Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 45

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 45
LÆKN ABLAÐIÐ 119 VII. Ákveðið árgjald félagsins. Gjaldkeri, Bjarni Konráðsson, skýrði frá því, að tillag til Læknafélags Islands liefði hækk- að í 1200 kr. Hann skýrði þvi næst frá tillögum stjórnarinnar um hækkun á árgjaldi í kr. 2.500.00. í öðru lagi heimild til að innlieimta 3%0 aukagjald, svo sem verið hefði á siðasta ári. I þriðja lagi heimild til að inn- heimta gjöld þessi beint frá hlutaðeigandi stofnunum, svo sem ríkisspítölum og Sjúkra- samlagi Revkjavíkur. Kristinn Stefánsson tók til máls. Taldi hann, að nú væri aukin þörf fyrir peninga vegna aukinna útgjalda félagsins og koma þyrfti á meira eftirliti á greiðslum frá S. R. Ræddi hann því næst um byggingamál Do- mus Medica og liið breytta fjár- málaviðhorf, er félögin vildu ekki lengur stvðja fyrirtækið með fjárframlögum.Lagði hann til, að 1400 kr. tillagið yrði lagt á félagsmenn og greitt áfram, kvaðst hann með því vilja forða því, að Domus Medica yrði að hneykslismáli fyrir læknastétt- ina. Hafði hann á orði að segja sig úr stjórn D. M. Formaður tók til máls. Sagði Iiann, að Domus Medica-gjaldið befði verið mjög óvinsælt meðal lækna og væri ekki gert ráð fyrir þvi í fjárliagsáætlun nú; liins vegar mætti e. t. v. taka málið upp á öðrum grundvelli. Breytingartillaga frá Kristni Stefánssvni, að við árgjaldið bættust 1400 kr. til Domus Me- dica var felld með 11 atkv. gegn 4. Tillaga um 2500 kr. árstillag var samþykkt með 14 atkv. gegn einu. Tillaga um heimild til að taka allt að 3%o aukagjald af félags- mönnum var samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Tillaga um beimild til að inn- heimta árgjald og aukagjald hjá S. R. og öðrum hlutaðeigandi stofnunum var samþykkt með 17 samhljóða atkvæðum. VIII. Önnur mál. 1. Lesin upp tillaga samin af sjúkrahúsmálanefnd svofelld: „Aðalfundur L. R., haldinn 31. marz 1963, telur, að starfs- aðstöðu lækna við sjúkrahús og rannsóknarstofnanir á félags- svæðinu sé í mörgu ábótavant og felur sjúkrahúsmálanefnd að balda áfram athugunum á þess- um málum og gera tillögur til úrbóta.“ Tillagan var rökstudd með eftirfarandi greinargerð: „Til þess að sjúkrahúsin geti veitt sem mesta og fullkomnasta þjón- ustu, verður að sjá læknum og að- stoðarliði þeirra fyrir viðunandi starfsaðstöðu. Þættir þess vanda- máls eru margslungnir, en einn meginþáttur er öllum sameiginleg- ur, þ. e. launakjörin. Frumskilyrði þess, að starfsmaður veiti sitt bezta, er, að hann sé fjárhagslega óháður. Ef læknirinn neyðist til að auka

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.