Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 58

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 58
124 LÆKNABLAÐIÐ dýrafræði, grasafræði og efna- fræði, og reyndist hún mörgum erfiður Þrándur í Gölu. Fróð- legt er í þessu sambandi að lesa kafla lir bréfi Ólafs Davíðsson- ar til föður hans, dagsettu 1. marz 1884. Þar segir: „Líklega stúdérar Guðmundur frændi læknisfræði, en náttúrufræði að öðrum kosli. Hann er hreinasta praktexemplar af manni, gáfað- ur og góður drengur og allra manna siðferðisbeztur. Mér finnst hann vera of mikill reglu- maður, ef nokkuð er, því hann er aldrei með, eins og maður segir, en það er ég og vil vera það, því mér finnst maður græða stórmikið á því, að því er snertir reynslu.“ Sennilega hefur Guðmundur Magnússon baldið sínu striki i náminu, enda lýkur hann emb- ættisprófi i janúar 1890 með hárri I. einkunn. Nú mætti ætla, að bugur lians liafi þá þegar lineigzt að handlæknisfræðinni og hann bafi viljað afla sér framhaldsmenntunar í henni. En þvi er ekki að lieilsa. Frá febrúar 1890 til janúar 1891 er hann kandidat á St. Johannes Stiftelse, síðan er hann skvldu- mánuðinn á fæðingardeildinni í febrúar 1891 og kandidat á Blegdamsliospital marz til apríl sama ár. Um sumarið kemur hann svo út til Islands. Þetta bendir til þess, að ekki hefur þá verið mulið undir íslenzka læknakandidata, jafnvel með liáu dönsku prófi. St. Joh. Stif- telse mun þá hafa verið og var enn um langan aldur eins kon- ar ruslakista fyrir gamla og far- lama sjúklinga og Blegdams- spítali farsóttahús. Fyrir Guð- muud Magnússon er engin staða á handlæknisdeild. Við alvarleg- ar aðgerðir var þá varla að- gangur fyrir aðra en fáeina út- valda, bvað ])á að þeir fengju að taka þátt í þeim. Þetta minn- ir mig á það, sem Guðmundur Hannesson prófessor sagði mér einu sinni, að fyrstu laparó- tómíu, sem hann sá, bafi hann gert sjálfur lieima á íslandi. Hinn 26. ágúst 1891 gengur Guðmundur Magnússon að eiga Katrínu Skúladóttur Sivertsen frá Hrappsey á Breiðafirði, sem reyndist lionum mesta stoð og stytta. Venjulegur ungur lækuir befði nú líklega farið að leita sér að atvinnu, orðinn 28 ára gamall, kvæntur og sennilega skuldugur. En svo varð ekki um Guðmund Magnússon. Þarna getur ýmislegt komið til. Ekki kom til mála að gerast praktiserandi læknir í Bevkja- vík, á því var engin leið að lifa; og héraðslæknisembætti úti á landi mun þá ekki bafa leikið á lausu. En sennilega befur meslu valdið, að Guðmuudur Magnússon hefur haft hug á meiri frambaldsmenntun og þá helzt í handlæknisfræði. Hann fer því aftur utan skömmu eftir brúðkaupið og tekur konuna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.