoðaða reikninga Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna isl. lækna. Páll Kolka læknar kvaddi sér hljóðs. Upplýsti hann, að þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan liefðu fundargerðarbækur L. R. fyrir fvrstu 30 starfsár þess ekki komið í leitirnar. Lýsti hann ef l- ir upplýsingum, er gætu leitt í ljós, hvar bækurnar væru nið- ur komnar. Ilann óskaði einnig eftir því, að læknar létu í té myndir, er þeir kynnu að hal'a í fórum sinum og vörðuðu lækna og störf þeirra frá fyrri tíð. Valtýr Albertsson tók til máls. Kvaðst bann á sínum tíma hafa gert talsverða leit að gömlum fundargerðabökum, en án ár- angurs. Gjaldkeri bar reikningana undir atkvæði, og voru þeir all- ir samþykktir atlmgasemda- laust.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.